Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

821. fundur 22. mars 2018 kl. 08:30 - 10:17 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um viðræður um kaup á landi Kolkuóss

Málsnúmer 1802223Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 649. fundar byggðarráðs.
Ljóst er miðað við þá óvissu sem ríkir um eignarhald jarðarinnar Kolkuós, er ekki hægt að taka afstöðu til sölu landsins fyrr en greitt hefur verið úr eignarhaldi þess með lögformlegum hætti.

2.Þingsályktunartillaga um Byggðaáætlun 2018-2024 kynning

Málsnúmer 1803133Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Frestur til að gefa umsögn um tillöguna er gefinn til 21. mars 2018.

3.Beiðni um fund Íbúa- og átthagafélag Fljóta

Málsnúmer 1803163Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljótamanna sem stofnað var vorið 2017. Tilgangur félagsins skv. samþykktum er að "stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði". Óskað er eftir að fá að hitta fulltrúa sveitarstjórnar til að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum félagsins á fund byggðarráðs sem stefnt er á að halda í Ketilási 5. apríl n.k.

4.Umsókn um styrk v/ afmælishátíðar Karlakórsins Heimis

Málsnúmer 1803178Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. mars 2018 frá Karlakórnum Heimi. Óskað er eftir fjárstyrk vegna afmælishátíðar í tilefni 90. ára afmælis kórsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Karlakórinn Heimi um 2 milljónir króna sem tekin verður af fjárhagslið 05890.

5.Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna

Málsnúmer 1803191Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2018 frá Sögum, samtökum um barnamenningu varðandi ósk um þátttöku sveitarfélagsins í Verðlaunahátíð barnanna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í vetur.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en afþakkar þátttöku í verkefninu að þessu sinni.

6.Aðalgata 24

Málsnúmer 1803193Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða kaup sveitarfélagsins á fasteigninni Aðalgötu 24.

7.Opið bréf frá FÍSOS um stöðu Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1803168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar opið bréf dagsett 16. mars 2018 til byggðarráðs varðandi stöðu Byggðasafns Skagfirðinga.

8.Ályktun Félags íslenskra safnafræðinga v/ Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1803169Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Félags íslenskra safnafræðinga um stöðu Byggðasafns Skagfirðinga frá 19. mars 2018.

9.Erindi Dómstólasýslunnar til lögmannafélagsins um fækkun reglulegra dómþinga

Málsnúmer 1712222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um dómþing. 148. löggjafarþing 2017-2018, þingskjal 527 - 166. mál.

Fundi slitið - kl. 10:17.