Fara í efni

Skólanefnd

50. fundur 19. mars 2002 kl. 16:00 - 17:45 í Safnahúsinu

Ár 2002, þriðjudaginn 19. mars kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í Safnahúsinu.

Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.  Einnig mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson og Elín Sigurðardóttir fulltrúar grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra. Áheyrnarfulltrúar Tónlistarskólans, Sveinn Sigurbjörnsson og Sigurbjörg Kristínardóttir

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

 DAGSKRÁ:

 Grunnskólamál:

  1. Erindi frá foreldrum um breytta skólavist.

  2. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

  3. Erindi frá byggðaráði

  4. Þriggja ára fjárhagsáætlun - framkvæmdaáætlun

  5. Önnur mál.

 Leikskólamál:

  1. Skólahópur 5 ára barna

  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun - framkvæmdaáætlun

  3. Önnur mál

 Tónlistarskólamál:

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun – framkvæmdaáætlun

  2. Önnur mál

  

AFGREIÐSLUR:

 Grunnskólamál:

  1. Tekið fyrir erindi frá foreldrum í Hjaltadal. Þau fara fram á breytingu á skólavist barna sinna. Skólanefnd samþykkir að heimila þessar breytingar á skólavist.

  2. Lagt fram til kynningar upplýsingar um norræna skólamálaráðstefnu fyrir sveitarstjórnarmenn  og stjórnendur skóla, sem haldin er í Bergen 11. – 14. apríl.

  3. Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Íslands um Yrkjusjóð sem byggðaráð vísaði til skólanefndar. Skólanefnd samþykkir að vísa erindinu til skólastjóra grunnskólanna.

  4. Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.

  5. Önnur mál: Engin önnur mál.

 Leikskólamál:

  1. Skólamálastjóri kynnti fyrir skólanefnd þær hugmyndir sem uppi væru um skipulagningu verkefnisins um skólahóp fimm ára barna. Einnig upplýsti hann að sótt hefði verið um styrk úr þróunarsjóði leikskóla.

  2. Þriggja ára fjárhagsáætlun. Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.

  3. Önnur mál. Engin önnur mál.

 Tónlistarskólamál:

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun. Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.

  2. Önnur mál. Skólastjóri gerði grein fyrir því sem verið hafði á döfinni í skólanum og hvaða ákvarðanir þurfi að taka í tengslum við nýjan kjarasamning. Einnig spurðist hann fyrir um húsnæði Clickon. Hugsanlegt að Tónlistarskólinn gæti komist þar inn til bráðabirgða fáa tíma í fáa daga með slagverkskennslu. Hann myndi hinsvegar víkja úr húsnæðinu strax og farið væri fram á það.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45