Fara í efni

Skipulagsnefnd - 27

Málsnúmer 2306016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 15. fundur - 28.06.2023

Fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar frá 15. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 27 Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina við Reykjarhól í Varmahlíð lögð fram. Skipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
    Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls.
    Nú þegar er hluti frístundasvæðisins byggður. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum. Á uppdrætti er sýnd aðkoma að lóðunum og byggingarreitir. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Drög að deiliskipulagi fyrir landspilduna L230903 Ljónsstaðir úr landi Dúks í Skagafirði lögð fram.

    Skipulagsnefnd fellst á að fallið sé frá skipulagslýsingu þar sem meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi og leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Sæmundarhlíð í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Auglýsingatíma deiliskipulagsins Lambeyri í Tungusveit lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar athugasemdir. Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrahvammi 1, óskar eftir leyfi til að stofna byggingarreit undir gróðurskýli í landi Flugamýrarhvamms 1, landnúmer 232692 líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdrátta eru S-101 og A-101 í verki nr. 70410203, dags. 17. apríl 2023.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð).
    Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m².
    Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301.

    Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Eyrarvegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804.
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Glaumbær III - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Guðmundur Magnússon eigandi raðhúsaíbúðar nr. 79 við Raftahlíð á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni.
    Sótt er um leyfi til að gera innkeyrslu með sama hætti og gert hefur verið við lóðirnar nr. 77 og 81 við Raftahlíð, þ.e.a.s. með austurmörkum lóðarinnar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Helgi Freyr Margeirsson og Margrét Helga Hallsdóttir sækja um stækkun á lóð Dalatúns 11 til suðurs, sjá meðfylgjandi gögn.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og gera nýjan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 S. Fjóla Viktorsdóttir og Elvar Einarsson þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Syðra-Skörðugils 1 , landnúmer 234441, óska eftir heimild til að skipta 2,42 ha spildu/íbúðarhúsalóð úr landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7153-6002, útg. 8. júní 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Syðra-Skörðugil 2. Þetta landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með átta atkvæðum. Einar E Einarsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 27 Míla óskar eftir leyfi fyrir ljósleiðaraframkvæmdum í Skagafirði frá Silfrastöðum til Steinsstaða. Lögn við Fremra-kot og frá Valagerði að sýslumörkum við Vatnshlíð á Vatnsskarði. Meðfylgjandi eru umsagnir hluteigandi stofnana og skriflegt samþykki landeigenda auk annarra gagna varðandi fyrirhugaða lagnaleið og framkvæmd verksins.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Míla - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaraframkvæmdir í Skagafirði, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 27 Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 6 óskar eftir í tölvupósti dags. 14.06.2023 að hún vilji skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 27 Óli Björn Pétursson lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 8 óskar eftir í tölvupósti dags. 13.06.2023 að hann vilji skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar skipulagnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní með níu atkvæðum.