Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

60. fundur 21. desember 2011 kl. 13:00 - 13:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Eybjörg Guðný Guðnadóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima

Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer

Að teknu tilliti til allra þátta er niðurstaða nefndarinnar að ganga til samninga við Sigrúnu Aadnegard til eins árs. Á þessum tíma verður farið í stefnumótunarvinnu varðandi framtíð félagsheimila í Skagafirði, hlutverk þeirra og sérstöðu.

Sviðsstjóra falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Samningur um rekstur félagsheimilisins í Hegranesi 2012

Málsnúmer 1112364Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Halldór Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur um rekstur félagsheimilisins í Hegranesi. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi til undirskriftar.

3.Samningur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 1112365Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Stefán Gísla Haraldsson og Unni Gottsveinsdóttur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi til undirskriftar.

Fundi slitið - kl. 13:52.