Fara í efni

Aðstaða fyrir Siglingaklúbbinn Drangey

Málsnúmer 2210294

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 20. fundur - 02.11.2022

Hallbjörn Björnsson stjórnarmaður í Siglingaklúbbnum Drangey kom til fundarins til viðræðu um húsnæðismál félagsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 24. fundur - 30.11.2022

Aðstöðumál Siglingaklúbbsins Drangeyjar rædd.

Byggðarráð Skagafjarðar - 28. fundur - 21.12.2022

Málið áður rætt á fundum byggðarráðs þann 02.11.2022 og 30.11.2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Siglingaklúbbsins Drangeyjar á fund ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 29. fundur - 04.01.2023

Á fund byggðarráðs komu forráðamenn Siglingaklúbbsins Drangeyjar, Kári H. Árnason og Hallbjörn Björnsson til viðræðu um aðstöðu klúbbsins til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi í samræmi við það sem rætt var á fundinum og senda til forsvarsmanna Siglingaklúbbsins Drangeyjar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023

Málið áður tekið fyrir á 29. fundi byggðarráðs 4. janúar 2023. Rætt um drög að samningi við siglingaklúbbinn Drangey og ábendingar sem forsvarsmenn klúbbsins hafa komið með um innihald hans.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða framkomnar ábendingar við forsvarsmenn siglingaklúbbsins Drangeyjar, ásamt því að kanna mögulega samnýtingu aðstöðu með Skagafjarðarhöfnum og eftir atvikum fleiri aðilum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 76. fundur - 13.12.2023

Á fund byggðarráðs kom fulltrúi Siglingaklúbbsins Drangeyjar, Hallbjörn Björnsson, til viðræðu um aðstöðu klúbbsins til framtíðar. Ákveðið var að afla frekari upplýsinga og funda að nýju með forráðamönnum klúbbsins í janúar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 81. fundur - 24.01.2024

Undir þessum dagskrárlið kom Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi til fundarins. Rætt var um mögulegar sviðsmyndir varðandi lagfæringar á aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn siglingaklúbbsins Drangeyjar á fund byggðarráðs í fyrstu viku febrúarmánaðar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024

Til fundarins kom Hallbjörn Ægir Björnsson frá Siglingaklúbbnum Drangey til að ræða áform klúbbsins. Lagði hann fram endurbætta hugmynd um útfærslu á aðstöðu fyrir starfsemi hans við smábátahöfnina á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við forsvarsmenn klúbbsins.