Fara í efni

Beiðni um tilnefningar í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver

Málsnúmer 1711177

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 801. fundur - 23.11.2017

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 16.nóvember 2017 með beiðni um tilnefningar fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver í samræmi við auglýsingu nr. 870/2017. Með vísan til 15.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er óskað eftir að tilnefnd séu bæði karl og kona svo unnt sé að skipa nefndina í samræmi við markmið umræddra laga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að tilnefna Sigríði Magnúsdóttur og Viggó Jónsson í nefndina.