Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

66. fundur 29. apríl 2013 kl. 15:00 - 18:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Helgi Þór Thorarensen varam. áheyrnarftr.
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um gjaldskrárhækkun

Málsnúmer 1212086Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Héraðsbókasafni Skagfirðinga um gjaldskrárhækkun á árinu 2013.
Menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir lánþegaskírteini hækki úr 1.700 kr. í 2.000 kr. þann 1. september 2013 og vísar samþykktinni til samþykktar hjá byggðarráði.

2.Nýtt nafn á Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1302207Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá rekstraraðilum Félagsheimilis Rípurhrepps hins forna, varðandi ósk um nafnbreytingu á félagsheimilinu. Fylgja með tillögur um nöfn, sem safnað var á síðasta þorrablóti Nesbúa.
Nefndin leggur til að ekki verði farið í nafnbreytingu á félagsheimilinu, nema í nánu samráði við meðeiganda og íbúa í Hegranesi. Sigfúsi Inga Sigfússyni falið að kanna hug meðeiganda til málsins.

3.Fundargerð húsnefndar Melsgils

Málsnúmer 1301270Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð húsnefndar félagsheimilisins Melsgils frá 16. janúar 2013.

4.Byggðasafn Skagfirðinga - ársskýrsla 2012

Málsnúmer 1304137Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti ársskýrslu safnsins fyrir árið 2012.
Menningar- og kynningarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa ágætu skýrslu og þakkar Sigríði og hennar starfsfólki fyrir þeirra frábæru störf í þágu safnsins og samfélagsins.

5.Félagsheimili í Skagafirði. Stöðuyfirlit apríl 2013.

Málsnúmer 1304365Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu Katrín María Andrésdóttir og Ingibergur Guðmundsson starfsmenn SSNV og kynntu skýrslu sem þau unnu fyrir sveitarfélagið um félagsheimilin í eigu þess.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim Katrínu Maríu og Ingibergi fyrir vel unna skýrslu sem mun nýtast vel í skoðun og endurskipulagningu málefna félagsheimilanna.

Fundi slitið - kl. 18:05.