Fara í efni

Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar

Málsnúmer 2403229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 90. fundur - 27.03.2024

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að byggðarráð fundi með fagnefndum sveitarfélagsins um stöðu á vinnslu tillagna úr skýrslu HLH ráðgjafar. Á fyrirhuguðum fundum með nefndum geri hver og ein þeirra grein fyrir framgangi sinna tillagna ásamt því að Byggðarráð yfirfari sameiginlega listann sem að því snýr. Yfirferðin hefst í aprílmánuði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 92. fundur - 10.04.2024

Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti.

Byggðarráð Skagafjarðar - 93. fundur - 17.04.2024

Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti.

Byggðarráð Skagafjarðar - 94. fundur - 23.04.2024

Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá fræðslunefnd og sviðsstjóra fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi fræðslunefndar, þau Kristófer Már Maronsson, Hrund Pétursdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, auk sviðsstjóra fjölskyldusviðs Bryndísar Lilju Hallsdóttur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og félagsmála- og tómstundanefnd og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.

Byggðarráð Skagafjarðar - 96. fundur - 07.05.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þau Sigurður Hauksson, Tinna Kristín Stefánsdóttir og Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Einnig kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi félagsmála- og tómstundanefndar, þau Sigurður Bjarni Rafnsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Anna Lilja Guðmundsdóttir og sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Bryndís Lilja Hallsdóttir. Farið var yfir tillögur úr skýrslu HLH ehf sem að nefndunum snúa og næstu skref í vinnunni rædd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjallað um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá skipulagsnefnd inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.