Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

44. fundur 27. maí 2010 kl. 13:00 - 13:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Staða á liðum Menningar- og kynningarnefndar í fjárhagsáætlun 15.05.2010

Málsnúmer 1005222Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða á þeim liðum fjárhagsáætlunar sem Menningar- og kynningarnefnd fer með.

2.Beiðni um breytingar á aðstöðu í Miðgarði

Málsnúmer 1003024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Karlakórnum Heimi þar sem óskað er eftir því að fá að nýta annað herbergi í kjallara en ráð var fyrir gert í samningi sem gerður var milli kórsins og hússins dags. 23.10.2009. Áður á dagskrá nefndarinnar þann 4.3. sl.

Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.Launað leyfi - umsókn Hjalti Pálsson

Málsnúmer 0901100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjalta Pálssyni, áður til umfjöllunar á síðasta ári, þar sem hann óskar eftir rannsóknarleyfi til eins árs, sem þó yrði tekið á 2-3 árum. Að höfðu samráði við stjórn Byggðarsögu mælir nefndin með að veita Hjalta leyfið.

4.Nýr menningarsamningur

Málsnúmer 1005198Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar nýr Menningarsamningur fyrir Norðurland vestra fyrir árið 2010.

Nefndin fagnar samningnum og leggur þunga áherslu á að framhald verði á samstarfi ríkis og sveitarfélaga á grundvelli menningarsamninga.

5.Samningur um styrk vegna úrbóta á ferðamannastöðum

Málsnúmer 1005037Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingar frá Ferðamálastofu til uppbyggingar á snyrtingum fyrir fatlaða á lóð Byggðasafnins í Glaumbæ.

6.Íslensku safnaverðlaunin

Málsnúmer 1004066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) þar sem tilkynnt er að Byggðasafn Skagfirðinga sé útnefnt til verðlaunanna þetta árið.´

Nefndin fagnar þessari verðskulduðu tilnefningu og þakkar starfsfólki safnsins fyrir það góða starf sem nú hlýtur þá athygli sem það á skilið.

7.Styrkveitingar 2010

Málsnúmer 1003315Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Húsafriðunarnefnd þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til endurbyggingingar Tyrfingsstaða á Kjálka upp á kr. 300.000.

8.Ferðahandbók - örnefni

Málsnúmer 1005084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem farið er fram á styrk til útgáfu örnefnahandbókar.

Nefndin sér sér ekki fært að styrkja útgáfuna.

9.Sumardagskráin 2010

Málsnúmer 1005267Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Sumardagskrá 2010 fyrir Skagafjörð. Nefndin samþykkir að dagskráin verði einungis gefin út í rafrænu formi þetta árið.

10.Þakkir og kveðjur

Málsnúmer 1005270Vakta málsnúmer

Formaður þakkaði gott samstarf og samvinnu á kjörtímabilinu og tóku nefndarmenn undir það. Að svo búnu hélt nefndin út í vorið.

Fundi slitið - kl. 13:00.