Fara í efni

Aðalgata 24

Málsnúmer 1803193

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 821. fundur - 22.03.2018

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða kaup sveitarfélagsins á fasteigninni Aðalgötu 24.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 823. fundur - 12.04.2018

Málið áður á dagskrá 821. fundar byggðarráðs þann 22. mars 2018 og var sveitarstjóra falið að skoða kaup á fasteigninni Aðalgötu 24.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í fasteignina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 827. fundur - 03.05.2018

Á 823. fundi byggðarráðs þann 12. apríl 2018 var sveitarstjóra falið gera kauptilboð í fasteignina Aðalgata 24, fastanúmer 213-1162. Lagt fram gagntilboð frá Tengli ehf., eiganda fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir gagntilboð Tengils ehf.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann standi ekki að afgreiðslu málsins.