Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

63. fundur 02. apríl 2012 kl. 09:00 - 11:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Viðhald Safnahúss Skagfirðinga

Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem miða að því að bæta aðgengi að Héraðsbókasafni Skagfirðinga.

Menningar- og kynningarnefnd beinir því til Byggðarráðs að ráðist verði í gerð lyftu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði sem fram kom á fundi Byggðarráðs 26. jan. sl. þar sem fjallað var um útgreiðslu úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.

2.Framtíðarskipulag safnsvæðisins í Glaumbæ

Málsnúmer 1203379Vakta málsnúmer

Rætt um framtíð safnasvæðisins í Glaumbæ, en fram kom á síðasta fundi nefndarinnar að mikilvægt sé að ráðast í heildarskipulag fyrir svæðið.

Menningar- og kynningarnefnd óskar eftir því við Skipulags- og byggingarnefnd að hafin verði sem fyrst vinna við deiliskipulag fyrir athafnasvæði Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ í samstarfi við safnstjóra og Menningar- og kynningarnefnd.

3.Félagsheimili í Skagafirði - stefnumótun

Málsnúmer 1203378Vakta málsnúmer

Rætt um stefnumótun fyrir félagsheimili í Skagafirði. Sviðsstjóra falið að taka saman upplýsingar um rekstrarkostnað, fyrirsjáanlegan viðhaldskostnað á næstu árum og núverandi rekstrarform félagsheimila.

4.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012

Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaða Atvinnulífssýningu sem mun fara fram í lok apríl á Sauðárkróki.

Nefndin lýsir ánægju sinni með sýninguna sem mun væntanlega endurspegla þá fjölbreytni í atvinnulífi og menningu sem Skagafjörður býr yfir.

5.Opnun ljósmyndabanka Skagafjarðar

Málsnúmer 1203381Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kom til fundarins og kynnti fyrirhugaða opnun ljósmyndabanka Skagafjarðar sem mun fara fram í Sæluviku.

6.Sæluvika 2012

Málsnúmer 1203380Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir drög að dagskrá Sæluviku sem mun hefjast 29. apríl n.k.

7.Styrkir til fornleifarannsókna úr fornleifasjóði

Málsnúmer 1203383Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skýrði frá veglegum verkefnastyrkjum sem Fornleifadeild Byggðasafnsins fékk nýlega úr Fornleifasjóði, samtals 4,5 milljónir.
Tvær milljónir fengust til rannsókna á fornum kirkjugarði á Stóru-Seylu á Langholti, ein og hálf milljón fékkst til að ljúka úrvinnslu uppgraftar kirkjugarðs og kumlateigs í Keldudal, Hegranesi og ein milljón fékkst til skráningar minja á strandlengjunni út að austan (austurströnd Skagafjarðar).
Nefndin fagnar styrkjunum sem eru staðfesting á því góða starfi sem unnið er á Byggðasafninu.

8.Samstarf við RÚV um sjónvarpsþátt

Málsnúmer 1203382Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri sagði frá fyrirhuguðu samstarfi milli RÚV og sveitarfélagsins um gerð sjónvarpsþáttar á komandi sumri.

9.Ósk um rökstuðning

Málsnúmer 1201236Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf formanns nefndarinnar til Þrastar Jónssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur, svar við ósk þeirra um rökstuðning á vali nefndarinnar á rekstraraðila Ljósheima.

Fundi slitið - kl. 11:20.