Fara í efni

Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barana

Málsnúmer 1902199

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019

Kynnt var erindi félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna. Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur ráðherra skipað þverpólitíska þingmannanefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki víðs vegar að og samhliða starfa opnir hliðarhópar um tiltekin málefni. Í erindinu er bent á að áhugasamir geta komið með ábendingar er varða málefnið sem og óskir um að taka þátt í hliðrhópum og opnum fundum. Félags- og tómstundanefnd fagnar þessari áherslu ráðherra á málefni barna og væntir góðs af þeirri vinnu sem hrundið hefur verið af stað af hans hálfu.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 21.03.2019

Kynnt var erindi félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna. Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur ráðherra skipað þverpólitíska þingmannanefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki víðs vegar að og samhliða starfa opnir hliðarhópar um tiltekin málefni. Í erindinu er bent á að áhugasamir geta komið með ábendingar er varða málefnið sem og óskir um að taka þátt í hliðarhópum og opnum fundum. Fræðslunefnd fagnar þessari áherslu ráðherra á málefni barna og væntir góðs af þeirri vinnu sem hrundið hefur verið af stað af hans hálfu.


Guðbjörg Óskarsdóttir, Anna Á. Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1-5