Fara í efni

Skólanefnd

22. fundur 08. júní 1999 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1999, þriðjudaginn 8. júní kl. 1600 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson og Ingimar Ingimarsson.
Einnig áheyrnarfulltrúarnir:  Hallgrímur Gunnarsson fyrir foreldra leikskólabarna, Sigríður Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Óskar  G. Björnsson fulltrúi skólastjóra grunnskólanna, Bryndís Þráinsdóttir fulltrúi kennara og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri sem var fundarritari.

Gengið var til dagskrár sem var í 11 liðum.

DAGSKRÁ: 

  1. Uppsögn leikskólastjóra Furukots.
  2. Skipulag við Barnaborg Hofsósi.
  3. Sumarlokanir leikskólanna.
  4. Bréf frá foreldri.
  5. Umsóknir um stöður.
  6. Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans.
  7. Ráðning skólastjóra Grunnsk. Hofsós – Hóla og Sólgarða.
  8. Skipulag Grunnskólans á Sauðárkróki – Árskóla – byggingarnefnd.
  9. Bréf frá Grunnskólanum að Hólum.
  10. Skólaakstur.
  11. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Kynnt var uppsögn leikskólastjórans Furukoti sem segir upp frá og með 1. ágúst.  Einnig var kynnt uppsögn leikskólastjóra Brúsabæjar að Hólum.  Hún óskar jafnframt eftir starfi við leikskólann áfram.
  2. Leikskólafulltrúi kynnti nýtt skipulag í starfsmannamálum við Barnaborg Hofsósi.  Skólanefnd samþykkir að við Barnaborg verði tvö stöðugildi.  Jafnframt samþykkir skólanefnd að kanna með skóladagheimili innan veggja leikskólans.  Skólanefnd samþykkir að Harpa Kristinsdóttir verði leikskólastjóri við Barnaborg.
  3. Leikskólafulltrúi kynnti hugmyndir um sumarlokanir leikskólanna.  Ákveðið að taka þetta mál til afgreiðslu í ágúst.
  4. Kynnt bréf frá foreldri.  Leikskólafulltrúa og skólamálastjóra falið að semja upplýsingabréf fyrir foreldra barna í talkennslu.  Skólamálastjóra falið að leysa málið.
  5. Umsókn leikskólakennara um stöðu við leikskóla á Sauðárkróki.  Ákveðið að afla frekari upplýsinga frá Árborg, Ísafjarðarbæ, Mosfellsbæ, Húsavík, Akranesi og Seltjarnarnesi og taka ákvörðun á næsta fundi.  Umsókn um leikskólastjórastöðu og leikskólakennarastöðu við Birkilund í Varmahlíð auk umsókna frá öðru starfsfólki. Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólafulltrúa um ráðningar í 5 og ½ stöðugildi við leikskólann. 
    Hér viku áheyrnarfulltrúar leikskóla af fundi.
                                                                         Sigríður Stefánsdóttir
                                                                         Hallgrímur Gunnarsson
  6. Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans. Formaður kynnti umsóknirnar 5 sem höfðu borist.  Ákvörðun um ráðningu verður tekin á næsta fundi.
  7. Ráðning skólastjóra. Formaður kynnti þær umsóknir sem fyrir lágu en tvær umsóknir höfðu borist. Ákvörðun um ráðningu verður tekin á næsta fundi.
  8. Skipulag Árskóla (Grunnskólans á Sauðárkróki). Skólanefnd samþykkir að haldið skuli áfram hönnunarvinnu við fyrirhugaða D-álmu við Gagnfræðaskólahúsið með það að markmiði að allur Grunnskólinn á Sauðárkróki verði þar til húsa eftir að byggingu þess áfanga sem nú hefur verið boðinn út og væntanlegrar D-álmu er lokið. Samþykkt samhljóða.
  9. Kynnt bréf skólastjóra Grunnskólans að Hólum með upplýsingum um ráðningu starfsmanna.
  10. Skólaakstur. Málinu frestað til næsta fundar.
    Hér viku áheyrnarfulltrúar grunnskóla af fundi.
                                                                         Bryndís Þráinsdóttir
                                                                        Óskar G. Björnsson
  11. Önnur mál.
    a)  Bréf frá Ungmennafélaginu Hjalta. Félagið vantar aðstöðu, spurning hvort hægt sé að samræma uppbyggingu skólalóðar og íþróttasvæðis.  Ákveðið að skólamálastjóri kannaði málið nánar fyrir næsta fund.
    b) Skólamálastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk.

Fleira ekki gert, fundi slitið.