Fara í efni

Skipulagsnefnd

42. fundur 25. janúar 2024 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar - Fasi 2

Málsnúmer 2401240Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Kirkjureiturinn (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag

Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins, útg. 1.0 dags, 18.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

Eitt af viðfangsefnum nýrrar tillögu að deiliskipulagi er að miða skipulagið að nútíma kröfum og venjum auk þess að taka á aðgengismálum.
Á skipulagssvæðinu eru sýndar 3 íbúðarlóðir og 2 þjónustulóðir. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lóð. Skilmálar um stærð lóða, hámarksbyggingarmagn, hæðafjölda og hámarks hæð bygginga eru meðal þeirra atriða sem sýnd eru á skipulagsuppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Skógargötureitur, íbúðabyggð, Sauðárkróki, útg. 1.0 dags, 22.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

Þegar hefur verið fundað með nokkrum lóðarhöfum lóða á skipulagssvæðinu og aðrir lögðu inn ábendingu við skipulagslýsingu. Þá liggja fyrir beiðnir nokkurra lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt helstu byggingarskilmálum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.

4.Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, dags. 23.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Borgargerði 4. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu lóðamarka, byggingarreita, vegtengingar og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

5.Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206266Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 797/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/797) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Íbúðarbyggð Steinsstöðum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

6.Aðalgata 20b - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2311270Vakta málsnúmer

Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 30.11.2023 og þá eftirfarandi bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir. Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu.".

Málið einnig á fundi skipulagsnefndar 11.01.2024 og þá eftirfarandi bókað: "Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins."

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið leyfi vegna breytinga á húsnæðinu en bendir jafnframt á að ekki sé tekin afstaða til uppdrátta sem sýna breytt skipulag utan lóðar og vísar í því sambandi til gerðar deiliskipulags.

7.Hofsós Skólagata (L146652) - Ósk um grenndarkynningu.

Málsnúmer 2401227Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir Jón Örn Berndsen um óverulega breytingu á deiliskipulagi Leik- og grunnskólasvæðis á Hofsósi. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir og endurbætur við skólahús Grunnskólans austan Vatna við Skólabraut á Hofsósi. Eitt af meginmarkmiðum með framkvæmdinni er að bæta aðgengi hreyfihamlaðra um hús og lóð.
Til að ná fram þeim markmiðum er stór liður í framkvæmdinni að byggja lyftuhús norðan á elstu skólabygginguna. Byggt verður samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru hjá Úti-Inni teiknistofu, af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir eru dagsettir 15.12.2023 og bera heitið GAV lyfta gluggar, klæðningar. Númer uppdrátta A100 og A101.

Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi skólasvæðisins er ekki gert ráð fyrir viðbyggingarmöguleikum við skólann til norðurs og því er þessi fyrirhugaða 10,18 m2 viðbygging utan samþykkts byggingarreits.

Skipulagsnefnd telur að umbeðin framkvæmd víki að engu leiti frá samþykktri notkun svæðisins og hafi að mjög óverulegu leiti áhrif á útliti, form og nýtingarhlutfall viðkomandi svæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723.

8.Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt

Málsnúmer 2107132Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 7. janúar 2022 og þá eftirfarandi bókað:
“Guðmundur Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh.Makíta ehf. Kt 6510171300 sem er eigandi lögbýlisins Brúarland L146511 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 39,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 4.8.2021 gerður af Skógræktinni, Bergsveini Þórssyni. Skipulagsfulltrúi hefur óskað umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra varðandi ætlaða framkvæmd og barst svar 10.desember sl. Í svari minjavarðar kemur m.a. fram að fara skuli fram fornleifaskráning á samningssvæði skógræktar til þess að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á minjar. Þar sem ekki liggur fyrir fornleifaskráning á fyrirhuguðu samningssvæði til skógræktar frestar nefndin afgreiðslu málsins."

Með erindinu fylgir uppfærður uppdráttur dags. 10.01.2024 unninn af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni ásamt fornleifaskráning frá umsækjanda unnin af Hermanni Jakobi Hjartarsyni og Rúnu K. Tetzschner hjá ANTIKVA ehf. árið 2023.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar dags. 24.01.2024.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30

Málsnúmer 2401015FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 30 þann 23.01.2024.

Fundi slitið - kl. 12:00.