Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

801. fundur 23. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:33 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Erindi frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna framkvæmda í kirkjugarði

Málsnúmer 1711237Vakta málsnúmer

Lögð fram frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju beiðni um fjárframlög á árinu 2018 vegna stækkunar á kirkjugarði Sauðárkrókssóknar.Ingimar Jóhannsson og Pétur Pétursson frá Sauðárkrókskirkju ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samkvæmt kostnaðaráætlun eru fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2018 áætlaðar um 6,9 milljónir króna. Áætlaður hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdinni er 1,6 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

2.Brunavarnir - nýr slökkvibíll

Málsnúmer 1709025Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. september s.l. að fela slökkviliðsstjóra að vinna að þarfagreiningu vegna kaupa á nýjum slökkvibíl á þeim grunni sem kynntur var. Byggðarráð óskaði einnig eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd sem samþykkti af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
Lögð voru fram tvö tilboð, annað frá Óslandi ehf. og hitt frá Ólafi Gíslasyni & Co. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri fundinn.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ólafs Gíslasonar & Co. í slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.

3.Beiðni um tilnefningar í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver

Málsnúmer 1711177Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 16.nóvember 2017 með beiðni um tilnefningar fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver í samræmi við auglýsingu nr. 870/2017. Með vísan til 15.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er óskað eftir að tilnefnd séu bæði karl og kona svo unnt sé að skipa nefndina í samræmi við markmið umræddra laga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að tilnefna Sigríði Magnúsdóttur og Viggó Jónsson í nefndina.

4.Reglur um viðveruskráningu

Málsnúmer 1710187Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um viðveruskráningu allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar í viðverukerfið VinnuStund. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Markmið með notkun VinnuStundar er að halda utan um viðveruskráningu og réttindi starfsmanna sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög.

5.Fjárhagsáætlun 2018-2021

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun 2018-2021.

Fundi slitið - kl. 11:33.