Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

27. fundur 10. desember 2007
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 27  – 10.12.2007
 


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 10.12.2007, kl. 13:30.

 

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir, Bjarni Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

 

DAGSKRÁ:

 

1)      Menningarhúsið Miðgarður

2)      Heimasíða sveitarfélagsins

3)      Önnur mál

 

AFGREIÐSLUR:

1)      Menningarhúsið Miðgarður

Umræðum frestað.  Áætlað að funda með byggingarnefnd Miðgarðs hið fyrsta.

 

2)      Heimasíða sveitarfélagsins

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjórnarhópi VG varðandi verklagsreglur fyrir heimasíðuna.  Nefndin þakkar fyrir erindið og ákveður að koma til móts við athugasemd þeirra þess efnis að skýrt sé á forsíðu vefsíðunnar í hvaða nefnd þeir sitja sem þar skrifa.

Nefndin samþykkir breytingar á verklagsreglum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins þannig að öllum fulltrúum í sveitarstjórn og fastanefndum verði boðið að skrifa þar pistla, áður á dagskrá nefndarinnar þann 23.10 sl.

Reglurnar verða sendar sveitarstjórn með fundargerðinni.

 

3)      Önnur mál

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15