Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 179

Málsnúmer 2104004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Ábendingar hafa borist frá notendum hafnarinnar um að endurskoða þurfi hönnun á innsiglingu Hofsóshafnar.

    Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar. Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri hefur sent ábendingarnar til Siglingasviðs Vegagerðarinnar til frekari afgreiðslu og yfirferðar. Vænta má tillagna frá Siglingasviði Vegagerðarinnar um útfærslur og kostnað á verkinu fljótlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Hafnasamband Ísland beitir þeim tilmælum til hafna að uppfylltar verði reglur nr. 1200/2014 um móttöku og meðhöndlum á úrgangi og farmleifum.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins hjá Skagafjarðarhöfnum og kynnti áætlun um frekari flokkun á sorpi hjá Skagafjarðarhöfnum. Nefndin fagnar því að skipin eru að auka flokkun sorps um borð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Umhverfisdagurinn hefur verið haldinn árlega í rúma þrjá áratugi. Farið yfir fyrirkomulag og dagskrá.

    Rætt var um framkvæmd umhverfisdagsins 2021. Ákveðið er að hafa umhverfisdaginn 15. maí 2021. Áskorendakeppni milli fyrirtækja og félagasamtaka verður í aðdraganda umhverfisdagsins. Dagskrá Umhverfisdagsins verður auglýst síðar á miðlum Sveitarfélagsins.

    Nefndin minnir á Stóra Plokkdaginn þann 24. apríl 2021 og hvetur alla íbúa til þátttöku. Einnig minnir nefndin á Umhverfisátak í útbæ Sauðárkróks sem boðað var til af fjölda fyrirtækja í september 2020 í samstarfi við Sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • .5 2104139 Umhverfismál 2021
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri fer yfir vor og sumarverkin sem eru helst á dagskrá fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Fyrir liggur samningur um gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2020-2040, með sérstakri áherslu á loftslagsmál, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru í júní 2019 á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.

    Vinna við gerð áætlunarinnar hefur dregist og er enn ekki lokið. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að þessari vinnu ljúki sem fyrst. Sviðssjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður að þessu sinni rafræn fundaröð dagana 8., 15. og 28. apríl. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Tillaga frá Ingu Katrínu D. Magnúsdóttur varamanns V lista um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum

    Lagt er til að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veita þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan opnunartíma.

    Greinargerð
    Nú hafa sorpgámar Sveitarfélagsins verið fjarlægðir og ætlast er til að fólk í sveitum fari sjálft með heimilissorp á sorphirðustöðvar. Íbúar hafa gagnrýnt skerta þjónustu, sérstaklega hvað varðar takmarkaða opnunartíma sorphirðustöðvanna.
    Með aðgangskortum væri íbúum gefinn kostur á losa sig við sorp þegar þeim hentar, óháð opnunartíma sorphirðustöðva.
    Aðgangskort væri gefið út á kennitölu og við afhendingu fengi handhafi fræðslu um flokkun sorps frá starfsmanni sorphirðustöðva, upplýsingar um æskilega umgengni um svæðið sem og með hvaða hætti fylgst er með notkun kortsins. Ítrekuð frávik frá reglum gætu þýtt afturköllun á aðgangi að svæðinu.
    Mikilvægt er að unnið sé með starfsfólki sorphirðustöðvanna að útfærslu tillögunnar.

    Nefndin felur sviðsstjóra að taka þessa tillögu til skoðunar í tengslum við fyrirhugað útboð í sorpmálum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.