Fara í efni

Syðra-Skörðugil 1 (L234441) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2306095

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 27. fundur - 15.06.2023

S. Fjóla Viktorsdóttir og Elvar Einarsson þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Syðra-Skörðugils 1 , landnúmer 234441, óska eftir heimild til að skipta 2,42 ha spildu/íbúðarhúsalóð úr landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7153-6002, útg. 8. júní 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Syðra-Skörðugil 2. Þetta landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.