Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

8. fundur 01. nóvember 2006

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 8  – 01.11. 2006


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 01.11.2006, kl. 09:00.


Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 
 
DAGSKRÁ:
1)      Kynningarmál
a.      Vinnufundir um vefsíðuna
2)      Menningarmál
a.      Safnastefna
b.      Ráðning forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga
c.       Náttúrugripasafn, erindi frá Páli Dagbjartssyni
d.      Undirbúningur áætlunar um menningardagskrá 2007
e.      Fréttir af Menningarráði Norðurlands vestra
3)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Kynningarmál
a.      Vinnufundir um vefsíðuna
Rætt um fyrirhugaða vinnufundi um vefsíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is.  Fundað verður með fulltrúum framboða n.k. mánudag og almennur fundur verður 13. nóvember.


2)      Menningarmál
a.      Safnastefna
Rætt um safnastefnu, ákveðið að halda sérstakan vinnufund til að ganga frá stefnunni.


b.      Ráðning forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði í framhaldi af því að núverandi forstöðumaður, Dóra Þorsteinsdóttir, óskaði eftir því að láta af störfum.  Lögum samkvæmt var auglýst eftir bókasafnsfræðingi til starfa við safnið og bárust þrjár umsóknir.  Sviðsstjóri leggur til við Menningar- og kynningarnefnd að Þórdís Friðbjörnsdóttir verði ráðin í starfið.  Þórdís er eini umsækjandinn sem er með þá menntun sem óskað var eftir, auk þess sem víðtæk starfsreynsla hennar, bæði við bókasöfn og kennslu mun nýtast henni vel í forstöðumannsstarfinu.
Nefndin samþykkir tillöguna.


c.       Náttúrugripasafn, erindi frá Páli Dagbjartssyni
Lagt fram bréf dags. 26.09.2006 frá Páli Dagbjartssyni um stöðu Náttúrugripasafns Skagafjarðar.
Samþykkt að óska eftir fundi með Páli ásamt deildarstjóra fiskeldisdeildar Hólaskóla, forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra um málefni náttúrufræðasafns.


d.      Undirbúningur áætlunar um menningardagskrá 2007
Samþykkt aðhalda fundmeð forráðamönnum félagasamtaka og skipuleggjenda hátíða til að ræða fyrirhugaða viðburði á árinu 2007.  Fundurinn verði haldinn í framhaldi af gerð fjárhagsáætlunargerð.


e.      Fréttir af Menningarráði Norðurlands vestra
Formaður sagði fréttir af fyrirhuguðum menningarsamningi Norðurlands vestra.
 
3)      Önnur mál
Formaður kynnti hugmyndir um kynningu á Hofsósi sem búsetukosti í framhaldi af lagningu hitaveitu á svæðinu sem fyrirhugað er þar á næsta ári.
 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35