Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

347. fundur 26. október 2016 kl. 16:15 - 17:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson 1. varam.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Dagskrá
Gísli Sigurðsson 1. varmaður D, situr fundinn í stað Gunnsteins Björnssonar og Hildur Þóra Magnúsdóttir 1. varamaður VG situr fundinn í stað Bjarna Jónssonar.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 758

Málsnúmer 1609018FVakta málsnúmer

Fundargerð 758. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selmu Hjörvarsdóttur, kt. 070762-2779, f.h. Spíru ehf., kt. 420207-0770 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki V að Lindargötu 3, Sauðárkróki. Leyfi fyrir 50 manns í sal í kjallara og 20 manns í sal á hæð. 26 gistirúm samtals.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selmu Hjörvarsdóttur, kt. 070762-2779, f.h. Spíru ehf., kt. 420207-0770 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Lindargötu 1, Sauðárkróki. Leyfi fyrir 18 gistirúm.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1608036, dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur, kt. 240866-5799 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal í Leifshúsi. Leyfi fyrir 10 manns.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1608036, dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur, kt. 240866-5799 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal í gestahúsi. Leyfi fyrir 10 manns.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1506196, dagsettur 21. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brynju Ólafsdóttur, kt. 271051-3019, fyrir hönd Félagsheimilisins Skagasels, kt. 430383-0789, um endurnýjun á leyfi fyrir samkomusal og svefnpokagistingu. Gististaður í flokki III í Félagsheimilinu Skagaseli.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf dagsett 9. september 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna alþingiskosninga 2016. Eru sveitarstjórnir hvattar til þess að taka þátt í samstarfi við sýslumenn um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 29. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga um sama efni.
    Byggðarráð samþykkir að skoða málið frekar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf dagsett 12. september 2016 frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir. Sjóðurinn hefur þegar auglýst eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Fjárhæð til úthlutunar sem stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að hefja vinnu við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar með það að markmiði að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu. Félagið starfi í anda laga nr. 52 frá 10. júní 2016 um almennar íbúðir en markmið þeirra laga er sem hér segir:
    "Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda."
    Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að athuga með samstarfsaðila í verkefnið en eftir fund byggðarráðsfulltrúa með forseta ASÍ er ljóst að ekki er vilji þeirra samtaka til að koma að slíku verkefni með sveitarfélaginu.
    Byggðarráð óskar ASÍ velfarnaðar í samstarfi sínu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélagsins á Hólum í Hjaltadal, dagsett 19. september 2016 varðandi dekkjakurl á sparkvöllum í Skagafirði. Skorar stjórnin á Sveitarfélagið Skagafjörð að taka frumkvæði og skipti um gúmmíkurl í sparkvöllunum strax.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2016 þar sem Verið Vísindagarðar ehf. boðar til aðalfundar þann 12. október 2016.
    Byggðarráð samþykkir að fela Gunnsteini Björnssyni, fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn félagsins að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Húsnæði leikskólans á Hofsósi er ekki viðunandi og þarfnast verulegra úrbóta og mikilvægt að leysa húsnæðismálin til framtíðar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til úrbóta svo að myndist ekki rof á starfsemi leikskólans. Jafnframt verði hafin hönnunarvinna á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi með það fyrir augum að grunn-, leik- og tónlistarskóli verði undir einu þaki. Einnig verði skoðað hvernig koma megi íþróttaaðstöðu fyrir í tengslum við þessa hönnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Það er markmið og metnaðarmál Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástunda hagkvæmni í rekstri og skapa þannig forsendur til að efla jafnt og þétt innviði samfélagsins. Þannig voru starfsstöðvar Árskóla á Sauðárkróki sameinaðar undir einu þaki haustið 2013 og starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki flutt á sama stað haustið 2016, líkt og áður hafði verið gert í öðrum grunnskólum héraðsins. Sú bygging sem áður hýsti yngra stig Árskóla við Freyjugötu á Sauðárkróki hefur nú verið seld en ætlun kaupanda er að breyta húsnæðinu í íbúðir til að mæta þeirri húsnæðisþörf sem uppi er í Skagafirði.

    Í einum hluta gamla barnaskólans er lítill íþróttasalur sem hefur verið afar vel nýttur til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Við brotthvarf hans eykst því enn sá vandi sem uppi er á Sauðárkróki varðandi aðstæður til íþróttaiðkunar en íþróttahúsið á Sauðárkróki annar nú þegar ekki eftirspurn sem er eftir tímum í húsinu. Þessu til viðbótar hefur lengi verið ljóst að sú vetraræfingaraðstaða sem íþróttafólki á Sauðárkróki er boðið er upp á er með engu móti ásættanleg enda sparkvöllurinn við Árskóla einn sá minnsti á landinu. Hefur það m.a. haft veruleg áhrif á æfingar hjá þeim fjölmörgu knattspyrnuiðkendum sem í sveitarfélaginu búa. Skortur á slíkri aðstöðu skerðir einnig samkeppnishæfni sveitarfélagsins er kemur að búsetuvalkostum og hefur áhrif á hvar fjölskyldur velja sér heimilisfestu.

    Í ljósi þessa beinir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafin verði hönnun og kostnaðarmat þess að setja gervigras á norðurhluta æfingasvæðis við íþróttavöllinn á Sauðárkróki. Væri með því móti losað um tíma sem annars væru í íþróttahúsinu. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að þeim framkvæmdum verði flýtt sem kostur er enda þörfin fyrir úrbætur á íþróttaaðstöðu brýn.

    Byggðarráð samþykkir einnig að fluttir verði fjármunir til þessa verkefnis frá verkefninu "Fjölnota íþróttahús - hönnun" í fjárfestingaáætlun ársins 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2016 frá Norðurorku hf. varðandi umsókn til Orkusjóðs til fjárfestingar í uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla á Norðurlandi.
    Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að umsókn til Orkusjóðs vegna þessa verkefnis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 709/2015, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Úrskurður dómsins var á þá leið að héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýandi, Sveitarfélagið Skagafjörður, greiði stefnda, Lánasjóði sveitarfélaga ohf., 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 23. ágúst 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. september 2016. Bókun fundar Fundargerð SSNV frá 6.september 2016, lögð fram til kynningar á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. september 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Sambands íslenskar sveitarfélaga nr. 842 frá 2.september 2016, lögð fram til kynningar á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 759

Málsnúmer 1610004FVakta málsnúmer

Fundargerð 759. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram bréf dagsett 28. september 2016 frá kjörnefnd SSNV þar sem vakin er athygli á því að á 24. ársþingi sambandsins þann 21. október n.k. verði kosið til stjórnar og varastjórnar. Samkvæmt grein 4.1 í samþykktum SSNV skal framboð til stjórnar hafa borist kjörnefnd 10 dögum fyrir ársþing.
    Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi fulltrúar verði tilnefndir í stjórn SSNV af hálfu sveitarfélagsins:
    Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir. Varamenn verði Bjarki Tryggvason og Gunnsteinn Björnsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram bréf dagsett 3. október 2016 frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls. Fagnar deildin bókun byggðarráðs þann 29. september 2016 varðandi íþróttavöllinn á Sauðárkróki og lagningu gervigrass á hann. Hvetur knattspyrnudeildin til að verkefninu verði hraðað sem allra mest auk þess sem hún óskar eftir að fulltrúar hennar fái að koma að hönnun vallarins frá upphafi.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þegar hönnunarferlið verður komið lengra mun byggðarráð óska eftir fundi með fulltrúum deildarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram bréf dagsett 23. september 2016 frá Hólalax hf. þar sem boðað er til aðalfundar fyrir árið 2015 þann 11. október 2016 í Verinu á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 (húsnúmer með jafnar tölur) sem búa í fasteignum Búhölda hf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði bara á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Málið áður á dagskrá 757. fundar byggðarráðs. Óskað er eftir upplýsingum um fjármál og fyrirætlanir sveitarstjórnar auk útkomuspár fyrir árið 2016.
    Byggðarráð fór yfir drög að svörum til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ganga frá svari útfrá fyrirliggjandi drögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lögð fram drög að ramma að fjárhagsáætlun ársins 2017.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til viðkomandi nefnda til frekari vinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • 2.7 1610032 SSNV - kjörnefnd
    Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þórdísi Friðbjörnsdóttur í kjörnefnd SSNV í stað Bjarka Tryggvasonar á 24. ársþing sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. júní 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að breytingu á launum sveitarstjórnarfulltrúa í samræmi við viðmiðunartöflu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram til kynningar samkomulag dagsett 19. september 2016 milli Bandalags háskólamanna, BSRB og kennarasambands Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Einnig bréf frá Brú - lífeyrissjóði dagsett 3. október 2016 varðandi hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild lífeyrissjóðsins og tölvupóstur dagsettur sama dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sama mál. Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 27. september 2016 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi ágóðahlutagreiðslu 2016. Sveitarfélagið Skagafjörður fær í hlut sinn á árinu 2016 1.678.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 759 Lögð fram til kynningar samantekt um það helsta í starfsemi flugklasans Air 66N tímabilið maí-september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 759. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 760

Málsnúmer 1610006FVakta málsnúmer

Fundargerð 760. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lögð fram tillaga um að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráðshópi um Sóknaráætlun Norðurlands vestra í stað Laufeyjar Kristínar Skúladóttur sem látið hefur af störfum fyrir sveitarfélagið.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Sigríður Svavarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með átta atkvæðum. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lögð fram tillaga um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016. Lagt er til að auka fjárheimildir málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður um 1.500.000 kr. og málaflokk 27 - Óvenjulegir liðir um 1.500.000 kr.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 10, "Viðauki 7 við fjárhagaáætlun 2016". Samykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 samþykkir byggðarráð að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr.
    Byggðarráð samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.
    Jafnframt samþykkir byggðarráð að eftirtalin verði í stjórn og varastjórn þar til unnt er að kjósa stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta stofnunarinnar:
    Stjórn: Gísli Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Varastjórn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir.
    Byggðarráð samþykkir að framkvæmdastjóri með pókúru verði Margeir Friðriksson og endurskoðandi verði Kristján Jónasson hjá KPMG ehf. þar til að stjórn stofnunarinnar hefur tekið aðra ákvörðun.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lögð fram styrkbeiðni dagsett 6. október 2016 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2017. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
    Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lagt fram bréf dagsett 10. október 2016 frá ReykjavíkurAkademíunni ses. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna málþingsins Fjölmiðlun í almannaþágu, sem haldið verður 19. nóvember n.k.
    Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjórna, dagsett 3. október 2016 frá innanríkisráðuneytinu varðandi form og efni viðauka við fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 760 Lagðar fram til kynningar fjárhagsupplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-ágúst 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 760. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 761

Málsnúmer 1610010FVakta málsnúmer

Fundargerð 761. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lögð fram umsókn frá Skagfirskum leiguíbúðum hses., dagsett 14. október 2016 um stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarafélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.
    Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til Skagfirskra leiguíbúða hses. til byggingar tveggja fjölbýlishúsa, samtals átta íbúðir, í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á kjörstjórnum í sveitarafélaginu:

    Kjörstjórn á Steinsstöðum:
    Valgerður Inga Kjartansdóttir, aðalmaður færist úr kjörstjórn í Varmahlíð í kjörstjórn á Steinsstöðum.

    Kjörstjórn í Varmahlíð:
    Ásdís S. Sigurjónsdóttir, aðalmaður í stað Sigurðar Haraldssonar.

    Kjörstórn á Hofsósi:
    Eiríkur F. Arnarsson, varamaður í stað Védísar Árnadóttur sem er flutt úr héraði.

    Kjörstjórn á Hólum:
    Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, varmaður í stað Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, sem er flutt burt.

    Kjörstórn á Skaga:
    Guðrún Halldóra Björnsdóttir, aðalmaður í stað Jóns S. Stefánssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lagt fram bréf dagsett 2. október 2016 frá áhugasömum íbúum í syðri bænum á Sauðárkróki, sem vilja að sveitarfélagið endurgeri leikvöll á lóð milli Hólmagrundar og Hólavegs og komi þar upp leiktækjum að nýju.
    Byggðarráð þakkar erindið og áhugann. Byggðarráð mun taka erindið inn í vinnu að framtíðarskipulagi opinna svæða á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. október 2016 frá Fiskistofu þar sem fram kemur að stofnunin innheimti sérstakt gjald af strandveiðibátum tímabilið 1. maí ? 31. ágúst 2016. Til Skagafjarðahafna renna samtals 589.196 kr. vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • 4.5 1610199 Beiðni um styrk
    Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lagt fram bréf frá Finni B. Sigurbjörnssyni, ódagsett en móttekið 17. október 2016, varðandi ferðastyrk.
    Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu, en bendir á að í vinnu við byggðaáætlun sem Byggðastofnun stýrir eru þessi mál til athugunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lögð fram fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 12. október 2016. Svohljóðandi bókun var samþykkt:
    „Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár.“
    Einnig samþykkti samráðshópurinn að óska eftir því við velferðarráðuneytið að veitt verði undanþága frá ákvæði laga nr. 59/1992 um 8000 íbúa lágmarks viðmið samkvæmt 2. og 3. mgr. 4. gr. fyrrnefndra laga um málefni fatlaðs fólks. Óskað var eftir að undanþágan verði ótímabundin.

    Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og vísar tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Byggðarráð samþykkir einnig að fela Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna og leggja fyrir samráðshópinn.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra" Samþykkt samhljóða.
  • 4.7 1610205 Trúnaðarmál
    Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 761 Lagt fram til kynningar ódagsett bréf, móttekið 17. október 2016 frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þar sem tilkynnt er um að stjórn sjóðsins hafi tekið ákvörðun um að iðgjald launagreiðenda hækki um næstu áramót úr 11,5% í 15,1%. Samanlagt iðgjald sjóðfélaga og launagreiðenda verður þá 19,1%. Bókun fundar Afgreiðsla 761. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37

Málsnúmer 1609010FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Halldór Gunnlaugsson kom til fundar og kynnti rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á árinu 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir erindi frá Steinari Skarphéðinssyni sem varðar losunarstað fyrir ferðasalerni við tjaldsvæðið í Varmahlíð. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Steinari fyrir erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að hafa samráð um það við starfsmenn eignasjóðs með tilliti til fjárhagsáætlunar næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð rennur út 1. október nk. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að auglýsa rekstur þeirra í samráði við starfsmenn eignasjóðs. Nefndin horfir til langtímaleigu, 5-10 ára og að hvað framtíðaruppbyggingu svæðanna varðar verði höfð í huga samkeppnissjónarmið gagnvart tjaldsvæðum í einkaeigu í héraðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 og skal umsókn send fyrir 10. október nk. Nefndin felur starfsmönnum hennar að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • 5.5 1609019 Nordforsk 2016
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Kynnt umsókn til Nordforsk, sem Sveitarfélagið Skagafjörður er samstarfsaðili að. Umsóknin snýr að auknu verðmæti sjávarfangs/landbúnaðarhráefna, líftækni o.fl. Sérstök áhersla yrði á Skagafjörð hvað Ísland varðar og er m.a. gert ráð fyrir að vinnustofa tilheyrandi verkefninu verði í Skagafirði. Fulltrúar sveitarfélagsins tækju einnig þátt í viðtölum, veittu tölfræðilegar og aðrar upplýsingar um íbúa og atvinnuþróun o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem óskað er eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð vegna eignarhluts félagsins í Félagsheimilinu Bifröst. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og vísar erindinu til byggðarráðs sem jafnframt er stjórn eignasjóðs. Nefndin gerir ekki athugasemdir við það þótt Ungmennafélagið Tindastóll hverfi úr eigendahópi Félagsheimilisins Bifrastar. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Rætt um markaðs- og kynningarmál Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur fengið tillögu að kjörorði og merki til notkunar í kynningarefni sveitarfélagsins, "Heimili norðursins - Home of the north". Kjörorðinu er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er að finna í skagfirsku samfélagi, t.d. "Skagafjörður - heimili íslenska hestsins, Skagafjörður - home of the Icelandic horse", o.s.frv. Merkinu er ekki ætlað að koma í stað byggðamerkis Sveitarfélagsins Skagafjarðar heldur yrði notað sem viðbót í markaðslegum tilgangi. Nefndin samþykkir notkun kjörorðsins og merkisins í markaðslegum tilgangi en felur starfsmönnum að útfæra nánar tillögur þess efnis og leggja fyrir nefndina.

    Hanna Þrúður óskar bókað að merkið sé gott en kjörorðið sé mun sterkara á ensku en í íslenskri þýðingu orðsins og telur t.d. að staður næði betur markaðslegum árangri í íslenskri notkun kjörorðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd stóð fyrir ljósmynda- og myndbandasamkeppni fyrr á árinu. Fjölmargar myndir bárust og þakkar nefndin öllum þeim sem sendu inn efni. Nefndin samþykkir að tilnefna fulltrúa í sérstaka dómnefnd sem leggi niðurstöður sínar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 235

Málsnúmer 1609014FVakta málsnúmer

Fundargerð 235. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fór yfir fundargerð þjónusturáðs og gerði grein fyrir helstu áherslum í þjónustunni á Norðurlandi vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fjárhagsáætlun málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra fyrir árið 2016 og rekstrarstöðu. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Félagsmálastjóri kynnti rekstrarstöðu félagsþjónustunnar fyrstu átta mánaða ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Lagt fram bréf fjögurra ungmenna þar sem þeir óska eftir að sett verði upp svæði fyrir hjólabrettaiðkun. Nefndin felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að hafa samband við bréfritara og leggja fram tillögur fyrir nefndina til umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Kynnt starfsemi Dagdvalar aldraðra. Lögð fram drög að reglum um dagdvöl, sem verða til umræðu á næstu fundum.
    Elísabet Pálmadóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Gunnar Sandholt og Guðný Axelsdóttir sátu landsfund jafnréttisnefnda á Akureyri föstudaginn 16. september. Yfirskrift fundarins var jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var m.a. um jafnréttismál í stjórnsýslunni. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðaleyfi handa Lovísu Hlynsdóttur, Jöklatúni 12, til að starfa sem dagforeldri á heimili sínu. Leyfið gildir fyrir fjögur börn, að hennar eigin barni meðtöldu, til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 235 Tekin voru fyrir 15 mál og niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

7.Landbúnaðarnefnd - 187

Málsnúmer 1610007FVakta málsnúmer

Fundargerð 187. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 7.1 1305263 Mælifellsrétt
    Landbúnaðarnefnd - 187 Ingvar Páll Ingvarsson kynnti væntanlega framkvæmd við lagfæringu og endurbyggingu á Mælifellsrétt. Verða núverandi útveggir fjarlægðir og nýjir settir í staðinn úr galvanhúðuðu efni. Framkvæmdakostnaður verður tekinn af fjárveitingu frá fyrri árum. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Símoni Inga Gestssyni, kt. 231244-6899, dagsett 6. september 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram tilkynning dagsett 22. september 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Brautarholti.
    Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram tilkynning dagsett 13. október 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Stóru-Gröf ytri.
    Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Fjallskilamál Hofsóss og Unadals rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2017 vegna landbúnaðarmála.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög til fyrri umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram til kynningar samantekt um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Samtals voru veiddir 338 refir, 262 grendýr og 76 hlaupadýr. Veiddir voru 142 minkar. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 1. september 2016 frá Fjallabyggð varðandi fjallskil ásamt samkomulagi dagsettu 31. ágúst 2016, um fjallskil í Héðinsfirði milli Fjallskiladeildar Austur-Fljóta, Fjallabyggðar og starfshóps um fjallskil í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar leiðréttur ársreikningur Staðarafréttar fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

8.Veitunefnd - 28

Málsnúmer 1610002FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 28 Lagt var fyrir fundinn erindi frá íbúum í Efribyggð vegna möguleika á hitaveitutengingum í Efribyggð.
    Verið er að vinna að kostnaðargreiningu á þeim svæðum í Skagafirði sem liggja utan núverandi 5 ára framkvæmdaáætlunnar.
    Stefnt er á að ljúka þeirri vinnu á næstu vikum og tillögu að framkvæmdaáætlun um áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 28 Vinnu við lagningu hitaveitu í Fljótum lýkur á næstu dögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 28 Framkvæmd við nýjan vatnstank hefur þegar sannað gildi sitt, því í núverandi sláturtíð hefði einn tankur ekki annað þörfum.
    Vinna við að tengja sandsíur í lokahúsi vatnstanks er hafin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 28 Formanni og sviðstjóra falið að ganga frá samningum vegna borholu og við landeiganda Hverhóla um leigu á landi. Í framhaldi verður boðað til íbúafundar um hitaveituvæðingu. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 28 Sviðstjóra falið að ganga frá samningi vegna hitaveitulagnar að Barði í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 28 Farið var yfir ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Skagafirði.
    Sett verður af stað vinna við að hanna og kostnaðargreina ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í sveitarfélaginu.
    Ákveðið að fá fulltrúa frá Mílu á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar veitunefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

9.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 6

Málsnúmer 1610003FVakta málsnúmer

Fundargerð 6. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 6 Farið yfir frumkostnaðaráætlun ásamt drögum að teikningum. Samþykkt að halda áfram með þá vinnu sem kynnt var á fundinum. Samþykkt að fá ráðgefandi hóp um aðgengismál inn á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Fundargerð 6. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.

10.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1610097Vakta málsnúmer

Vísað frá 760. fundi byggðarráðs þann 13. október 2016.Lögð fram tillaga um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016. Lagt er til að auka fjárheimildir málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður um 1.500.000 kr. og málaflokk 27 - Óvenjulegir liðir um 1.500.000 kr.Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016 með níu atkvæðum.

11.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 1607068Vakta málsnúmer

"Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 og 760. fund byggðarráðs frá 13. október 2016, samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses. Jafnframt samþykkir byggðarráð að eftirtalin verði í stjórn og varastjórn þar til unnt er að kjósa stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta stofnunarinnar: Stjórn: Gísli Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Varastjórn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að framkvæmdastjóri með pókúru verði Margeir Friðriksson og endurskoðandi verði Kristján Jónasson hjá KPMG ehf. þar til að stjórn stofnunarinnar hefur tekið aðra ákvörðun. Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra

Málsnúmer 1610152Vakta málsnúmer

Vísað frá 761. fundi byggðarráðs þann 20.október 2016, þannig bókað:"Lögð fram fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 12. október 2016. Svohljóðandi bókun var samþykkt: „Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár." "Einnig samþykkti samráðshópurinn að óska eftir því við velferðarráðuneytið að veitt verði undanþága frá ákvæði laga nr. 59/1992 um 8000 íbúa lágmarks viðmið samkvæmt 2. og 3. mgr. 4. gr. fyrrnefndra laga um málefni fatlaðs fólks. Óskað var eftir að undanþágan verði ótímabundin."Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar samþykkir ofangreinda tillögu um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir einnig að fela Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna og leggja fyrir samráðshópinn.Framangreind bókun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

13.Umsókn um lóðir við Laugatún og framlag sveitarfélagsins vegna þeirra

Málsnúmer 1608039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir á 756. fundi byggðarráðs þann 8. september 2016, þannig bókað."Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2016 frá Búhöldum hsf. þar sem félagið lýsir áhuga á að sækja um lóðir við Laugatún undir þrjú parhús eins og félagið hefur byggt. Óskað er eftir að vita hvert framlag sveitarfélagsins gæti hugsanlega orðið sem stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir." Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum."Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2017-2020 lögð fram til fyrri umræðu. Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2017-2020 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.

15.Uppbyggingarsjóður - fundargerðir 2016

Málsnúmer 1609211Vakta málsnúmer

Fundargerðir Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs frá janúar - apríl 2016 lagðar fram til kynningar á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016

Fundi slitið - kl. 17:35.