Fara í efni

Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 1905140

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stofnfund nýs samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál, sem haldinn verður þann 19. júní 2019. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefni einn til tvo tengiliði.
Byggðarráð samþykkir að gerast aðili að verkefninu og felur sveitarstjóra að tilnefna tengiliði fyrir hönd sveitarfélagsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 873. fundur - 03.07.2019

Lagt fram til kynningar erindi dags. 26.06. 2019 frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, með samþykkt stjórnar sambandins á fundi hennar sem haldinn var 21.06. 2019, þar sem fjallað var um yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram á stofnfundi 19. júní 2019. Yfirlýsingin sem stofnfundurinn samþykkti fylgir með erindinu en sveitarstjóri og formaður umhverfis- og samgöngunefndar tóku þátt í stofnfundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 881. fundur - 17.09.2019

Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí og 3. júlí 2019.
Byggðarráð leggur til eftirfarandi verði bókað á sveitarstjórnarfundi: "Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einni, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Vísað frá 881. fundi byggðarráðs 17. september 2019 þannig bókað:
"Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.



Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.