Fara í efni

Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 1607068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 751. fundur - 03.08.2016

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 13. júlí 2016 frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 758. fundur - 29.09.2016

Lagt fram bréf dagsett 12. september 2016 frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir. Sjóðurinn hefur þegar auglýst eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Fjárhæð til úthlutunar sem stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að hefja vinnu við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar með það að markmiði að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu. Félagið starfi í anda laga nr. 52 frá 10. júní 2016 um almennar íbúðir en markmið þeirra laga er sem hér segir:

"Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda."

Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að athuga með samstarfsaðila í verkefnið en eftir fund byggðarráðsfulltrúa með forseta ASÍ er ljóst að ekki er vilji þeirra samtaka til að koma að slíku verkefni með sveitarfélaginu.

Byggðarráð óskar ASÍ velfarnaðar í samstarfi sínu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 760. fundur - 13.10.2016

Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 samþykkir byggðarráð að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr.

Byggðarráð samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.

Jafnframt samþykkir byggðarráð að eftirtalin verði í stjórn og varastjórn þar til unnt er að kjósa stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta stofnunarinnar:

Stjórn: Gísli Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Varastjórn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir.

Byggðarráð samþykkir að framkvæmdastjóri með pókúru verði Margeir Friðriksson og endurskoðandi verði Kristján Jónasson hjá KPMG ehf. þar til að stjórn stofnunarinnar hefur tekið aðra ákvörðun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016

"Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 og 760. fund byggðarráðs frá 13. október 2016, samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses. Jafnframt samþykkir byggðarráð að eftirtalin verði í stjórn og varastjórn þar til unnt er að kjósa stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta stofnunarinnar: Stjórn: Gísli Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Varastjórn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að framkvæmdastjóri með pókúru verði Margeir Friðriksson og endurskoðandi verði Kristján Jónasson hjá KPMG ehf. þar til að stjórn stofnunarinnar hefur tekið aðra ákvörðun. Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.