Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

419. fundur 15. desember 2021 kl. 16:15 - 17:51 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 4. varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir varaforseti stjórnar fundi í fjarveru Stefáns Vagns Stefánssonar. Sigríður Magnúsdóttir situr fundinn í stað hans.
í upphafi fundar fór varaforseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum: Endurtilnefningu áheyrnarfulltrúa VG og óháðra í atvinnu-menningar- og kynningarnefnd og lið nr. 10 á fundi umhverfis og samgöngunefndar, Samningur um reiðvegi.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 991

Málsnúmer 2111018FVakta málsnúmer

Fundargerð 991. fundar byggðarráðs frá 24. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 991 Undir þessum dagskrárlið sátu fulltrúar úr hreppsnefnd Akrahrepps fundinn. Fulltrúar VA arkitekta tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað á meðan hönnun breytingum Varmahlíðarskóla var kynnt. Lagður fram listi yfir ýmsar áætlaðar framkvæmdir í Skagafirði næstu árin þar sem Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður koma að með fjármagn. Bókun fundar Afgreiðsla 991. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 991 Lagt fram bréf dagsett 10. nóvember 2021 frá stjórn Mótunar ehf. varðandi tillögu stjórnar um að slíta félaginu. Félagið hefur ekki verið með neina starfsemi um nokkurra ára skeið. Óskar stjórnin eftir því við eigendur, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð, einu kröfuhafa félagsins, að afskrifa viðskiptakröfur á félagið úr bókum sínum svo slit verði framkvæmanleg.
    Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa viðskiptakröfu á Mótun ehf. að fjárhæð 23.000.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 991. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 991 Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.
    Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 991. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 991 Byggðarráð samþykkir að beitarafnot í svokölluðum Efri-Flóa ofan Hofsóss verði bönnuð frá og með staðfestingu sveitarstjórnar á ákvörðuninni. Einnig er óskað eftir því að uppmælingu og hnitsetningu landsins austan Siglufjarðarvegar verði hraðað sem kostur er og það síðan auglýst til leigu. Bókun fundar Afgreiðsla 991. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 991 Lagðar fram til kynningar niðurstöður vöktunarferðar Verkís í október 2021, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum, eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 991. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 992

Málsnúmer 2111028FVakta málsnúmer

Fundargerð 992. fundar byggðarráðs frá 1. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Gisli Sigurðsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Lögð fram fyrirmæli sem Umhverfisstofnun gaf út og kynnti á heimasíðu sinni 24.11. 2021 og varða úrbætur vegna umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum yfir hve lítið tillit Umhverfisstofnun tekur til þeirra athugasemda sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn við drög að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjórns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi.
    Byggðarráð áréttar að markmiðið með hreinsunaraðgerðunum hljóti að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum getur leitt til langvarandi rasks á svæðinu, auk þess sem nokkur óvissa er um árangurinn. Minnt er á að eigendur fasteigna á svæðinu hafa ekki getað búið eða stundað rekstur í þeim í um tveggja ára skeið. Í fyrirmælum Umhverfisstofnunar nú er miðað við að sog úr jarðvegi og undan húsum sé haldið við í a.m.k. tvö ár til að meta árangur hreinsunaraðgerða meðal annars með tilliti til árstíða. Jafnframt að ef fullnægjandi hreinsunarárangri hafi ekki verið náð innan þriggja ára frá þeim tíma sem loftunarbúnaður var ræstur skuli rekstraraðili senda til Umhverfisstofnunar uppfærða úrbótaáætlun.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að niðurstaða fyrirmælanna endurspegli ákveðna firringu í málinu. Byggðarráð lýsir fullri ábyrgð í málinu á hendur N1 ehf. og áskilur sér rétt til frekari kröfugerðar.
    Bókun fundar Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og gerði tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs sem hljóðar eftirfarandi:

    Lögð fram fyrirmæli sem Umhverfisstofnun gaf út og kynnti á heimasíðu sinni 24.11. 2021 og varða úrbætur vegna umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum yfir hve lítið tillit Umhverfisstofnun tekur til þeirra athugasemda sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn við drög að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjórns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi. Sveitarstjórn áréttar að markmiðið með hreinsunaraðgerðunum hljóti að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum getur leitt til langvarandi rasks á svæðinu, auk þess sem nokkur óvissa er um árangurinn. Minnt er á að eigendur fasteigna á svæðinu hafa ekki getað búið eða stundað rekstur í þeim í um tveggja ára skeið. Í fyrirmælum Umhverfisstofnunar nú er miðað við að sog úr jarðvegi og undan húsum sé haldið við í a.m.k. tvö ár til að meta árangur hreinsunaraðgerða meðal annars með tilliti til árstíða. Jafnframt að ef fullnægjandi hreinsunarárangri hafi ekki verið náð innan þriggja ára frá þeim tíma sem loftunarbúnaður var ræstur skuli rekstraraðili senda til Umhverfisstofnunar uppfærða úrbótaáætlun. Sveitarstjórn telur að niðurstaða fyrirmælanna endurspegli ákveðna firringu í málinu. Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar lýsir fullri ábyrgð í málinu á hendur N1 ehf. og áskilur sér rétt til frekari kröfugerðar.
    Bjarni Jónsson tók til máls.
    Bókunin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 992. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 417. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. nóvember 2021. Eftirfarandi bókun var gerð: "Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
    Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv 2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til byggðarráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hvað varðar mögulegan flutning og not hússins, með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um fyrirhuguð afnot lóðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 992. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða.
    Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá leikskóla 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða.
    Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá grunnskóla 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá tónlistarskóla 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði fyrir leigu á húsinu.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá Húss frítímans 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun í Vinnuskóla taki mið af launaflokki 117 í kjarasamningi á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags og verði sem hér segir: Grunnlaun þann 1. janúar 2022 pr. klukkustund er 2.233 krónur samkvæmt kjarasamningnum. 10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.117 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 22.56%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann. 9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 893 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 19.09%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann. 8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 670 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 6.33%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann. 7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 581 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 1.86%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann. Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Vinnuskólalaun 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2022 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2022 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2021. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2022 er því 252.093 kr.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Greiðslur v þjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 3,5% úr 600 kr. í 621 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá Iðju hæfingar 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá heimaþjónustu 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 992 Erindinu vísað frá 83. fundi veitunefndar þann 25. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2022. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.
    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu byggðaráðs. Árni Egilsson sat þennan lið."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá vatnsveitu 2022". Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 993

Málsnúmer 2112005FVakta málsnúmer

Fundargerð 993. fundar byggðarráðs frá 7. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 993 Vinnufundur byggðarráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2025.
    Fundurinn hófst á yfirferð um málaflokka 02-félagsmál og 06-æskulýðs- og íþróttamál. Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason nefndarmaður, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
    Guðný, Atli Már, Gréta Sjöfn, og Þorvaldur viku af fundi kl. 15:40.
    Næst var farið yfir málaflokk 04-fræðslumál. Axel Kárason formaður fræðslunefndar og Selma Barðdal fræðslufulltrúi komu inn á fundinn.
    Viku gestirnir af fundi kl. 16:20.
    Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn til umræðu um málaflokk 07-bruna- og almannavarnir. Svavar vék af fundi kl. 16:50.
    Að lokum var farið yfir fjárhagsáætlun landbúnaðarmála. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sá um kynninguna.
    Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 993. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 994

Málsnúmer 2112004FVakta málsnúmer

Fundargerð 994. fundar byggðarráðs frá 8. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Vinnufundur byggðarráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2015.
    Fundurinn hófst á yfirferð verkefna í umsjón atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Málaflokkur 05-menningarmál og 13-atvinnumál. Til viðræðu komu Gunnsteinn Björnsson formaður nefndarinnar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri. Véku þeir af fundinum kl. 09:50.
    Næstir á vettvang voru Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og kynntu áætlun Skagafjarðarveitna, vatns-, sjó- og hitaveitu. Haraldur vék af fundi kl. 10:20.
    Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar kom á fundinn. Hann og Steinn Leó fóru yfir málaflokka 08-sorpmál, 10-umferðar- og samgöngumál, 11-umhverfismál, 61-Hafnarsjóð Skagafjarðar, 69-Fráveitu Skagafjarðar. Í lokin fór Steinn yfir málaflokk 31-eignasjóð. Véku þeir af fundi kl. 10:50.
    Næst var röðin komin að skipulags- og byggingarnefnd. Einar E. Einarsson formaður nefndarinnar og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi fundinn. Umfjöllun um málaflokkinn lauk kl. 11.20 og véku þau af fundi.
    Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir málaflokk 00-skatttekjur og 21-sameiginlegur kostnaður. Lauk yfirferðinni kl. 11:50.
    Næst kom Steinn Leó Sveinsson inn á fundinn til að kynna viðhaldsáætlanir og fjárfestingar ársins 2022. Vék hann af fundi kl. 13:00.
    Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 994. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytt skipulag barnaverndar. Að baki hverrar barnaverndarþjónustu verða umdæmi með í það minnsta 6.000 íbúum nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Bókun fundar Afgreiðsla 994. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun á viðhaldsfé eignasjóðs um 6 mkr. vegna standsetningar á húsnæði í Varmahlíð fyrir leikskólabörn og hækkun á framkvæmdafé vegna umhverfismála um 9,5 milljónir króna. Drenlögn ofan Norðurbrúnar í Varmahlíð og girðing um kirkjugarðinn á Hofsósi. Einnig er sala fasteigna í áætlun ársins tekin til baka og hlutafé í Mótun ehf., 9,8 mkr. og viðskiptaskuld, 23 mkr. afskrifuð.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2021". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar:
    "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2022 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta, 5.567 kr. á klukkkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notenda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, 5.070 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, 5.362 kr. á klukkustund. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Notendastýrð persónuleg aðstoð, greiðsluviðmið 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar:
    "Félags og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgeiðslna skv. 6.gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði ), sbr. reglur sveitarfélagsins um daggæslu í heimahúsum. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2021.
    "Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju. Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna sem munu taka gildi 1. janúar 2022. Nýrri 15. gr. hefur verið bætt við er varðar þjónustu dráttarbáts. Hækkun verður á liðum 13. og 14. gr. vegna kaupa og reksturs á nýjum dráttarbáti. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrárinnar hækki um 3,5%.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2022.
    Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
    Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 6,7%.
    Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkostnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fráveitugjald og tæming rotþróa 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2022.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Gjaldskrá hunda og kattahalds 2022". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga. Stjórn Sís áréttar að mikilvægt sé fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinganna og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs. Bókun fundar Afgreiðsla 994. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2021 frá Þjóðskrá Íslands varðandi kynningu á því að stofnunin áformi að taka í notkun nýtt álagningarkerfi vegna fasteignagjalda í ársbyrjun 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 994. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 994 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti til sveitarfélaga, varðandi breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.
    Ný ákvæði 3. mgr. 20. gr. „Byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skulu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.“
    Með breyttum ákvæðum 20. gr. er nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 994. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 995

Málsnúmer 2112012FVakta málsnúmer

Fundargerð 995. fundar byggðarráðs frá 13. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 995 Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fjárhagsáætlun 2022 - 2025". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 995 Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dagsettur 17. nóvember 2021, þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að íbúð í Víðimýri 4, F2132468.
    Byggðarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að ganga frá málum við fasteignasöluna skv. umræðum á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 995. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 995 Með tilvísun í viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2021, þá er áætluð lántaka ársins vegna fjárfestinga 1.081 mkr. Þegar hefur verið veitt heimild til að taka lán að fjárhæð 800 mkr.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 250 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Lántaka langtímalána 2021". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 995 Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Hafnasambandi Íslands.
    Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 67 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 15 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.
    Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum. Þar kemur einnig fram að viðhaldsþörf hafna innan hafnasambandsins er áætluð liðlega 12 ma.kr. fram til ársins 2025. Þar er endurnýjun og endurbætur á stálþilum stærsti viðhaldsþátturinn eða upp á nær 5 ma.kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 995. fundar byggðarráðs staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94

Málsnúmer 2111023FVakta málsnúmer

Fundargerð 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 30. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Tekið fyrir erindi frá Sigurpáli Aðalsteinssyni og Kristínu Magnúsdóttur f.h. Videosport ehf dagsett, 16.11.2021, um áframhaldandi rekstrarstuðning við rekstur Félagsheimilisins Ljósheima. Um er að ræða stuðning við greiðslu á orkukostnaði fyrir húsið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita áframhaldandi rekstrarstuðning vegna orkukostnaðar til 1. maí 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 05.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 13.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2021, "Drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð". Umsagnarfrestur er til og með 06.12.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 220/2021, "Reglugerð um Kvikmyndasjóð". Umsagnarfrestur er til og með 13.12.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • 6.6 2003294 Flugklasinn Air 66N
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 94 Lögð fram samantekt um starfsemi Flugklasans Air 66N frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir tímabilið 9. apríl - 26. okt 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 296

Málsnúmer 2111010FVakta málsnúmer

Fundargerð 296. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði fyrir leigu á húsinu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun í Vinnuskóla taki mið af launaflokki 117 í kjarasamningi á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags og verði sem hér segir:
    Grunnlaun þann 1. janúar 2022 pr. klukkustund er 2.233 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
    10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.117 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 22.56%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
    9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 893 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 19.09%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
    8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 670 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 6.33%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
    7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 581 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 1.86%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
    Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.
    Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fyrir erindi frá foreldrafélagi leik- og grunnskólans á Hólum, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði auka heimakstur einu sinni í viku frá Hofsósi vegna íþróttaæfinga. Nefndin felur sviðstjóra og starfsmönnum að skoða málið frekar með tilliti til þess hvort hægt sé að koma á móts við erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem óskað er eftir fjölgun tíma til íþróttaiðkunar í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Með hliðsjón af viðræðum við ungmennafélagið samþykkir nefndin að stefna að fjölgun tíma við upphaf næsta skólaárs. Umræður verða teknar upp aftur þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir nýttu sér þennan opnunartíma sumarið 2020, u.þ.b. fjórir einstaklingar dag hvern, sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. einni milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson ósk bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Nefndin samþykkir að opnunartími íþróttamannvirkja á næsta ári verði óbreyttur frá því sem nú er. Opnunartími verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2022 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2022 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2021. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2022 er því 252.093 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 3,5% úr 600 kr. í 621 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnarðarstunda í NPA samningum árið 2022 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta, 5.567 kr. á klukkkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notenda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, 5.070 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, 5.362 kr. á klukkustund. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgeiðslna skv. 6.gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði ), sbr. reglur sveitarfélagsins um daggæslu í heimahúsum. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 173

Málsnúmer 2111011FVakta málsnúmer

Fundargerð 173. fundar fræðslunefndar frá 23. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum.
    Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum.
    Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum með nýjum deildum á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð. Með því er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðarnefnd - 224

Málsnúmer 2112007FVakta málsnúmer

Fundargerð 224. fundar landbúnaðarnefndar frá 10. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Steinn L. Rögnvaldsson, Hrauni, kom á fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um málefni Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps og þá sérstaklega hönnun á endurbyggingu Selnesréttar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að hafin verði undirbúningsvinna við hönnun og áfangaskiptingu verksins í samráði við stjórn fjallskilasjóðsins og starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Lögð fram umsókn um búfjárleyfi frá Alfreð G. Símonarsyni, dagsett 15. nóvember 2021, þar sem hann óskar eftir því að fá að halda 3 hross á Hofsósi.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita búfjárleyfi fyrir þrjú hross.
    Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Framlögum úthlutað til fjallskilasjóða vegna ársins 2022, samtals 6.245 þús.kr. úr málaflokki 13210-Landbúnaðarmál. Starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að tilkynna fjallskilanefndum um úthlutun til viðkomandi fjallskilasjóðs. Landbúnaðarnefnd áréttar að framlag til sjóðanna vegna ársins 2022, verði ekki greitt fyrr en að búið sé að skila ársreikningi fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Lagt fram erindi dagsett 24. nóvember 2021 frá Skapta Steinbjörnssyni um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við væntanlega endurbyggingu 750-800 mtr. afréttargirðingu ofan Hafsteinsstaða, á árinu 2022.
    Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 224 Vegna nýlega fenginnar túlkunar Umhverfisstofnunar á 31. og 32.gr. laga um náttúruvernd á þann veg að akstur utan þeirra vega eða slóða sem ekki fara inná vegaskrána um vegi í náttúru Íslands eða sem eru á skrá Vegagerðarinnar teljist utanvegaakstur skv. 1.mgr. 31.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Lögð fram til kynningar samantekt Kára Gunnarssonar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa á breytingu á skráningu vega/slóða fyrir vélknúin ökutæki og hvernig það snýr að landbúnaði og öðrum. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 418

Málsnúmer 2111014FVakta málsnúmer

Fundargerð 418. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 22. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 418 Lögð fram uppfærð tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í tillögunni felst m.a. endurskoðun á framboði íbúðarhúsnæðis og atvinnusvæða í sveitarfélaginu, mörkuð er stefna um landbúnaðarsvæðin, ferðaþjónustu, innviði, efnistöku, ný vatnsverndarsvæði og náttúru- og minjavernd. Gerð er grein fyrir forsendum, útfærslum, heimildum, skipulagsákvæðum, takmörkunum og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins var í auglýsingu frá byrjun júlí til og með 13. september. Á kynningartíma bárust umsagnir, ábendingar og athugasemdir, sem fjölluðu m.a. um íþróttasvæðin, stígakerfi, efnistökusvæði, náttúruvernd, atvinnusvæði, afmörkun íbúðarsvæða, samgöngur og flutningskerfi raforku. Uppfærð tillaga hefur tekið mið af framkomnum athugasemdum og umsögnum. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málum, nánari útfærsla er á ákveðnum landnotkunarflokkum og ýmsar leiðréttingar gerðar á skipulagsgögnum. Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga nefndarinnar. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

    Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur verið litið til umhverfisskýrslu skipulagsvinnu við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati og umsögnum og athugasemdum við mótun skipulagstillögu sem felst m.a. í að leggja til ákveðnar mótvægisaðgerðir eða skipulagsákvæði til að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir forsendum, leiðarljósum og útfærslu á endanlegri áætlun. Ekki er talin þörf á sérstakri vöktun umhverfisáhrifa, þar sem skipulagstillagan er ekki líkleg til að valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 419

Málsnúmer 2111025FVakta málsnúmer

Fundargerð 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 30. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa umsókn um framkvæmdaleyfi til staðfestingar sveitarstjórna Sveitarfélagins Skagafjarðar. Nefndin bókar jafnframt að hún telji aðgerðir ekki fullnægjandi með vísan til þess að Umhverfisstofnun tók lítið sem ekkert tillit til athugasemda sem sveitarfélagið gerði við tillögur stofnunarinnar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjónsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • 11.2 2105295 Sveinstún
    Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Sveinstún í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Sveinstún". Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Magnús Oddson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 31 ha skógræktarsvæði í landi Keldna L146550 í Sléttuhlíð. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 08.08.2021 unnið af umsækjanda, gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd og innan framkvæmdasvæðis eru skráðar minjar sem tekið verður tillit til á framkvæmdartíma.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
    Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skagafjörður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulag- og byggingarnefndar er að umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í landi Keldna í Sléttuhlíð sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Keldur L146550 -Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt". Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Magnús Oddson sækir um samþykki fyrir byggingarreit fyrir vélaskemmu í landi Keldna L146550 í Sléttuhlíð. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnum byggingarreit dags. 08.08.2021 unnið af umsækjanda. Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist hvorki núgildandi aðalskipulagi né því sem nú bíður formlegrar staðfestingar og fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki núgildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 419 Í lok fundar fór Skipulags- og byggingarnefnd á fund sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar kynnt aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2035 sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar þann 22.11.2021.
    Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason ráðgjafar hjá VSÓ verkfræðistofu sáu um kynningu tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 185

Málsnúmer 2111016FVakta málsnúmer

Fundargerð 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Gisli Sigurðsson, Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Haraldsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

    Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna sem munu taka gildi 1. janúar 2022. Nýrri 15. gr. hefur verið bætt við er varðar þjónustu dráttarbáts. Hækkun verður á liðum 13. og 14. gr. vegna kaupa og reksturs á nýjum dráttarbáti. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrárinnar hækki um 3,5%.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

    Dagur Þór Baldvinsson Hafnarstjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Nýr dráttarbátur kom til hafnar á Sauðárkróki þann 22. nóvember. Báturinn er af gerðinni Damen árgerð 2007, knúinn tveimur aflvélum sem eru samtals 1500 KW eða 2000 hestöfl. Dráttarbáturinn mun verða mikil lyftistöng fyrir hafnarstarfsemina og auka öryggi sjófarenda til muna.

    Hafnarstjóri gerir tillögu að nafni á dráttarbátnum, "Grettir sterki".

    Nefndin samþykkir tillöguna og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með bátinn og fagnar þessum merka áfanga. Vígslan á bátnum verður við hátíðlega athöfn núna í desember.

    Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju.
    Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2022.
    Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
    Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 6,7%.

    Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkostnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • 12.10 2109119 Samningur um reiðvegi
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Sveitarfélagið Skagafjörður og Hestamannafélagið Skagfirðingur gera með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð voru fram samningsdrög milli Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem samið er um að árleg framlög Sveitarfélagsins til uppbyggingar reiðvega í Skagafirði fyrir árin 2021 til 2025 verði 3,5 milljónir á ári.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samningsdrögin og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Samningur um reiðvegi". Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki, sem haldið er með gagnvirkum hætti yfir netið í Vefskóla Landverndar.

    Umhverfis- og samgönngunefnd þakkar fyrir boðið og hvetur kjörna fulltrúa og starfsmenn til að taka virkan þátt í verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 185 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október sl. var fjallað um þau verkefni sem eru framundan við innleiðingu hringrásarkerfis.
    Stjórnin bókaði hvatningu til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1.janúar 2023.

    Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.

13.Veitunefnd - 83

Málsnúmer 2111017FVakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar veitunefndar frá 25. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 83 Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gert ráð fyrir bættri afkomu veitnanna og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi.

    Áætlunin lögð fram og samþykkt.

    Árni Egilsson sat undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 83 Tillaga veitunefndar um 4,5 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu var lögð fyrir 988. fund byggðarárðs þann 3. nóvember síðastliðinn. Byggðarráð samþykkti framlagða gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitastjórnar sem tók málið fyrir á fundi þann 24. nóvember og samþykkti.

    Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá tilkynningu um nýja gjaldskrá sem skal taka gildi 1. janúar 2022.

    Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 83 Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2022. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.

    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu byggðaráðs.

    Árni Egilsson sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 83 Lögð er fram áætlun um nýframkvæmdir og viðhald á kaldavatnskerfi Skagafjarðarveitna. Áætlunin tekur til 5 ára og skal höfð til viðmiðunar við gerð fjárhagsáætlana og uppfærast á hverju ári.

    Sviðsstjóri fór yfir áætlum um framtíðarsýn í öflun á köldu vatni og viðhald á lagnakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir áætlunina.

    Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 83 Ísor hefur framkvæmt viðamiklar mælingar í holunni. Enn er verið að vinna úr upplýsingum en þó eru taldar líkur á að nýta megi holuna með því að bora út úr henni neðan fóðringar.

    Samþykkt er að fela sviðsstjóra að halda áfram rannsóknum á holunni í samstarfi við Ísor og kanna þá valkosti sem þykja mögulegir til að ná heitu vatni inn í holuna og meta kostnað við verkið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.

14.Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 2110159Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

15.Gjaldskrá grunnskóla 2022

Málsnúmer 2110158Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

16.Gjaldskrá tónlistarskóla 2022

Málsnúmer 2110160Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

17.Gjaldskrá Húss frítímans 2022

Málsnúmer 2110148Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði fyrir leigu á húsinu. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

18.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022

Málsnúmer 2110147Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði.
Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

19.Vinnuskólalaun 2022

Málsnúmer 2110251Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun í Vinnuskóla taki mið af launaflokki 117 í kjarasamningi á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags og verði sem hér segir: Grunnlaun þann 1. janúar 2022 pr. klukkustund er 2.233 krónur samkvæmt kjarasamningnum. 10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.117 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 22.56%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann. 9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 893 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 19.09%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann. 8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 670 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 6.33%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann. 7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 581 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 1.86%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann. Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Vinnuskólalaun 2022 borin upp til afgreiðslu sveitastjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

20.Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2022

Málsnúmer 2110163Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2022 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2022 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2021. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2022 er því 252.093 kr. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

21.Greiðslur v þjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2022

Málsnúmer 2110164Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

22.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2022

Málsnúmer 2110177Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 3,5% úr 600 kr. í 621 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

23.Gjaldskrá heimaþjónustu 2022

Málsnúmer 2110165Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

24.Gjaldskrá vatnsveitu 2022

Málsnúmer 2110132Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 83. fundi veitunefndar þann 25. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2022. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu byggðaráðs. Árni Egilsson sat þennan lið."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

25.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2112049Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun á viðhaldsfé eignasjóðs um 6 mkr. vegna standsetningar á húsnæði í Varmahlíð fyrir leikskólabörn og hækkun á framkvæmdafé vegna umhverfismála um 9,5 milljónir króna. Drenlögn ofan Norðurbrúnar í Varmahlíð og girðing um kirkjugarðinn á Hofsósi. Einnig er sala fasteigna í áætlun ársins tekin til baka og hlutafé í Mótun ehf., 9,8 mkr. og viðskiptaskuld, 23 mkr. afskrifuð. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

26.Notendastýrð persónuleg aðstoð, greiðsluviðmið 2022

Málsnúmer 2110179Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2022 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta, 5.567 kr. á klukkkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notenda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, 5.070 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, 5.362 kr. á klukkustund. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur

Málsnúmer 2110180Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgeiðslna skv. 6.gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði ), sbr. reglur sveitarfélagsins um daggæslu í heimahúsum. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldraniðurgreiðslur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

28.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2022

Málsnúmer 2110137Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2021. "Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju. Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2111254Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna sem munu taka gildi 1. janúar 2022. Nýrri 15. gr. hefur verið bætt við er varðar þjónustu dráttarbáts. Hækkun verður á liðum 13. og 14. gr. vegna kaupa og reksturs á nýjum dráttarbáti. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrárinnar hækki um 3,5%. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2022 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Fráveitugjald og tæming rotþróa 2022

Málsnúmer 2110136Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2022. Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni. Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 6,7%. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkostnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá hunda og kattahalds 2022

Málsnúmer 2110135Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember sl: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2022. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2022 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

32.Sveinstún

Málsnúmer 2105295Vakta málsnúmer

Visað frá 419. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. nóvember sl.
Hjálagt eru drög að skipulagslýsingu fyrir Sveinstúnið til yfirferðar. Það er farið yfir allar helstu forsendur, markmið, umhverfisþættir sem metnir verða í umhverfismatinu, umsagnaraðila og tímaferil.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Sveinstún í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

33.Keldur L146550 -Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt.

Málsnúmer 2109088Vakta málsnúmer

Vísað frá 419. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Magnús Oddson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 31 ha skógræktarsvæði í landi Keldna L146550 í Sléttuhlíð. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 08.08.2021 unnið af umsækjanda, gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd og innan framkvæmdasvæðis eru skráðar minjar sem tekið verður tillit til á framkvæmdartíma.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skagafjörður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulag- og byggingarnefndar er að umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í landi Keldna í Sléttuhlíð sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt, borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Endurtilnefning varaáheyrnarfulltr. Byggðalista í veitunefnd

Málsnúmer 2112115Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf vara áheyrnarfullrúa Byggðarlista í veitununefnd í stað Guðmundar Björns Eyþórssonar.
Forseti gerir tillögu um Jón Einar Kjartansson.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörin.

35.Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa VG og óháðra í atvinnu-menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 2112123Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf áheyrnarfullrúa VG og óháðra í atvinnu- menningar - og kynningrnefnd í stað Ingu Katrínar Magnúsdóttur.
Forseti gerir tillögu um Auði Björk Birgisdóttur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

36.Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2104151Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, samþykkir með níu atkvæðum, að atkvæðagreiðsla um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar fari fram 19. febrúar 2022 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.
Sveitarstjórn skorar jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur í Skagafirði með gerð brúar yfir Héraðsvötn við Flatatungu á Kjálka. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að ríkisvaldið auki stuðning við atvinnuþróunarverkefni í Skagafirði, svo sem í sögu- og menningartengdri ferðaþjónustu og við uppbyggingu rannsókna- og frumkvöðlamiðstöðvar.

37.Lántaka langtímalána 2021

Málsnúmer 2102250Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 250 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

38.Samningur um reiðvegi

Málsnúmer 2109119Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður og Hestamannafélagið Skagfirðingur gera með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð voru fram samningsdrög milli Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem samið er um að árleg framlög Sveitarfélagsins til uppbyggingar reiðvega í Skagafirði fyrir árin 2021 til 2025 verði 3,5 milljónir á ári. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samningsdrögin og vísar til byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

39.Fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 2108116Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2022-2025 er lögð fram til síðari umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2022 og áætlunar fyrir árin 2023-2025 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2022 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.824 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 5.921 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.496 m.kr., þ.a. A-hluti 5.805 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 571 m.kr, afskriftir nema 243 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 242 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 86 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 264 m.kr, afskriftir nema 147 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 211 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 95 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2022, 11.696 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.723 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 8.440 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 7.158 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.256 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 27,84%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.565 m.kr. og eiginfjárhlutfall 17,94%.
Ný lántaka er áætluð 570 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 572 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.481 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.351 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 123,7% og skuldaviðmið 101,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 249 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 544 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 199 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Samráð við minnihluta sveitarstjórnar hefur aukist jafnt og þétt á kjörtímabilinu og má segja að það hafi verið góð samvinna við gerð þessarar áætlunar. Það að sem flest sjónarmið komi fram við ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins leiðir almennt af sér betri niðurstöður.
Við hjá Byggðalista höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2022. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára en samkvæmt lögum ber okkur að rukka gjald sem nægir fyrir kostnaði við meðhöndlun þess. Það er góð og gild stefna, að rukka fyrir kostnaði í þessum málaflokkki. Hinsvegar þá gefur auga leið að landmikil fjölkjarna sveitarfélög eins og okkar njóta ekki sömu stærðarhagkvæmni og t.d. sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þessi málaflokkur mun bara stækka, og því er afar mikilvægt að við kjörnir fulltrúar eigum samtöl við löggjafan, og tryggjum að hér verði ekki til gjaldstofn sem vegur að jöfnun búsetuskilyrða yfir landið.
Samstæðan í heild skilar jákvæðum rekstrarafgangi, en rekstur A hluta er áætlaður neikvæður. Það er verðugt verkefni að snúa rekstrarniðurstöðu A hluta við, en öflugt atvinnulíf, jákvæð íbúaþróun og mannauður sveitarfélagsins mun gera það verkefni auðveldara fyrir okkur kjörna fulltrúa, og ef ráðdeild er gætt mun sá viðsnúningur raungerast í okkar þriggja ára áætlun.
Framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins er ansi metnaðarfull, og einhver gæti sagt að hún beri þess merki að það sé kosningaár frammundan. Við teljum þó að flestar þessara framkvæmda séu þarfar, og sumar hreinlega nauðsynlegar. Einnig munar miklu um styrk sem sveitarfélögin í skagafirði fengu til samfélagslegra verkefna, en hann eykur framkvæmdagetuna svo um munar. Meðal þeirra framkvæmda sem okkur eru hugleikin eru til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, aðgengismál við Félagsheimilið Bifröst, endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra gatna á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur á leikskólalóð á Hólum og hönnun og Jarðvegsvinna við íþróttahús á Hofsósi, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að bregðast við aukinni þörf á leikskólaplássum á Sauðárkróki, en þar þurfum við svo að halda áfram og huga að fjölgun til framtíðar. Fyrir þessum verkefnum höfum við talað, og það er ánægjulegt þegar samstaða ríkir innan sveitarstjórnar um svo mikilvæg málefni.
Hinsvegar höfum við haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu nýs menningarhúss á Sauárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nýta fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins til muna.
Við teljum þessa áætlun bera þess merki að Byggðalisti bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þó vissulega séu ekki allir hlutir eftir okkar höfði. Þessvegna teljum við vera við hæfi að samþykkja hana eins og hún er fyrir lögð, en ýtrekum jafnframt mikilvægi þess að þær framkvæmdir sem við höfum fjallað um hefjist svo fljótt sem kostur er.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Forseti og sveitarstjórnarfulltrúarFyrir ári síðan vorum við hér og töluðum um tímabundið ástand vegna farsóttar. Ljóst er að ástandið var ekki tímabundið, það varir enn og enginn veit hve lengi áfram. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur þó ekki orðið eins illa fyrir barðinu á þessum vágesti eins og mörg önnur sveitarfélög. Atvinnuleysi er í lágmarki og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans og Byggðarlistans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld í Skagafirði hafa farið frá því undanfarin ár að vera þau lægstu á landinu líkt og þau voru undir forystu VG og óháðra í þáverandi meirihluta, yfir að vera með þeim hæstu eins og nýleg úttekt ASÍ á leikskólagjöldum greinir frá. Það er sorgleg þróun hjá sveitarfélagi sem telur sig vera fjölskylduvænt. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar má nefna saminga við einkafyrirtæki sem eru bæði kostnaðarsamir og með þeim hætti að sveitarfélagið missir ákvörðunartökurétt sinn. Þannig er samningi er varðar upplýsingamiðstöð sem staðsett er í Aðalgötu 21 háttað, húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem einkafyrirtæki fær leigulaust til afnota. Vegna þessa samnings er það þetta sama einkafyrirtæki sem ákvarðar fjölda stöðugilda sveitarfélagsins í upplýsingamiðstöðinni og er því ekki hægt að draga úr þeirri þjónustu í ferðamannasamdrætti covid 19 með tilheyrandi sparnaði. Sveitarfélagið Skagafjörður er því að greiða tæplega 15 milljónir á árinu fyrir þessa þjónustu, sem til að mynda þjónar til borðs á veitingastað í einkaeigu sem hýstur er á sama stað og upplýsingamiðstöðin.
Samtal við íbúa má ennþá stórbæta þó stigin hafi verið skref í þá átt á kjörtímabilinu. Íbúar eiga að hafa sitt að segja um ákvarðanir vegna stórra framkvæmda eða þjónustubreytinga. Það er því ánægjulegt að vita til þess að væntanleg ákvörðun um sorphirðu í sveitarfélaginu tekur tillit til vilja íbúanna með einfaldri íbúakönnun. En sorpmál hafa verið í gríðarlegum ólestri allt kjörtímabilið, bæði hefur þjónusta eða skortur á þjónustu í dreifbýli verið gagnrýnd mjög af þeim sem þar búa, en einnig hafa sorpmálin verið rekin með tugmilljónkróna tapi árlega. Það er með ólíkindum að ekki hafi tekist á þessum árum að finna leið til að láta notendur greiða fyrir sorpið með sanngjörnum hætti eftir notkun hvers og eins þannig að málaflokkurinn standi undir sér. Framundan eru því stórauknar álögur á hinn almenna íbúa til að loka skuldagatinu í sorpmálum.
Stytting vinnuvikunnar hefur verið áskorun fyrir sveitarfélagið okkar eins og víða annarsstaðar. Við sem erum í sveitarstjórn þurfum að gæta þess að stytting vinnuvikunnar hvorki minnki þjónustu eða valdi auknu álagi á starfsfólkið okkar, en hætta er á því ef ekki á að taka á sig þann fjárhagslega kostnað sem óhjákvæmilega fylgir styttingu vinnuvikunnar á sumum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í þessu verkefni er samtalið við starfsfólk um þær leiðir sem hægt er að fara mjög mikilvægt.
Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um metnaðarfullar framkvæmdir á næstunni en ekki má gleyma viðhaldi húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Leikskólamál hafa verið í ólestri í flestum þéttbýliskjörnum okkar en úr því er þó að leysast þó hægt sé. Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega, en það er ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa.
Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2022.
Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu. Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra.

Gísli Sigursson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Skagfirðingar eins og aðrir landsmenn vinna sig nú með öruggum hætti út úr efnahagslegum afleiðingum Covid-19 heimsfaraldurs. Sú vinna hefur ekki alltaf verið einföld og áhrif faraldursins hafa sett mark sitt á rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2020 og 2021. Þessara áhrifa mun gæta enn um sinn þar sem þau birtast ekki eingöngu í þeim rekstrarþáttum sem sveitarstjórn hefur bein áhrif á heldur einnig í formi tekju- og gjaldaliða sem Alþingi tekur ákvörðun um.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún jafnframt stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitarfélagsins hefur gert það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir tímabundnar efnahagsþrengingar en frá árinu 2014-2020 hefur sveitarfélagið skilað tæplega 950 milljónum í rekstrarafgang og útlit er fyrir að afgangurinn á þessu kjörtímabili geti numið tæplega 440 m.kr. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Ekki má þó slá slöku við því þrátt fyrir góðan árangur í rekstri samstæðu sveitarfélagsins í heild sinni er ljóst að verk er fyrir höndum við að tryggja jákvæðan rekstur á A-hluta sveitarsjóðs á komandi árum.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir sem nema 3,5%. Gert er ráð fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs nemi 3,3% og að hækkun launavísitölu verði 4,8% þannig að almennar gjaldskrárhækkanir eru mjög í takt við þróun launa og verðlags.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað verulega á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug, fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Þetta birtist meðal annars í því formi að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir mestu framkvæmdum í gatnagerð í Skagafirði um margra ára skeið, fjölgun nýrra íbúðalóða, fjölgun leikskólaplássa svo hægt sé að tryggja vistun barna á leikskólum frá 12 mánaða aldri, framkvæmdum við skóla, sundlaugar og önnur íþróttamannvirki, svo og aðra uppbyggingu innviða sem nýtist bæði íbúum og atvinnulífi og má þar nefna framkvæmdir við hita- og vatnsveitu, hafnir og fráveitu. Fjárfest verður fyrir 1,2 milljarða króna á næsta ári á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar, gangi áætlanir eftir, auk viðhaldsframkvæmda upp á tæpar 150 m.kr. Allt mun þetta styðja við fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Skagafirði.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2022 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 124%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar 101%. Er það vel innan allra marka, þrátt fyrir gríðarmiklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum en sem kunnugt er brást Sveitarfélagið Skagafjörður við hvatningu ríkisins um að ráðast í auknar fjárfestingar á árinu 2021 til að mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt atvinnulíf. Mikil og góð samstaða var í sveitarstjórn um þær aðgerðir.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnana þess.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins og vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Gísli Sigurðsson, Regína Valdimarsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason og Sigríður Magnúsdóttir.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2022-2025 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.

40.Fundagerðir Heilbrigðiseftir Nl.v 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðulands vestra frá 18. júní, 26. ágúst,29. september og 28. október 2021 lagðar fram til kynningar á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021

41.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

903. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021

Fundi slitið - kl. 17:51.