Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

1. fundur 13. febrúar 2008 kl. 13:30 - 16:10 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samstarfssamningur - endurskoðun

Málsnúmer 0802069Vakta málsnúmer

1. Kennaraíbúðir í Varmahlíð. Samþykkt að upplýsa leigjendur kennaraíbúðanna um að leigan hækki 1. ágúst 2008 í kr. 30.000 fyrir litla íbúð og kr. 45.000 fyrir stóra íbúð. Leigan verður bundin vísitölu neysluverðs og hækkar árlega miðað við 1. ágúst ár hvert. 2. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð. Rætt um gjaldskrármál fyrir Íþróttamiðstöðina í Varmahlíð. 3. Akraskóli. Agnar og Þorleifur staðfesta að núverandi hreppsnefnd Akrahrepps hefur engin áform uppi um að taka upp skólahald í Akraskóla. 4. Varmahlíðarskóli. Rætt um viðhaldsþörf skólans og þá sérstaklega málun utanhúss sem talin er brýnust verkefna í þessum efnum. Einnig minnst á handavinnustofu og áætlanir um breytingu og endurnýjun þess rýmis og tækja. Fyrir liggur einnig að bæta eldvarnir. Páll vék af fundi þegar hér var komið. 5. Leikskólinn Birkilundur. 5. Fram kom að til að koma til móts við rýmisþörf Leikskólans Birkilundar þarf að auka fermetrafjölda um rúmlega 100. Helst kreppir skóinn í starfsmannaaðstöðu, eldhúsi og leiksvæði barna. Samþykkt að fela tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar að áætla og bera saman heildarkostnað við uppsetningu annars vegar á stálhýsum og hins vegar einingum frá SG húseiningum, sem gætu leyst húsnæðisvandann á fljótlegastan hátt. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá leikskólastjóra Birkilundar um vistunartíma barna á leikskólanum eftir sveitarfélögum fyrir árið 2007. Rúnar yfirgaf fundinn. 6. Endurskoðun samstarfssamnings. Farið yfir Samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Samþykkt að leggja til eftirfarandi breytingar á grein 1. Breyta orðalagi, bæta inn í samninginn dagvist aldraðra og athuga með félagsstarf barna og unglinga. Breyta h) liðnum ? fella út ?móttaka brotamálma og rafgeyma?. Breyta j) liðnum ? fella út ?og þjónusta ferðamálafulltrúa??. Einnig samþykkt að skoða breytingar á 2. grein varðandi útreikning á þátttöku Akrahrepps í skólaþjónustu og reikna út frá hlutfalli íbúatölu. Kostnaðarþátttaka vegna byggingaeftirlits verði eins og framkvæmt hefur verið undanfarin ár, að stofn til útreiknings verði 50% af kostnaði málaflokks 09 og reiknað út frá íbúahlutfalli. Samþykkt að halda áfram yfirferð samningsins á fundi 27. febrúar 2008.

Fundi slitið - kl. 16:10.