Fara í efni

Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 46. fundur - 21.03.2024

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun.
Helstu verkþættir eru:
Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3.
Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við
sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95.
Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024

Frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars 2024
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3. Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95. Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.