Fara í efni

Sólheimar 2 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2307129

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 27.07.2023

Axel Kárason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sólheimar 2, landnúmer 234457, í Blönduhlíð, Skagafirði, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0. dags. 21.07.2023, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsverkefni, helstu forsendum og viðfangsefnum. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu er sýnt áætlað framkvæmdasvæði sem getur tekið breytingum á vinnslutíma skipulagsins. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að meðfylgjandi skipulagslýsing fái kynningu skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv.aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Axel Kárason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sólheimar 2, landnúmer 234457, í Blönduhlíð, Skagafirði, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0. dags. 21.07.2023, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsverkefni, helstu forsendum og viðfangsefnum. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu er sýnt áætlað framkvæmdasvæði sem getur tekið breytingum á vinnslutíma skipulagsins. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að meðfylgjandi skipulagslýsing fái kynningu skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv.aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Byggðaráð Skagafjarðar heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulag fyrir jörðina Sólheima 2 á eigin kostnað og samþykkir jafnframt skipulagslýsinguna með þremur atkvæðum og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Sólheima 2 í Blönduhlíð sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 449/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/449.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 11.01.2024

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð unnin af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Sólheimum 2. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Svæðið er að mestu leyti mólendi og ekkert ræktað land er innan skipulagssvæðisins. Austast á svæðinu er landið í um það bil 90 m hæð en lækkar til vesturs niður í um það bil 40 m hæð næst gamla þjóðveginum. Hafin er bygging á íbúðarhúsi og bílskúr innan byggingarreits nr. BR-1 sem var samþykktur í skipulagsnefnd Skagafjarðar þann 6.10.2022 og í sveitarstjórn þann 10.10.2022.
Stærð skipulagssvæðið er 11,3 ha.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð unnin af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Sólheimum 2. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Svæðið er að mestu leyti mólendi og ekkert ræktað land er innan skipulagssvæðisins. Austast á svæðinu er landið í um það bil 90 m hæð en lækkar til vesturs niður í um það bil 40 m hæð næst gamla þjóðveginum. Hafin er bygging á íbúðarhúsi og bílskúr innan byggingarreits nr. BR-1 sem var samþykktur í skipulagsnefnd Skagafjarðar þann 6.10.2022 og í sveitarstjórn þann 10.10.2022.
Stærð skipulagssvæðið er 11,3 ha.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Skipulagsnefnd - 46. fundur - 21.03.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 449/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/449) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna að deiliskipulagi, Sólheimar 2 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.