Fara í efni

Samgöngunefnd

18. fundur 30. ágúst 2004 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2004, þann 30. ágúst, var Samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson hafnarvörður.


Fundarefni:

  1. Gjaldskrármál
  2. Hofsósshöfn – Tilboð í verkið “Hofsós-Norðurgarður, styrking á grjótvörn”.
  3. Fjárhagur og gjaldskrá hafna árið 2002.
  4. Vettvangskönnun - Sauðárkrókshöfn
  5. Önnur mál


Afgreiðslur:

1. Gunnar kynnti tillögu að breytingum á gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir.

Lestargjald fari úr kr. 8,73 í kr. 8,85 á mælieiningu, en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Bryggjugjald fari úr kr. 2,16 miðað við 12 tíma í kr 4.04 á mælieiningu og miðist við byrjaða 24 tíma.

Þá hækki vörugjöld í flokki 1 til 3 um 15%

  1. flokkur var kr. 138,80 en verður kr. 159,62
  2. flokkur var kr. 267,20 en verður kr. 307,28
  3. flokkur var kr. 288,50 en verður kr. 331,78
  4. flokkur  Aflagjald óbreytt 1,60%

Tillaga að siglingaverndargjaldi kr. 18.000,00

Tillaga að vöktun, dagvinnu, kr. 2.500,00 pr. klukkust.

Tillaga að vökun, næturvinnu, kr. 4.500,00 pr. klukkust.

Breytingar þessar taki gildi 1. ágúst 2004-08-30.

Breytingin að gjaldskrá samþykkt samhljóða.

2. Hallgrímur kynnti tilboð í styrkingu á Norðurgarði Hofsósshafnar. Siglingastofnun mælir með að tilboði frá KNH verktaka, að upphæð 2 millj. 185 þús., í verkið verði tekið. Verklok skulu vera 30. nóvember 2004.

Nefndin samþykkir að tilboði KNH verktaka verði tekið.

3. Lögð fram skýrsla um fjárhag og gjaldskrár hafna árið 2002 til kynningar.

4. Farið í vettvangskönnun um Sauðárkrókshöfn. Skoðaðar framkvæmdir vegna Siglingaverndar og hugsanlegt bryggjustæði með vesturkanti smábátalægis.

5. Önnur mál:  Formaður kynnti drög að sjóvarnarframkvæmdum í Skagafirði á næstu árum.
 

Fleira ekki gert.


Örn Þórarinsson, ritari

Brynjar Pálsson                                             

Gunnar S. Steingrímsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir                                  

Hallgrímur Ingólfsson