Fara í efni

Hljóðvist í skólum; Umboðsmaður barna

Málsnúmer 2403163

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 90. fundur - 27.03.2024

Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024

Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Fræðslunefnd - 27. fundur - 08.05.2024

Fræðslunefnd barst á síðasta fundi sínum áskorun frá Umboðsmanni barna um að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum. Góð hljóðvist í skólaumhverfi barna eykur gæði náms, bætir námsárangur, einbeitingu, félagslega- og andlega líðan barna og starfsfólks og hefur jákvæð áhrif á skólastarf almennt. Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að á næstu misserum verði gerð úttekt á hljóðvist og lýsingu í skólum Skagafjarðar ásamt því að úttektaraðili geri tillögu að úrbótum þar sem þörf er á. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á úttektinni þegar henni er lokið.