Fara í efni

Gjaldskrá tónlistarskóla 2022

Málsnúmer 2110160

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 173. fundur - 23.11.2021

Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 992. fundur - 01.12.2021

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.