Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

738. fundur 28. apríl 2016 kl. 09:00 - 10:35 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reykir Reykjaströnd 145950 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1603265Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 30. mars 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Jóns Eiríkssonar, kt. 080129-2469, til að reka gististað í flokki II að Reykjum á Reykjaströnd. Landnúmer 145950, fastanúmer 230-6053.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Eyþing og SSNV boða til ráðstefnu um úrgangsmál.

Málsnúmer 1604207Vakta málsnúmer

Lagt fram sameiginlegt fundarboð frá Eyþing og SSNV sem boða til ráðstefnu um úrgangsmál á Norðurlandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel KEA, Akureyri þann 2. maí 2016.
Byggðarráð ítrekar svohljóðandi bókun sína frá 723. fundi ráðsins þann 10. desember 2015. "Byggðarráð vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi."

3.Viðauki 2 við fjáhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1604223Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag til málaflokks 13-Atvinnu- og ferðamál. Hækkuninni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka til málaflokks 13-Atvinnu- og ferðamála.

4.Arctic Circle Route

Málsnúmer 1601156Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 32. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 22. apríl 2016: "Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi."
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route.

5.Furulundur 7- Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 1604156Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. apríl 2016 frá Svavari Helgasyni, kt. 220260-5269 og Hafdísi Ólafsdóttur, kt. 201163-7149, eigendum lóðarinnar nr. 7 við Furulund í Varmahlíð, fastanúmer 233-7344. Óska þau eftir að fá lóðarstækkun um 2 metra, til norðurs inn á lóð nr. 5 við Furulund, til kaups. Samtals 38 m2.
Byggðarráð samþykkir að selja eigendum lóðar nr. 7, 38 m2 af lóð nr. 5 við Furulund á verði samkvæmt lóðarmati í fasteignaskrá.

6.Reglur um gæludýr í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 1602299Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að dýrahald verði bannað í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins frá og með 1. júní 2016.
Ákvæði um bann við dýrahaldi verði bætt inn í leigusamninga og reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014. Þeir sem eru með skráð og samþykkt dýr í dag fái að halda þeim en verði óheimilt að taka ný dýr inn á heimilið.

7.Viljayfirlýsing - aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Málsnúmer 1604155Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. apríl 2016 varðandi viljayfirlýsingu á milli sambandsins og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að ekki sé efni til að taka þátt í þessu verkefni að þessu sinni.

8.Freyjugata 25 - dagvistarhús

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fasteignin Freyjugata 25, dagvistarhús, auðkennisnúmer 226-8922, fastanúmer 213-1566, verði auglýst til sölu og flutnings af lóðinni.
Sveitarstjóra falið að auglýsa fasteignina og óska eftir tilboðum.

9.Samningur

Málsnúmer 1604175Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

10.Fundagerðir 2016 - SSNV

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 2. febrúar, 8. febrúar, 2. mars og 5. apríl 2016 lagðar fram til kynningar á 738. fundi byggðarráðs þann 28. apríl 2016.

11.Giljar 146165 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1604196Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 22. apríl 2016 þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að jörðinni Giljar, landnúmer 146165, fastanúmer 214-1025, að hálfu. Seljandi er Anna Lísa Wium Douieb, kt. 301260-7769. Kaupandi er Hjalti Viðar Jóhannsson, kt. 161151-2119.

Fundi slitið - kl. 10:35.