Fara í efni

Skipulagsnefnd

46. fundur 21. mars 2024 kl. 10:00 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sólheimar 2 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2307129Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 449/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/449) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna að deiliskipulagi, Sólheimar 2 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

2.Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur - Grenndarkynning

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 23. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 21.02.2024, þá bókað:
"Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: "Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull."

Grenndarkynning vegna málsins var send út 04.03.2024, nú hafa borist svör frá öllum aðilum þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

3.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun.
Helstu verkþættir eru:
Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3.
Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við
sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95.
Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

4.Formlegt erindi til skipulagsnefndar Skagafjarðar

Málsnúmer 2403075Vakta málsnúmer

Upplýst að Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi hefur að beiðni skipulagsfulltrúa svarað lið 1) úr formlegu erindi dags. 28.02.2024 frá stjórn íbúasamtaka Varmahlíðar sem barst skipulagsnefnd Skagafjarðar.
Varðandi lið 2) þá hyggst nefndin taka fyrir og meta þau atriði sem þar koma fram, eftir því sem tilefni er til að lokinni yfirstandandi grenndarkynningu.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34

Málsnúmer 2403016FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 34 þann 14.03.2024.

Fundi slitið - kl. 12:30.