Fara í efni

Ársskýrsla Persónuverndar 2016

Málsnúmer 1709174

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 794. fundur - 19.09.2017

Lagt fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2016. Í ársskýrslunni má meðal annars finna ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk ávarps forstjóra. Um mitt næsta ár kemur til framkvæmda ný evrópsk reglugerð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi, en löggjöfin verður innleidd hérlendis og mun ná til allrar vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún mun því gilda um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin.