Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

90. fundur 27. mars 2024 kl. 15:00 - 16:04 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2403229, Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar, inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

1.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403179Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir:
Glerskipti, lagfæring á lausum fögum og þéttilistar við vesturhlið Varmahlíðarskóla 3,2 m.kr.
Endurnýjuð lýsing í íþróttahúsi í Varmahlíð 2,9 m.kr.
Leiktæki við lóð Varmahlíðarskóla ásamt uppsetningu 2,5 m.kr.
Stigi og öryggishandrið við fjölmiðlagám á íþróttavelli á Sauðárkróki 2,5 m.kr.
35% stöðugildi við leikskólann Birkilund í Varmahlíð 2,85 m.kr.
Rekstur aðgerðastjórnstöðvar almannavarna 1 m.kr.
Jafnframt eru lagt til að hækkað verði framlag til framkvæmda og eignabreytinga vegna fullnaðarhönnunar hluta gatnakerfis við Sveinstún á Sauðárkróki um 4 m.kr.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með annars vegar hækkun tekna vegna hækkunar endurgjalds frá Úrvinnslusjóði vegna sérstaktrar söfnunar upp á 1,3 m.kr. og hins vegar með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 17,65 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar

Málsnúmer 2403229Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að byggðarráð fundi með fagnefndum sveitarfélagsins um stöðu á vinnslu tillagna úr skýrslu HLH ráðgjafar. Á fyrirhuguðum fundum með nefndum geri hver og ein þeirra grein fyrir framgangi sinna tillagna ásamt því að Byggðarráð yfirfari sameiginlega listann sem að því snýr. Yfirferðin hefst í aprílmánuði.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2024

Málsnúmer 2403200Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 21. mars 2024, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á sjóðnum og aðildarsveitarfélögum boðið að senda inn umsóknir í hann um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins. Um er að ræða umsóknir vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til loka apríl 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir tillögum frá sviðsstjórum að vænlegum verkefnum sem hægt er að sækja um í sjóðinn.

4.Hádegisverður í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 2402092Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 25. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta.
Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700.
Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.
Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar um útboð hádegisverðar í Ársölum og Árskóla. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að samhliða vinni sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs að greiningu þeirra tveggja kosta sem fræðslunefnd leggur til, án þess að útiloka aðrar leiðir sem kunna að verða mögulegar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar hvað kostnað varðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Samráð; Áform um breytingu á lögum nr. 48 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun

Málsnúmer 2403114Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2024, "Áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun". Umsagnarfrestur er til og með 08.04. 2024.

6.Hljóðvist í skólum; Umboðsmaður barna

Málsnúmer 2403163Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Fundi slitið - kl. 16:04.