Fara í efni

Auglýst eftir rekstraraðila að félagsheimilinu Ljósheimum

Málsnúmer 1606201

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 01.07.2016

Rekstur félagsheimilisins Ljósheima var auglýstur til umsóknar með umsóknarfresti til og með 26. júní 2016. Þrjár umsóknir bárust. Voru þær frá Kvenfélaginu Framför, Þresti Jónssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur og Þorvaldi E. Þorvaldssyni og Kristínu Snorradóttur.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur á fyrri fundum rætt umsóknir tveggja fyrsttöldu umsækjendanna. Til fundarins nú komu Þorvaldur E. Þorvaldsson og Kristín Snorradóttir og fóru yfir umsókn sína um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar umsækjendum fyrir góðar umsóknir og þann áhuga sem þeir hafa sýnt málinu. Nefndin samþykkir að ganga til viðræðna við Þröst Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum. Nefndin leggur áherslu á að í samningi við nýjan rekstraraðila sé gert ráð fyrir að Kvenfélagið Framför geti sinnt starfsemi sinni áfram á svipaðan máta og verið hefur.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016

Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 749. fundi byggðarráðs 7. júlí 2016 með þremur atkvæðum.