Fara í efni

Skipulagsnefnd

10. fundur 20. október 2022 kl. 10:00 - 12:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

2.Aðalskipulag - Fyrirspurn um áfom um endurskoðun ASK

Málsnúmer 2210088Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu Skagafirði fyrir 1. nóvember næstkomandi hvort hafin er eða áfomuð sé vinna við gerð eða endurskoðun aðalskipulags vegna kostnaðarþátttöku úr Skipulagssjóði.

Skipulagsnefnd staðfestir að hafin er undirbúningsvinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, m.a. vegna sameiningar þessara sveitarfélaga fyrr á þessu ári.

3.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Anna Bragadóttir frá Eflu verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagtillögu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð verknúmer 2320-023, í mælikvarðanum 1:3000.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með hönnuðum í samræmi við umræður fundarins.

4.Brúnastaðir 146157 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2209338Vakta málsnúmer

Elenóra Bára Birkisdóttir og Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Brúnastaðir ehf., þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, (landnr.146157), sækja um leyfi til að stofna 8732 m2 spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Blámelur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 77760202 útg. 20.09.2022 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu.
Ekki er annað landnúmer skráð með sama landheiti í Skagafirði.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Brúnastöðum, landnr. 146157.
Einnig skrifar undir erindið Friðrik Smári Stefánsson eigandi Brúnastaða 3 L220621 þar sem aðkoma að spildunni er um vegtengingu í landi Brúnastaða 3 og kvöð er um yfirferðarrétt þeirrar jarðar eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

5.Hraun I - Hraun II - Fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2111113Vakta málsnúmer

Haukur Bent Sigmarsson fyrir hönd Fljótabakka ehf. óskar eftir því að jarðirnar Hraun I (L146818) og Hraun II (L146824) verði sameinaðar undir nafni Hrauns I.
Landamerki innbyrðis jarðanna Hraun I (L146818) og Hraun II (L146824) eru óskilgreind.
Umsækjandi er þinglýstur eigandi beggja jarða.
Sameiningin hefur ekki áhrif á ytri landamerki jarðanna eða lóðarmörk innan jarða.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

6.Goðdalir, Vesturdal - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2210194Vakta málsnúmer

Sigþór Smári Borgþórsson og Rósa Sigurbjörg Guðmundsóttir þinglýstir eigendur Goðdala í Vesturdal, Skagafirði (landnr. 146166), óska eftir heimild til að stofna 1500 m2 byggingarreit fyrir útihús á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73330101 útg. 20.09.2022.
Afstöðuuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

7.Laugavegur 19 - Lóðarmál

Málsnúmer 2210108Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar leggur fram tillögu um breytingu á afmörkun lóðarinnar Laugavegur 19 eins og hún er sýnd á lóðablaði dags. 7. des. 2020 með breytingu dags. 29.04.2021., lóðarblaði áritað 1. júní 2021. Breytingin felur í sér að nyrsti hluti lóðar með hnitpunktum LM05 og LM06 fellur út. Meðfylgjandi er lóðablað Laugavegar 19 í Varmahlíð dags. 7. des. 2020, með breytingu dags. 22.09.2022 sem sýnir breytta afmörkun lóðarinnar. Fyrir breytingu er lóðin 973,7 m² en verður 690 m². Hámarksnýtingarhlutfall lóðar verður 0,44. Frekari skilmálar koma fram á meðfylgjandi lóðablaði.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu um breytingu á afmörkun lóðarinnar.

8.Nestún norður - Parhúsalóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205116Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.

Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Nestún norður frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

9.Birkimelur í Varmahlíð - Íbúðarlóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úrskurður í kærumáli nr. 51/2022 vegna deiliskipulags við Birkimel í Varmahlíð um að deiliskipulagið standi. Því fellur sá fyrirvara sem auglýstur var um úthlutun lóða við Birkimel úr gildi.
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.

Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Birkimel í Varmahlíð frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

10.Borgarsíða 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2210141Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir ásamt Ingvari Páli Ingvarssyni um iðnaðarlóðina Borgarsíðu 7 á Sauðárkróki fyrir geymsluhúsnæði.

Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins.

11.Umsókn um lóð Borgarflöt 23 og 25

Málsnúmer 2209173Vakta málsnúmer

Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélag Skagfirðinga sækir um iðnaðarlóðirnar Borgarflöt 23 og 25.

Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðunum til umsækjenda.

12.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123 2010

Málsnúmer 2210015Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, 144. mál.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6

Málsnúmer 2209015FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 6 þann 26.09.2022.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

Málsnúmer 2210013FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 7 þann 19.10.2022.

Fundi slitið - kl. 12:00.