Fara í efni

Viðhald á Kálfárdalsvegi

Málsnúmer 1911002

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 162. fundur - 08.11.2019

Lögð var fyrir fundinn umsókn um styrk til Vegagerðarinnar vegna viðhalds á vegi að Selhólum frá fjallskiladeild Hegraness, fjallskiladeild Skarðshrepps og Ferðafélagi Skagfirðinga.
Um er að ræða veg frá Skagavegi upp að eyðibýlinu Selhólum á Kálfárdal.
Í umsókninni segir að um sé að ræða ofaníburð og smá lagfæringar á vegarenda.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 4.505.000.-
Umhverfis- og samgöngunefnd styður framlagða umsókn um viðhald á núverandi vegi að Selhólum.