Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

22. fundur 14. ágúst 2013 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
  • Álfheiður F Friðbjarnardóttir grunnskólastjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Birkilundur - biðlisti

Málsnúmer 1306041Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi var ákveðið að auglýsa eftir dagmömmu í Varmahlíð. Engar umsóknir bárust, þannig að ljóst er að áfram verður biðlisti við leikskólann Birkilund. Ákveðið að vinna áfram að hugmyndum um stækkun leikskólans með flutningi í húsnæði grunnskólans.

2.Varmahlíðarskóli - kerfisloft

Málsnúmer 1308047Vakta málsnúmer

Samþykkt að klára kerfisloft í matsal Varmahlíðarskóla.

3.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsstaða fyrir fyrstu 6 mánuði ársins fyrir leik-grunnskóla og íþróttamiðstöð í Varmahlíð. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs ræddur.

Fundi slitið - kl. 16:15.