Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

39. fundur 31. maí 2019 kl. 09:30 - 10:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Þórunn Eyjólfsdóttir aðalm.
  • Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps
  • Hrefna Jóhannesdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Þjónustusamningur drög

Málsnúmer 1801228Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Farið yfir samninginn og samþykkt að greinar 2, 4, 7 og 12 verði teknar til nánari skoðunar fram að næsta fundi samstarfsnefndar.

2.Fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála í Skagafirði

Málsnúmer 1905235Vakta málsnúmer

Samþykkt að gerð verði drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir Akrahrepp. Drögin verði send Akrahreppi til skoðunar fyrir næsta fund samstarfsnefndar.

3.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer

Rætt um úttekt Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. á rekstri og starfsemi Varmahlíðarskóla í Skagafirði.

4.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Samstarfnefnd samþykkir að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið.

Fundi slitið - kl. 10:45.