Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

410. fundur 19. maí 2021 kl. 16:15 - 17:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 962

Málsnúmer 2104018FVakta málsnúmer

Fundargerð 962. fundar byggðarráðs frá 21. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Áður á dagskrá 961. fundar, 14.04. 2021. Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl. Stjórnarmenn Golfklúbbs Skagafjarðar komu á fundinn og skýrðu áform klúbbsins.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu um stuðning við verkefnið og kanna hvernig málið rúmast innan skipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi undirbúning grænna iðngarða að Hafursstöðum. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnateymi sem á að vinna að frumgreiningu á þörfum, vilja og getu til að taka á móti stærri verkefnum að Hafursstöðum.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Ólaf Guðmundsson verkefnastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagt fram bréf dagsett 13. apríl 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kallar eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Einnig lagður fram tölvupóstur frá ráðuneytinu dagsettur 19. apríl 2021 með ítarlegri upplýsingum um eftir hvaða upplýsingum úr A-hluta er verið að kalla. Gögnin þurfa að berast fyrir 1. júní n.k.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármaálsviðs að senda upplýsingarnar þegar þar að kemur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lögð fram fundargerð fundar um hönnun og endurbætur á Barðslaug að Sólgörðum, dagsett þann 8. apríl 2021. Fundinn sátu starfsmenn sveitarfélagsins og fulltrúi Sótahnjúks ehf., sem er rekstraraðili sundlaugarinnar.
    Byggðarráð samþykkir að Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs verði tengiliður sveitarfélagsins við Sótahnjúk ehf. vegna framkvæmda við sundlaugina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagt fram bréf dagsett 19. apríl 2021 frá félagsskapnum Pilsaþyt í Skagafirði, sem hefur það að markmiði að efla notkun þjóðbúninga við hin ýmsu tækifæri. Félagið hefur verið að velta fyrir sér samastað fyrir félagið þar sem töluvert umfang fylgir verkefnum félagsmanna. Borin er upp sú ósk hvort félagið gæti fengið aðstöðu í Aðalgötu 2, Sauðárkróki.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindið til umsagnar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2021 frá Orkusetri varðandi hraðhleðslustöðvar til að þjónusta rafdrifin ökutæki og stöðu þeirra mála í sveitarfélaginu. Orkusetur er tilbúið að styðja við uppsetningu slíkra stöðva svo framalega að þeir verði opnar almenningi.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. apríl 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 99/2021, "Stafrænt Ísland - stefna um stafræna þjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 28.04.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 963

Málsnúmer 2104022FVakta málsnúmer

Fundargerð 963. fundar byggðarráðs frá 26. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 963 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að bjóða hreppsnefnd Akrahrepps til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði. Til stuðnings sveitarfélögunum í viðræðuferlinu verði leitað liðsinnis óháðra ráðgjafa til að meta kosti og galla mögulegrar sameiningar og þau tækifæri sem í henni geta falist.Greinargerð:Mikilvægt er að vinna faglegt mat á kostum, göllum og tækifærum sem felast í sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði og sýn um þá uppbyggingu sem þarf að ráðast í til að styrkja samkeppnishæfni og búsetuskilyrði samfélagsins í Skagafirði. Lagt er til að hvort sveitarfélag um sig tilnefni fimm fulltrúa sem leiða viðræðurnar. Til stuðnings sveitarfélögunum í viðræðuferlinu verði leitað liðsinnis óháðra ráðgjafa til að meta kosti og galla mögulegrar sameiningar og sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirrar vinnu. Jafnframt er lagt til að starfshópurinn skili af sér niðurstöðu fyrir lok ágúst 2021 og að íbúar sveitarfélaganna fái þannig tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri í kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, samhliða Alþingiskosningum 26. september næstkomandi. Með því móti er tryggt að ef af sameiningu verði hafi íbúar beggja sveitarfélaga lýðræðislega aðkomu að þeim framboðslistum sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2022.
    Tillagan er samþykkt með öllum atkvæðum. Byggðarráðið samþykkir jafnframt að fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðunum verði byggðarráðið auk sveitarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 963. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 964

Málsnúmer 2104023FVakta málsnúmer

Fundargerð 964. fundar byggðarráðs frá 28. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2021 frá Sunnu Axelsdóttur hdl., fyrir hönd Dagnýjar Stefánsdóttur, kt. 180382-4109 og Róberts Loga Jóhannessonar, kt. 040570-5789, eigenda og ábúenda að Laugarmýri í Skagafirði vegna kröfu um afturköllun byggingarleyfis fyrir dæluhús, jarðhitaréttinda og nýtingar í heitavatnsborholu í landi Laugarbóls L146191.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
    Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
    Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
    Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins en bendir á að líklegt sé að þær breytingar sem gildistaka þess hefur í för með sér leiði til útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin í landinu í stað þess að kostnaður þeirra minnki. Þeim kostnaði er svo þeim ætlað að bera sem veldur mengun af völdum sorpsins, þ.e. annars vegar skattgreiðendur og hins vegar framleiðendur ákveðinna vöruflokka.
    Hvað einstaka efnisþætti frumvarpsins varðar tekur byggðarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • 3.6 2104179 Orkufundur 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 964 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí 2021 undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00. Fundinum verður streymt og verða upptökur af honum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 964. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 965

Málsnúmer 2105001FVakta málsnúmer

Fundargerð 965. fundar byggðarráðs frá 5. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks. Fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Tekin fyrir væntanleg útgáfa bókarinnar, Á Króknum 1971, svipmyndir frá bæjarlífinu á 100 ára afmælisárinu eftir Ágúst Guðmundsson.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar um 500 þúsund krónur með fjármagni af fjárhagslið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram ódagsett erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks sem barst 6. apríl 2021, varðandi ljósa- og hljóðtæknibúnað fyrir Félagsheimilið Bifröst. Málið tekið fyrir á 88. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 29. apríl 2021 og þar bókað: "Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr."
    Byggðarráð samþykkir að eignasjóður sjái um að endurnýja tæknibúnað fyrir allt að 1.420.000 kr. og tilflutningur fjármagns milli deildar 13 og 31 verði gerður með viðauka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Sveitarstjóri gerir grein fyrir fyrirliggjandi tölvupósti sem Ólöf Ýrr Atladóttir ritar f.h. Sóta Lodge 27.04. s.l. Er þar farið fram á ítarlegar upplýsingar varðandi stöðu framkvæmda við lagfæringar og breytingar á skólahúsinu að Sólgörðum úr skóla í leiguíbúðir, fundargerðir, teikningar ofl. Einnig að upplýst verði hvort könnuð hafi verið þörf fyrir viðkomandi leiguíbúðir, rekstrargrundvöll o.þ.h.
    Í tilefni fyrirspurnarinnar upplýsir sveitarstjóri að unnið sé að því að setja það verk í útboð að breyta skólanum í leiguíbúðir og lagfæra utanhúss. Séruppdrættir eru í vinnslu, sem og kostnaðaráætlun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnstyrk til framkvæmdarinnar en samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins áður en verkið verður boðið út.
    Byggðarráð áréttar þá stefnu sem samþykkt var á 909. fundi ráðsins hinn 08.04. 2020 um að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði, enda sé slíkt í samræmi við vilja íbúa í Fljótum, sem m.a. kom eindregið fram á íbúafundi hinn 28.11. 2019 sem og afstöðu Íbúa- og átthagafélags Fljóta, sem fram kom á framangreindum fundi ráðsins.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði vð lögmann sveitarfélagins, að því marki sem lögskylt er skv. ákvæðum upplýsingalaga. Sérstaklega verði gætt varúðar við að upplýsa um atriði sem áhrif geta haft á útboðið, m.a. m.t.t. jafnræðisreglna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram bréf dagsett 26. apríl 2021 frá Árna Pálssyni hrl. fyrir hönd Þóris Jóns Ásmundssonar og Margrétar Hjaltadóttur, eigenda jarðarinnar Austari-Hóll í Fljótum, varðandi ósk um að afréttargirðing verði endurbyggð í Flókadal. Vísað er til fyrra erindis jarðareigenda og fleiri sem tekið var fyrir í landbúnaðarnefnd 26. febrúar 2020, mál 2002257.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lögð fram bókun frá 166. fundi fræðslunefndar þann 28. apríl 2021 vegna fyrirspurnar um skólaakstur.
    "Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir að setja af stað vinnu við að skoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki í samvinnu við fræðslunefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 800 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Lántaka langtímalána 2021" Samþykkt samhljóða.

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. maí 2021 frá Alþingi. Vinnuskjal með drögum að breytingum umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. maí 2021 þar sem boðað er til XXXVI. landsþings sambandsins þann 21. maí 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87

Málsnúmer 2104012FVakta málsnúmer

Fundargerð 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 14. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Tekið fyrir erindi frá Einar Erni Einarssyni dagsett 8. apríl 2021 varðandi nýjan tímabundinn samstarfssamning um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju við Þjóðminjasafn Íslands.
    Atvinnu,- menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og ábendingar sem í því koma fram varðandi umhirðu og varðveislu Víðimýrarkirkju. Það er hinsvegar ekki stjórnsýslulegt hlutverk nefndarinnar að hlutast til um starfsmannamál og er vísað til safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga að svara erindinu og leiða þau til lykta, eftir atvikum í samstarfi við aðra yfirmenn Sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði hagkvæmustu leiða til reksturs Byggðasafnsins en jafnframt skal gæta fyllsta öryggis og að varðveisla minja sé tryggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Rætt um útfærslu á Sæluviku 2021 í ljósi gildandi samkomutakmarkana. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda Sæluviku 2021 dagana 25. apríl til 1. maí nk. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða með þeim hætti sem rúmast innan gildandi samkomutakmarkana. Nefndin felur starfsmönnum sínum að setja saman dagskrá og auglýsa eftir viðburðum. Dagskrá Sæluviku má nálgast á vefsvæði sveitarfélagsins (www.skagafjordur.is) þegar nær dregur. Íbúar eru hvattir til að gera sér dagamun í Sæluviku. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Teknar fyrir umsóknir um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samþykktar voru 9 umsóknir sem uppfylltu skilyrði úthlutunarreglna. Til úthlutunar voru 2.000.000 kr. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrk:

    Bjórsetur Íslands 160.000 kr
    Sviðsljós ehf 160.000 kr
    Studió Benmen ehf 160.000 kr
    Sigfús Benediktsson 160.000 kr
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 160.000 kr
    Leikfélag Sauðárkróks 300.000 kr
    Karlakórinn Heimir 300.000 kr
    Króksbíó 300.000 kr
    Gullgengi ehf 300.000 kr

    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 88

Málsnúmer 2104026FVakta málsnúmer

Fundargerð 88. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 29. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 88 Tekið fyrir tilnefningar til samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2021. Alls bárust 20 tilnefningar og þakkar nefndin fyrir margar góðar tilnefningarnar.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að veita Stefáni R. Gíslasyni Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021.

    Stefán Gíslason hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið. Gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið og er Stefán alltaf tilbúinn að koma að slíku. Undir hans stjórn hafa karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður og kirkjukórar náð miklum vinsældum innanlands sem utan. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum viðburðum, m.a. undir formerkjum Sönglaga á Sæluviku. En fyrst og síðast er Stefán einstaklega samfélagslega þenkjandi og telur ekki eftir sér að leggja góðum málefnum lið með sjálfboðnum framlögum. Hinn ljúfmannlegi en metnaðarfulli kennslu- og uppeldisþáttur hans með nemendum hefur svo opnað mörgum heim tónlistar svo eftir hefur verið tekið og fjölmargir nemendur hans gert tónlist að atvinnu sinni ekki síst fyrir tilstilli Stefáns.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 88 Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks, dagsett 06.04.2021, varðandi endurnýjun á tæknibúnaði í Félagsheimilinu Bifröst. Mikil þörf er á endurnýjun á hljóð- og ljósabúnaði svo unnt sé að halda sýningar í Bifröst.
    Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 289

Málsnúmer 2104028FVakta málsnúmer

Fundargerð 289. fundar félags- og tómstundanefndar frá 3. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 25. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Stýrihópur um þátttöku barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi, sem skipaður er fulltrúum ÍSÍ, ÍF, UMFÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis hefur tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Samhliða því samþykkir félags- og tómstundanefnd að uppfæra reglur sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd leggja fram eftirfarandi tillögu.

    Lagt er til að laun sumarið 2021 hækki sem hér segir
    13-14 ára (7. og 8. bekkur) 4%
    15-16 ára (9. og 10. bekkur) 7,6%

    Jafnframt leggja fulltrúar meirihluta til að við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir að laun unglinga í Vinnuskóla verði tengd við launaflokk 117 í kjarasamningi Öldunnar, stéttarfélags og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga líkt og algengt er í nágrannasveitarfélögunum. Með því næst eðlileg hækkun milli ára og laun verða sambærileg við önnur sveitarfélög.

    Miðað er við að greidd verði ákveðin prósenta af taxtalaunum eða sem hér segir:
    7. bekkur 13 ára 26% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    8. bekkur 14 ára: 30% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    9. bekkur 15 ára: 40% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    10.bekkur 16 ára: 50% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)

    Gert verði ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

    Nefndin leggur jafnframt til að komi í ljós að aðsókn að Vinnuskólanum sumarið 2021 verði minni en fjárhagsrammi þessa árs gerir ráð fyrir komi tillaga fyrir árið 2022 (hér að ofan) til framkvæmda nú þegar á þessu sumri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Farið var yfir tillögur að breytingum á reglum fyrir Ungmennaráð. Reglurnar verða lagðar fram til staðfestingar á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Lagður fram til kynningar Þjónustusamningur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk á svæðinu. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. Samningurinn gildir frá 1. apríl þessa árs til loka febrúar 2022. Nokkrar veigamiklar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri samningi, m.a. er lýtur að ráðgjöf og stjórnfyrirkomulagi þjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 120,51 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 289 Fundargerð 7. fundar Ungmennaráðs lögð fram og rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 166

Málsnúmer 2103028FVakta málsnúmer

Fundargerð 166. fundar fræðslunefndar frá 28. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 166 Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 12. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið. Málið verður jafnframt kynnt á næsta fundi félags- og tómstundanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Óskað var eftir umræðum um forvarnir og eineltisáætlanir skólanna. Fræðslustjóri kynnti þær áætlanir sem unnið er eftir í grunnskólum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Eitt mál á dagskrá trúnaðarbókar. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðarnefnd - 218

Málsnúmer 2104025FVakta málsnúmer

Fundargerð 218. fundar landbúnaðarnefndar frá 30. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 218 Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2021. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2021. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kristján B. Jónsson, Elvar Már Jóhannsson, Garðar Páll Jónsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Ingi Sigurðsson, Friðrik Andri Atlason, Herbert Hjálmarsson og Egill Yngvi Ragnarsson.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Einnig samþykkir nefndin að greiða árið 2021 vegna refaveiða ráðinna veiðimanna, 20.000 kr. fyrir unnið grendýr, 10.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 1.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 9.000 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 2.000 kr. á dýr.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins aftur til afgreiðlu landbúnaðarnefndar. Samþykkt með níu atkvæðum.

  • Landbúnaðarnefnd - 218 Lagt fram bréf dagsett 1. mars 2021, móttekið 27. apríl 2021 frá Sesselju Tryggvadóttur, kt. 110965-3389, eigandi jarðarinnar Nes, L219627, F2323864, þar sem hún óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Landið er skráð sumarbústaðaland.
    Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Landbúnaðarnefnd bendir umsækjanda á að sækja um breytta landnotkun til skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Beiðni um stofnun lögbýlis Nes L219627" Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Hegraness. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 404

Málsnúmer 2104011FVakta málsnúmer

Fundargerð 404. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 13. april 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 404 Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO situr fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað. Stefán fer yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið vegna ábendinga Skipulagsstofnunar dags. 22.febrúar 2021 á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Bókun fundar Afgreiðsla 404. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 404 Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi 21.9.2020 vegna kynningar á brunahönnun tengdri mannvirkjum á lóðinni númer 51 við Skagfirðingabraut að skýrsla um brunahönnun yrði send til yfirferðar óháðs aðila. Sú yfirferð liggur fyrir og hafa hönnuðir brugðist við ábendingum, athugasemdum. Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hafa farið yfir framlagða lokaskýrslu brunahönnuða og gera ekki athugasemdir við skýrsluna. Bókun fundar Afgreiðsla 404. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 404 Knútur Aadnegard kt 020951-2069, sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á Skógargötu 1, Sauðárkróki. Breytingar felast í að gerðar verða íbúðir á öllu hæðum hússins. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir umbeðnum breytingum hússins en vísar að öðru leiti til fyrri samþykkta nefndarinnar varðandi afmörkun lóða og gerð deiliskipulags fyrir svæðið í kring. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skógargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 404 Stefán Gísli Haraldsson kt. 050285-2949 og Unnur Gottsveinsdóttir kt. 100888-3009, þinglýstir eigendur Brautarholts lands, L217630 á Langholti í Skagafirði, óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7390-04, dags. 16. janúar 2021. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja vélageymslu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 404. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 405

Málsnúmer 2104021FVakta málsnúmer

Fundargerð 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 29. april 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svokallaðs „mjólkursamlagsreit“. Breytingin felur í sér eftirfarandi:
    Breyting á uppdrætti:
    Lóðamörk á milli Skagfirðingabraut 51 og Ártorgs 1 breytast þannig að afmörkun sem gengur norður af skrifstofu- og verslunarhúsnæði færist um tæpa 28 m til austurs. Lóð Skagfirðingabrautar 51 verður 17.061 m² og lóð Ártorgs 1 verður 13.352 m². Samanlögð stærð lóðanna er því 30.413 m² en var skráð 30.841 m² fyrir breytingu. Leiðrétt er misskráning á lóðarstærð Ártorgs 1. Byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 stækkar í 9.486 m² en byggingarreitur á Ártorgi 1 helst óbreyttur. Hámarks nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,7 og hámarksbrúttóflatarmál á fullbyggðum lóðum hækkar í 11.943 m² fyrir Skagfirðingabraut 51 og 9346 m² fyrir Ártorg 1. Hámarks hæðafjöldi er óbreyttur. Staðsetning hráefnis- og mjöltanks sýnd á uppdrætti. Tankar skulu standa við byggingarreit eins og sýnt er á uppdrætti en heimilt er að hliðra þeim samhliða línu byggingarreits.
    Aðkoma að norðanverðu inn á Skagfirðingabraut 51 færist til austurs og aðkoma að austanverðu færist til norðurs. Um aðkomu að austanverðu er yfirferðarréttur fyrir umferð að Ártorgi 1. Þá fækkar bílastæðum á Skagfirðingabraut 51, um 13 og á Ártorgi 1 um 36.
    Breyting í greinargerð:
    Við lið 7 í kafla um byggingarskilmála bætist:
    „Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa eimingarturn upp í hæðakóta 16,40 í hæðakerfi Sauðárkróks.“
    8. liður í kafla byggingarskilmála breytist þannig:
    „Á byggingarreitum skal byggja atvinnuhús, hús fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og mannvirki sem tengjast starfsemi á svæðinu, úrvinnslu hráefna og hreinsunar frárennslis. Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 verður heimilt að setja niður allt að 35.000 L safntank fyrir etanól. Safntankur verður niðurgrafinn og telst ekki sem hluti af nýtingarhlutfalli. Á lóð Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa mjöltank og hráefnistank utan byggingarreits, en þeir skulu þó standa við húsvegg eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti.“ Skilmálar um íbúðir á efri hæðum húsa falla út. Tillagan, dags. 11.2.2021, er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, og samræmist nýrri tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem er í skipulagsferli, og er svæðið skilgreint sem M 4.2.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - Breyting á gildandi deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Hákon Ingi Sveinbjörnsson arkitekt kt. 301079-5679, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að gera breytingu á lóð 5, við Melatún á Sauðárkróki, sem fæli í sér að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni. Með þeirri breytingu skv. meðfylgjandi gögnum væri einnig um að ræða færslu/stækkun á byggingarreit til norðurs um 90 cm.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að stækkun lóðar til norðurs til samræmis við umræður á fundi nefndarinnar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Melatún 5 - Fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Fyrir liggur umsókn frá Ragnari Helgasyni kt. 090888-3239 og Erlu Hrund Þórarinsdóttur kt. 090689-2829, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Melatún á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir í verki 3146, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, ásamt viðauka, dagsettir 14. apríl 2021. Óskað afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til umsóknarinnar þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 5. og 7. tölulið byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en leggur til að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123.2010

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Melatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi Sveitarfélagsins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, sem er í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123. 2010, frá 16 apríl til 28. maí n.k.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - óskir um umsagnir." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Lagt fram til kynningar.
    15. apríl 2021. Frá nefndarsviði Alþingis.
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þingskjal 1184- mál 705. Óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Ásmundur J. Pálmason f.h. Steypustöðvar Skagafjarðar kt. 671272-2349, leggur fram ósk um stækkun á núverandi lóð Steypustöðvarinnar. Ósk um stækkun lóðar er framkomin vegna fyrirhugaðra bygginga við Skarðseyri 2, og stækkunar á blöndunarstöð við Skarðseyri 1 á Sauðárkróki. Fyrir liggur tillaga að stækkun lóðar, gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að fullvinna lóðarblað og önnur gögn til skráningar og gerð lóðarleigusamnings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Á fundi 387 í skipulags- og byggingarnefnd fól nefndin skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði íbúðarhúsalóðar, Norðurbrún 9b sem er autt svæði á milli Norðurbrúnar 9 og 11 í Varmahlíð. Tillagan liggur fyrir og hefur verið grenndarkynnt. Borist hafa athugasemdir við tillöguna.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Helgi Kjartansson kt. 030270-5419 byggingartæknifræðingur, f.h. landeigenda Kálfsstaða í Hjaltadal, leggur fram umsókn um leyfi til byggingar hesthúss og reiðskála skv. meðfylgjandi gögnum. Aðkoma að nýrri byggingu er um aðkomuveg að núverandi hesthúsi.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 12kv háspennustrengs frá Aðveitustöð í Varmahlíð norður að Gili og einnig frá Kolgröf að Syðra-Vatni í Skagafirði. Verkið fellst í plægingu á 12kv háspennustrengjum ásamt lagspennuheimtaugum og uppsetningu á jarðspennistöðvum. Framkvæmdin mun leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Vegagerðarinnar, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Strenglagnir Varmahlíð að Gili - Kolgröf að Syðra Vatni - Umsókn um framkvæmdaleyfi." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum, Skagafirði.
    Verkið fellst í plægingu á 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási og mun strengurinn leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur samið við fornleifafræðing um gerð úttektar á fornminjum á strengleiðinni og hefur einnig fengið fiskifræðing til að vinna umsögn vegna þverunar strengs yfir Þverá. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Strenglagnir í Fljótum - Umsókn um framkvæmdaleyfi (Skeiðsfoss-Ketilás)." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðina Laugavegur 19, í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir stærð lóðar upp á 973,7 m2, byggingarreit 195 m2. Tvíhallandi þak 14° - 20°. Hámarkshæð húss upp á samtals 7 m á tveimur hæðum. nýtingarhlutfall upp á 0,31.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og að auglýsa lóðina til úthlutunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðirnar númer 28 og 30 við Birkimel í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin númer 28 verði 864,0m² og lóðin númer 30 verði 880,0m²
    Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð.
    Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og koma skilmálar fram á lóðarblöðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblöðin og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðanna og að auglýsa þær til úthlutunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 405 Með bréfi dagsettu 11. mars sl. óskar Sævar Þór Geirsson kt. 150152-4619 fyrir hönd eigenda Glæsibæjar land, L179407 eftir breyttri skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð. Glæsibær land er í dag skráð 1,7 ha. sumarbústaðaland sem á stendur 59,2 m² frístundahús. Umrætt land liggur á milli tveggja frístundalóða-sumarbústaðalanda. Aðkoma að þessum þremur lóðum liggur um land Stekkholts 1 L145976 og Stekkholts 2 L221929, meðfram íbúðarhúsalóðinni Stekkholt L191981 sem er fjöleignahúsalóð.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afstaða eigenda Stekkholts, og Stekkholts 1 og 2 varðandi yfirferðarrétt að umræddri lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 405. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

12.Skipulags- og byggingarnefnd - 406

Málsnúmer 2105008FVakta málsnúmer

Fundargerð 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO ráðgjöf, kynnir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og fór yfir helstu atriði, sem Skipulagsstofnun hafði bent á í minnisblaði dags. 22.2.2021, að þyrftu nánari skoðunar við.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa í samvinnu við skipulagsráðgjafa að koma tillögunni til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og samþykktar til auglýsingar í samræmi við við 30. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO ráðgjöf, kynnti tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 fyrir sveitarstjórnarfullrúum í fjarfundi, fyrir upphaf sveitarstjórnarfundar í dag.

    Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þinglýstir eigendur Páfastaða, landnr. 145989 og fyrirhugaðir eigendur Páfastaða 3, landnr. 231588, óska eftir heimild til þess að stofna 625 m² byggingarreit, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem verður innan afmörkunar Páfastaða 3. Afstöðu¬uppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S102 í verki nr. 778305. Byggingarreitur og mannvirki sem rís innan hans munu tilheyra Páfastöðum 3, L231588, þegar landskiptum hefur verið þinglýst. Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaða, landnúmer 146255, í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 3.397,6 m² og 3.333,7 m² lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Starrastaðir 2“ og „Litla-Horn“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 757601 útg. 15. apríl 2021. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf.verkfræðistofu. Starrastaðir 2 verður 3.397,6 m² að stærð og Litla-Horn verður 3.333,7 m². Óskað er eftir því að útskiptar lóðir verði leystar úr landbúnaðarnotkun og skráðar sem Íbúðarhúsalóðir (10). Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptum lóðum er í landi Starrastaða, L146225, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Starrastöðum, landnr. 146225.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Indriði Stefánsson kt. 110148-2089, þinglýstur eigandi jarðarinnar Álfgeirsvellir land, L 207714, óskar eftir heimild til skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til að stofna 12.79ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti , unnin af Teiknistofu Norðurlands dags. 10.2.2021. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Álfasteinn, og spildan verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð, og leyst úr landbúnaðarnotum. Ekkert mannvirki er á útskiptri spildu og er spildan óræktuð. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum L 207714.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Guðmundur Hjálmarsson kt. 150254-2489, eigandi hússins Dalatúns 2, á Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu á lóð og útbúa skjólvegg á lóðarmörkum norðan við innkeyrslu, í samræmi við meðfylgjandi gögn.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna breikkun innkeyrslu með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar. Þá bendir nefndin á að lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt að reisa girðingu eða skjólvegg á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá byggingarfulltrúa undirritað samkomulag um framkvæmdina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þórður Karl Gunnarsson f.h. þinglýsts eiganda Neðri-Ás 2 land 5, Kolbeinsdal, L223412 óskar eftir leyfi til stofnunar byggingarreits fyrir íbúðarhús skv. meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 6. september 2016. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7159.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, óska eftir leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 16 við Kárastíg til austurs, allt að 70 m2 viðbyggingu. Í viðbyggingu verða 2 íbúðarherbergi, snyrtiaðstaða og bílskúr, og verður útlit viðbyggingar í sama byggingarstíl og núverandi hús. Meðfylgjandi uppdrættir gera grein fyrir erindinu.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni, með fyrirvara um um að fyrir liggi samþykki nágranna á lóðinni Kárastígur 14.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Nefndin vísar málinu til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar, til lokafrágangs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 179

Málsnúmer 2104004FVakta málsnúmer

Fundargerð 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Ábendingar hafa borist frá notendum hafnarinnar um að endurskoða þurfi hönnun á innsiglingu Hofsóshafnar.

    Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar. Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri hefur sent ábendingarnar til Siglingasviðs Vegagerðarinnar til frekari afgreiðslu og yfirferðar. Vænta má tillagna frá Siglingasviði Vegagerðarinnar um útfærslur og kostnað á verkinu fljótlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Hafnasamband Ísland beitir þeim tilmælum til hafna að uppfylltar verði reglur nr. 1200/2014 um móttöku og meðhöndlum á úrgangi og farmleifum.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins hjá Skagafjarðarhöfnum og kynnti áætlun um frekari flokkun á sorpi hjá Skagafjarðarhöfnum. Nefndin fagnar því að skipin eru að auka flokkun sorps um borð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Umhverfisdagurinn hefur verið haldinn árlega í rúma þrjá áratugi. Farið yfir fyrirkomulag og dagskrá.

    Rætt var um framkvæmd umhverfisdagsins 2021. Ákveðið er að hafa umhverfisdaginn 15. maí 2021. Áskorendakeppni milli fyrirtækja og félagasamtaka verður í aðdraganda umhverfisdagsins. Dagskrá Umhverfisdagsins verður auglýst síðar á miðlum Sveitarfélagsins.

    Nefndin minnir á Stóra Plokkdaginn þann 24. apríl 2021 og hvetur alla íbúa til þátttöku. Einnig minnir nefndin á Umhverfisátak í útbæ Sauðárkróks sem boðað var til af fjölda fyrirtækja í september 2020 í samstarfi við Sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • 13.5 2104139 Umhverfismál 2021
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri fer yfir vor og sumarverkin sem eru helst á dagskrá fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Fyrir liggur samningur um gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2020-2040, með sérstakri áherslu á loftslagsmál, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru í júní 2019 á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.

    Vinna við gerð áætlunarinnar hefur dregist og er enn ekki lokið. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að þessari vinnu ljúki sem fyrst. Sviðssjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður að þessu sinni rafræn fundaröð dagana 8., 15. og 28. apríl. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 179 Tillaga frá Ingu Katrínu D. Magnúsdóttur varamanns V lista um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum

    Lagt er til að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veita þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan opnunartíma.

    Greinargerð
    Nú hafa sorpgámar Sveitarfélagsins verið fjarlægðir og ætlast er til að fólk í sveitum fari sjálft með heimilissorp á sorphirðustöðvar. Íbúar hafa gagnrýnt skerta þjónustu, sérstaklega hvað varðar takmarkaða opnunartíma sorphirðustöðvanna.
    Með aðgangskortum væri íbúum gefinn kostur á losa sig við sorp þegar þeim hentar, óháð opnunartíma sorphirðustöðva.
    Aðgangskort væri gefið út á kennitölu og við afhendingu fengi handhafi fræðslu um flokkun sorps frá starfsmanni sorphirðustöðva, upplýsingar um æskilega umgengni um svæðið sem og með hvaða hætti fylgst er með notkun kortsins. Ítrekuð frávik frá reglum gætu þýtt afturköllun á aðgangi að svæðinu.
    Mikilvægt er að unnið sé með starfsfólki sorphirðustöðvanna að útfærslu tillögunnar.

    Nefndin felur sviðsstjóra að taka þessa tillögu til skoðunar í tengslum við fyrirhugað útboð í sorpmálum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd - 180

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Fundargerð 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Eigendur að Suðurgötu 8 á Sauðárkróki, óska eftir því við sveitarfélagið að það felli tré sem standa við Kirkjuklaufina; neðst við upphaf svokallaðs Kirkjustígs. Ástæða fyrir þessari ósk er, að umræddur trjálundur skyggir á sólpall sem stendur vestan megin við húseign okkar og skerðir mjög þann tíma sem hægt er að njóta sólar á pallinum.

    Trjálundurinn verður skoðaður með hliðsjón að aldri og sögu trjáa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Til stendur að skrásetja trjágróður til varðvörslu og ákveða hvað má fjarlægja. Ekki er hægt að verða við erindinu á meðan þessi vinna er í gangi.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Ragnar Helgason kt. 090888-3239 leggur fram fyrirspurn varðandi lengingu á mön sem er við Túngötu/Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Í dag er mön meðfram Sæmundarhlíð sem drepur niður hljóð og ljósmengun vegna umferðar á Sæmundarhlíð, ásamt því að veita öryggi og skjól. Spurt er hvort sé mögulegt að fá mönina framlengda lengra upp Sæmundarhlíð ca 30 m, og inn á Túngötuna um ca 40m, skv. meðfylgjandi teikningu á loftmynd.

    Mön mun mögulega valda snjósöfnun á gatnamótum, skerða útsýni og auka slysahættu. Því mun Sveitarfélagið ekki fara í þessa framkvæmd. Bent er á að lóðarhafar hafa leyfi til að loka lóðum sínum með mön/skjólbelti á sinni lóð samkvæmt ákvæði byggingarreglugerðar. Garðyrkjustjóra er falið að skoða svæði sveitarfélagsins með það í huga að planta trjám á svæðinu.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Um er að ræða opið svæði (leiksvæði) milli Skagfirðingabrautar, Bárustígs og Hólavegar. Svæðið hefur verið notað sem snjósöfnunarsvæði en ákveðið hefur verið að hætta að nýta það undir snjó.

    Sviðstjóra er falið að kanna rétt lóðarhafa sem eiga aðliggjandi lóðir að svæðinu um aðgengisrétt þeirra. Stefnt er að uppbyggingu svæðisins sem hverfisgarð.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Um er að ræða annarsvegar svæði milli Ránarstígs og Ægisstígs og hinsvegar svæði milli Smáragrundar og Víðigrundar. Vinna þarf að hugmyndavinnu fyrir nýtingu svæðanna.

    Sviðstjóra er falið að kanna rétt lóðarhafa sem eiga aðliggjandi lóðir að svæðunum um aðgengisrétt þeirra. Stefnt er að uppbyggingu svæðanna sem hverfisgarða.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Nefndinni hafa borist óskir um fjölgun á bekkjum við stíga í nágrenni við Árkíl og neðan Ártúns.

    Garðyrkjustjóra ef falið að sjá um fjölgun á bekkjum.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á lóð Siglingarklúbbsins við smábátahöfnina. Skipuleggja þarf opið svæði milli lóðar klúbbsins og komandi hringtorgs.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Borist hefur umsögn frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna útivistarskýlis í Sauðárgili þar sem fyrirliggjandi teikningar eru samþykktar.

    Næstu skref eru að klára burðarþolsteikningar svo hægt sé að hefja uppbyggingu skýlisins.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Fyrirliggur hönnun á viðgerð á bakka ofan Laugavegar 17-19 í Varmahlíð. Gögnin hafa verið send á Ofanflóðasjóð og sótt verður um styrk til framkvæmdarinnar.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Matvælastofnun vekur athygli sveitarfélaga á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

15.Veitunefnd - 76

Málsnúmer 2104013FVakta málsnúmer

Fundargerð 76. fundar veitunefndar frá 15. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 76 Ísor (Íslenskar Orkurannsóknir) hafa lokið gerð útboðslýsingar vegna borunar á nýrri heitavatnsholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri kynnti verklýsinguna fyrir nefnarmönnum. Gert er ráð fyrir að boruð verði allt að 700 m djúp hola. Verkið verður sett í verðfyrirspurn og verða gögn þar að lútandi send út á næstu dögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar veitunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 76 Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til skipulagsfulltrúa vegna slóðagerðar, lagningu hitaveitu-, raf- og ljósleiðaralagna og gerð borplans vegna fyrirhugaðrar borunar á heitavatnsholu VH-20 við Reykjarhól.

    Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar veitunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 76 Skagafjarðarveitur hafa óskað eftir tilboðum í dælur og búnað vegna fyrirhugaðrar síkkunar dælu í holu SK-28 í Hrolleifsdal. Tilboði frá Deili ehf. var tekið og búnaður kominn og tilbúinn til niðursetningar.

    Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Þessi aðgerð eykur afhendingaröryggi veitunnar og vonir standa til að það náist upp meira heitt vatn en fengist hefur hingað til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar veitunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 76 Skagafjarðarveitur hafa óskað eftir tilboðum í dælur og búnað í fyrirhugaða nýja vinnsluholu VH-20 í Varmahlíð.

    Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Ef vel tekst til við borun mun þessi aðgerð auka afhendingaröryggi veitunnar og einnig opna möguleika á stækkun veitunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar veitunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 76 Ákveðið hefur verið að klára ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt. Lagning leiðarans verður boðin út á árinu 2021.

    Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
    Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar veitunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 níu atkvæðum.

16.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 28

Málsnúmer 2104010FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 14. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 28 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs greindi frá því að á grundvelli samþykktar síðasta fundar hafi hann látið bjóða út verkið á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á síðasta fundi. Hafi hann falið verkfræðistofunni Stoð að hafa umsjón með útboðinu. Úboðið var auglýst á EES-svæðinu og lauk tilboðsfresti hinn 16.03. 2021. Tvö tilboð bárust. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir samanburði á tilboðunum og á kostnaðaráætlun sem kynnt var á síðasta fundi. Jafnframt gerði sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs grein fyrir lítilsháttar samlagningarvillu í tilboðsskjali sem fylgdi verklýsingu og var meðal útboðsgagna. Í samanburðarskjali er gerð grein fyrir áhrifum skekkjunnar á kostnaðaráætlunina og tilboðin og á kostnaðaráætlunina, fyrir og eftir leiðréttingu á skekkjunni. Óháð því hvort tilboð og kostnaðaráætlun séu leiðrétt eða ekki liggur fyrir að lægstbjóðandi, K-TAK ehf., hefur boðið í verkið meira en 40% umfram kostnaðaráætlun og Friðrik Jónsson ehf. meira en 52% yfir þeirri kostnaðaráætlun sem var fyrirliggjandi þegar útboðið var ákveðið. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs vísar til þess að á framangreindum opnunarfundi hafi lægstbjóðandi látið bóka að hann teldi kostnaðaráætlun of lága. Í tilefni af því óskaði sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs eftir því við verkfræðistofuna Verkís að hún gerði kostnaðaráætlun á því verki sem boðið var út á grundvelli sömu útboðsgagna og verktakar höfðu við gerð tilboða sinna og sem verkfræðistofan Stoð hafði við gerð framangreindrar kostnaðaráætlunar sinnar. Niðurstaða kostnaðaráætlunar Verkís var 1% hærra en kostnaðaráætlunin sem verkfræðistofan Stoð hafði gert.
    Fyrirliggjandi eru á fundinum eftirtalin gögn:
    - Fundargerð opnunarfundar tilboða frá 16. mars 2021,
    - Excelskjal með kostnaðaráætlun Stoðar ehf, tilboði K-tak ehf og tilboði Friðriks Jónssonar ehf eins og þau litu út á opnunardegi tilboða. Einnig kemur fram í þessu sama skjali leiðréttingar eftir yfirferð tilboða og kostnaðaráætlunar eins og fram hefur komið hér að ofan.
    - Exelskjal með yfirfarinni og leiðréttri kostnaðaráætlun Stoðar ehf og tilboðum ásamt nýrri kostnaðaráætlun gerðri af verkfræðistofunni Verkís ehf frá 8. apríl 2021., sem gerð var á forsendum útboðsgagnanna.
    Í skjölunum er gerð grein fyrir áhrifum skekkjunnar á kostnaðaráætlunina og tilboðin og á kostnaðaráætlunina, fyrir og eftir leiðréttingu.
    Umræður urðu um framkvæmd útboðsins sem nefndin telur að hafi verið fullnægjandi. Fram kom ánægja með að verkfræðistofan Verkís hafi verið fengin til þeirrar vinnu sem að framan er lýst.
    Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir með vísan til þeirrar fjárhagsáætlunar sem lá til grundvallar þegar ákveðið var að ráðast í útboðið og þeirra gagna sem liggja fyrir á fundinum að hafna öllum tilboðum á þeirri forsendu að bæði tilboðin sem fram komu teljist óaðgengileg, sbr. 82. gr. l. 120/2016 um opinber innkaup, fyrir þá sök að þau eru langtum hærri en umrædd kostnaðaráætlun og skipta áhrif framangreindrar villu engu í því sambandi. Sveitarfélagið hefur úr takmörkuðum fjárheimildum að ráða og leggur áherslu á að sýna ráðdeild í meðferð fjármuna. Telur nefndin ekki líkur á því að sveitarstjórn sveitarfélagsins muni heimila að svo miklu fé verði veitt til þessa verkefnis sem þyrfti ef tilboði tilboðsgjafa yrði tekið.
    Nefndin telur ekki þörf á að meta hvort bjóðandi skuli útilokaður eða hvort bjóðandi uppfylli kröfur um hæfi þar sem ekkert aðgengilegt tilboð hefur borist.
    Bókun fundar Fundargerð 28. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

17.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 29

Málsnúmer 2104019FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 21. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 29 Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að undirbúa útboð viðbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks þar sem verkinu verður áfangaskipt og verktími lengdur frá fyrra útboði. Byggingarnefndin leggur áherslu á að útboðinu verði hraðað sem kostur er og framkvæmdir við verkið hefjist sem fyrst á þessu ári. Bókun fundar Fundargerð 29. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.

18.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017

Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu.
Landbúnaðarnefnd hefur á fundi sínum þann 31. nars 2021, samþykkt framlagða fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ljúka málinu gagnvart Akrahreppi og ráðuneyti.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

19.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn Róberts Óttarssonar, kt. 171272-2979 f.h. Sauðárkróksbakarís ehf. kt. 560269-7309, um leyfi til að gera breytingar á Aðalgötu 3, Sauðárkróki. Fyrirhugaðar breytingarnar varða útlit hússins og breytta notkun.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulgsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem húsnæðið er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

20.Lántaka langtímalána 2021

Málsnúmer 2102250Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 800 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Beiðni um stofnun lögbýlis Nes L219627

Málsnúmer 2104226Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 1. mars 2021, móttekið 27. apríl 2021 frá Sesselju Tryggvadóttur, kt. 110965-3389, eigandi jarðarinnar Nes, L219627, F2323864, þar sem hún óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Landið er skráð sumarbústaðaland.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Landbúnaðarnefnd bendir umsækjanda á að sækja um breytta landnotkun til skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðm.

22.Skógargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104058Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn Knúts Aadnegard kt 020951-2069, um leyfi til að gera breytingar á Skógargötu 1, Sauðárkróki. Fyrirhugað er að gerðar verði íbúðir á öllum hæðum hússins með tilheyrandi breytinum.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem húsnæðið er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ábendingar og/eða athugasemdir ekki borist fyrir lok auglýsingartíma skal byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

23.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - Breyting á gildandi deiliskipulagi

Málsnúmer 2001053Vakta málsnúmer

Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svokallaðs „mjólkursamlagsreit“. Breytingin felur í sér eftirfarandi: Breyting á uppdrætti: Lóðamörk á milli Skagfirðingabraut 51 og Ártorgs 1 breytast þannig að afmörkun sem gengur norður af skrifstofu- og verslunarhúsnæði færist um tæpa 28 m til austurs. Lóð Skagfirðingabrautar 51 verður 17.061 m² og lóð Ártorgs 1 verður 13.352 m². Samanlögð stærð lóðanna er því 30.413 m² en var skráð 30.841 m² fyrir breytingu. Leiðrétt er misskráning á lóðarstærð Ártorgs 1. Byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 stækkar í 9.486 m² en byggingarreitur á Ártorgi 1 helst óbreyttur. Hámarks nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,7 og hámarksbrúttóflatarmál á fullbyggðum lóðum hækkar í 11.943 m² fyrir Skagfirðingabraut 51 og 9346 m² fyrir Ártorg 1. Hámarks hæðafjöldi er óbreyttur. Staðsetning hráefnis- og mjöltanks sýnd á uppdrætti. Tankar skulu standa við byggingarreit eins og sýnt er á uppdrætti en heimilt er að hliðra þeim samhliða línu byggingarreits. Aðkoma að norðanverðu inn á Skagfirðingabraut 51 færist til austurs og aðkoma að austanverðu færist til norðurs. Um aðkomu að austanverðu er yfirferðarréttur fyrir umferð að Ártorgi 1. Þá fækkar bílastæðum á Skagfirðingabraut 51, um 13 og á Ártorgi 1 um 36. Breyting í greinargerð: Við lið 7 í kafla um byggingarskilmála bætist: „Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa eimingarturn upp í hæðakóta 16,40 í hæðakerfi Sauðárkróks.“ 8. liður í kafla byggingarskilmála breytist þannig: „Á byggingarreitum skal byggja atvinnuhús, hús fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og mannvirki sem tengjast starfsemi á svæðinu, úrvinnslu hráefna og hreinsunar frárennslis. Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 verður heimilt að setja niður allt að 35.000 L safntank fyrir etanól. Safntankur verður niðurgrafinn og telst ekki sem hluti af nýtingarhlutfalli. Á lóð Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa mjöltank og hráefnistank utan byggingarreits, en þeir skulu þó standa við húsvegg eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti.“ Skilmálar um íbúðir á efri hæðum húsa falla út. Tillagan, dags. 11.2.2021, er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, og samræmist nýrri tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem er í skipulagsferli, og er svæðið skilgreint sem M 4.2.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

24.Melatún 5 - Fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 2104070Vakta málsnúmer

Hákon Ingi Sveinbjörnsson arkitekt kt. 301079-5679, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að gera breytingu á lóð 5, við Melatún á Sauðárkróki, sem fæli í sér að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni. Með þeirri breytingu skv. meðfylgjandi gögnum væri einnig um að ræða færslu/stækkun á byggingarreit til norðurs um 90 cm. Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að stækkun lóðar til norðurs til samræmis við umræður á fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.

25.Melatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2104120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Ragnari Helgasyni kt. 090888-3239 og Erlu Hrund Þórarinsdóttur kt. 090689-2829, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Melatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir í verki 3146, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, ásamt viðauka, dagsettir 14. apríl 2021. Óskað afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til umsóknarinnar þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 5. og 7. tölulið byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en leggur til að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123.2010

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir meðð níu atkvæðum, að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.

26.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - óskir um umsagnir

Málsnúmer 2010190Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi Sveitarfélagsins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, sem er í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123. 2010, frá 16 apríl til 28. maí n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

27.Strenglagnir Varmahlíð að Gili - Kolgröf að Syðra Vatni - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2104195Vakta málsnúmer

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 12kv háspennustrengs frá Aðveitustöð í Varmahlíð norður að Gili og einnig frá Kolgröf að Syðra-Vatni í Skagafirði. Verkið fellst í plægingu á 12kv háspennustrengjum ásamt lagspennuheimtaugum og uppsetningu á jarðspennistöðvum. Framkvæmdin mun leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Vegagerðarinnar, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með átta atkvæðum,umsókn Rarik um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

28.Strenglagnir í Fljótum - Umsókn um framkvæmdaleyfi (Skeiðsfoss-Ketilás)

Málsnúmer 2104194Vakta málsnúmer

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum, Skagafirði. Verkið fellst í plægingu á 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási og mun strengurinn leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur samið við fornleifafræðing um gerð úttektar á fornminjum á strengleiðinni og hefur einnig fengið fiskifræðing til að vinna umsögn vegna þverunar strengs yfir Þverá. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með átta atkvæðum, umsókn Rarik um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

29.Umsagnarbeiðni; umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Hverhólum í Skagafirði

Málsnúmer 2104164Vakta málsnúmer

Vísað er til bréfs Orkustofnunar, dags. 19. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknar um nýtingarleyfi á jarðhita á Hverhólum í Skagafirði.
Sótt er um leyfi til nýtingar á vatni úr tveimur borholum, annars vegar holu sem boruð var 2012 og hins vegar holu sem boruð var 2018. Ætlunin er að hitaveituvæða nærliggjandi lögbýli og frístundahús.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umrædda umsókn um nýtingarleyfi.

30.Ársreikningur 2020 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2104067Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.321 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.330 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.742 millj. króna, þar af A-hluti 5.037 millj. króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 578 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 294 millj. króna. Afskriftir eru samtals 236 millj. króna, þar af 144 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 295 millj. króna, þ.a. eru 241 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarafgangur A- og B-hluta á árinu 2020 er 46 millj. króna og rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 92 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.094 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.911 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2020 samtals 7.802 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.027 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.872 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 546 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.291 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.297 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 520 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 251 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 612 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2020, 714 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 688 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 412 millj. króna, handbært fé nam 327 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 714 millj. króna.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2020, 123,4% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 90,5% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum og veltufjármuni.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun sveitarstjórnar.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Það er óhætt að segja að árinu 2020 verði erfitt að gleyma á næstunni. Strax í byrjun árs fóru flestar áætlanir út um gluggann og ljóst að enginn gat sagt til um hvernig árið myndi enda eftir að heimsfaraldur kórónuveirunar tók nánast öll völd og mikil óvissa var framundan.
Því er afar ánægjulegt að leggja fram ársreikning til samþykktar sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 46 milljónir króna. Er það um 88 milljónum króna lakari niðurstaða en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en þessi niðurstaða verður að teljast afar góður árangur í þeim erfiðu kringumstæðum sem verið hafa af völdum kórónaveirunnar.
Þegar litið er til þessara staðreynda þá er sá ársreikningur fyrir árið 2020 sem hér er lagður fram til samþykktar mikill varnarsigur fyrir okkur sem erum í sveitastjórn. Sérstaklega vegna þess að við vorum sammála og unnum þétt saman um að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir í upphafi heimsfaraldursins með það að markmiði að vernda samfélagið okkar, fyrirtæki, heimili og félagasamtök.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Sveitastjórn Sveitafélagsins Skagafjarðar.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

31.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 18

Málsnúmer 2104015FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð frá 15. apríl 2021 lögð fram til kynningar á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021

32.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

897. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl 2021 lögð fram til kynningar á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021

Fundi slitið - kl. 17:22.