Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

162. fundur 08. nóvember 2019 kl. 11:00 - 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, sat 1. til 3. lið fundar.
Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, sat 5. til 7. lið fundar.

1.Gjaldskrá Skagfjarðarhafna 2020

Málsnúmer 1910267Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - Skagafjarðarhafnir 41

Málsnúmer 1911029Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafarðarhafna fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

3.Verðandi - miðstöð endurnýtingar

Málsnúmer 1908136Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn minnisblað vegna skoðunar á gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
Hafnarstjóri ásamt sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hittu forsvarsmenn verkefnisins Verðandi, Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur, þann 25. október sl. þar sem vigtarhúsið var skoðað með það í huga hvort það myndi nýtast verkefninu. Forsvarsmönnum leist vel á húsnæðið og óskuðu eftir að fá að nýta það í verkefnið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtingu á húsinu og felur sviðsstjóra að vinna drög að samningi við Verðandi.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - Umhverfismál 11

Málsnúmer 1911028Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - umhverfismál fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

5.Gjaldskrá brunavarna 2020

Málsnúmer 1910264Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

6.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2020

Málsnúmer 1910270Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2020 - Brunavarnir Skagafjarðar

Málsnúmer 1911068Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir Skagafjarðar árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

8.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020

Málsnúmer 1910266Vakta málsnúmer

Ræddar voru mögulegar breytingar á gjaldskrá sorphirðu.

9.Fjárhagsáætlun 2020 - Hreinlætismál 08

Málsnúmer 1911026Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

10.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2020

Málsnúmer 1910268Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá fráveitur og tæmingu rotþróa fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

11.Fjárhagsáætlun 2020 - Fráveita 53

Málsnúmer 1911030Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 53 - fráveitu fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

12.Fjárhagsáætlun 2020 - Umferðar- og samgöngumál 10

Málsnúmer 1911027Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

13.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020

Málsnúmer 1910265Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

14.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2019

Málsnúmer 1910144Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur vegna ársfundar Umhverfisstofnunar sem haldinn verður á Egilsstöðum 14. nóvember nk.

15.Viðhald á Kálfárdalsvegi

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn umsókn um styrk til Vegagerðarinnar vegna viðhalds á vegi að Selhólum frá fjallskiladeild Hegraness, fjallskiladeild Skarðshrepps og Ferðafélagi Skagfirðinga.
Um er að ræða veg frá Skagavegi upp að eyðibýlinu Selhólum á Kálfárdal.
Í umsókninni segir að um sé að ræða ofaníburð og smá lagfæringar á vegarenda.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 4.505.000.-
Umhverfis- og samgöngunefnd styður framlagða umsókn um viðhald á núverandi vegi að Selhólum.

16.Ársskýrsla loftsgæða á Íslandi

Málsnúmer 1910135Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að stofnunin hefur gefið út ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017.

Fundi slitið - kl. 13:00.