Fara í efni

Skólanefnd

27. fundur 09. nóvember 1999 kl. 16:00 Á skrifstofu Skagafjarðar

Árið 1999, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 1600 kom skólanefnd saman á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Lárus Dagur Pálsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Ingimar Ingimarsson.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólakennara, Sólrún Harðardóttir og Sigurður Jónsson,  Björn Björnsson fulltrúi skólastjóra, Erna Rós Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Bryndís Óladóttir fulltrúi leikskólastarfsmanna, leikskólafulltrúi Sigríður Stefánsdóttir, fulltrúi Akrahrepps Dalla Þórðardóttir, skólamálastjóri Rúnar Vífilsson og Sveinn Sigurbjörnsson tónlistarskólastjóri.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:
a)   Fjárhagsáætlun skólanna.
b)   Skólanámskrár.
c)   Húsnæðismál Grunnskólans Hofsósi.
d)  Bréf frá Menntamálaráðuneyti.
e)  Árvist - skólavistun Árskóla.
f)   Undirbúningur útboðs á skólaakstri.
g)  Sameining bókasafna og skólabókasafna.

Leikskólamál:
h)  Fjárhagsáætlun leikskólanna.
i)   Sumarlokanir.
j)   Bréf frá leikskólakennara.
k)  Gjaldskrármál.

Tónlistarskólamál.
l)   Fjárhagsáætlun.
m) Gjaldskrárhækkun.
n)  Erindi frá kennara við skólann.

Önnur mál:
o)  Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu.
p)  Stefnumótun skólanefndar.
q)  Erindisbréf.
r)   Málþing. 

AFGREIÐSLUR: 

Grunnskólamál:
a)  Kynnt staðan á fjárhagsáætlun 1999 fyrir grunnskólana í sveitarfélaginu.
b)  Rúnar sagði frá því að grunnskólarnir í sveitafélaginu væru að vinna að gerð skólanámskráa og yrðu þær líklega tilbúnar í vor.
c)   Samþykkt að fela tæknideild sveitarfélagsins að gera úttekt á húsnæðinu. Einnig samþykkt að fela skólamálastjóra og skólastjóra að gera húsrýmiskönnun.
d)  Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu.
e)   Herdís kynnti hvernig nýtingin hefur verið á skólavistuninni í Árskóla það sem af er vetri, og kom það fram að nýtingin hefur farið fram úr björtustu vonum og er meiri en búist var við.
f)   Herdís kynnti hvernig gengi með undirbúning útboðsgagna fyrir skólaakstur, og verða útboðsgögnin líklega tilbúin í byrjun næsta árs.  Samþykkt að starfsmenn sveitarfélagsins þ.e. tæknideild og skólamálastjóri vinni að undirbúningi þeirra. 
g)  Stefnt á sameiginlegan fund með skólastjórum og forstöðumanni Héraðsbókasafns, ásamt fulltrúum frá menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd. 
                                                                Sólrún Harðardóttir
                                                                Sigurður Jónsson
                                                                Björn Björnsson

 

Leikskólamál:

h)  Kynnt var staðan á fjárhagsáætlun leikskólanna.  Lokið er við að bóka 9 mánuði af 12.
i)   Sumarlokanir leikskólanna.  Leikskólafulltrúi kynnti hvernig staðið er að lokun leikskólanna í sveitarfélögum af svipaðri stærð.  Ákvörðun tekin á næsta fundi.
j)    Lagt fram bréf frá leikskólakennara og tillaga formanns að svari.  Skólanefnd samþykkir svarbréfið með breytingum.
k)    Kynnt yfirlit yfir gjaldskrár leikskóla hjá ýmsum sveitarfélögum.
                                                                         Sigríður Stefánsdóttir
                                                                         Bryndís Óladóttir
                                                                         Erna Rós Hafsteinsdóttir

Tónlistarskólamál:
l)    Kynnt staðan á fjárhagsáætlun 1999.  Búið að bókfæra 9 mánuði af 12.
m)  Farið yfir gjaldskrár við tónlistarskóla víða um land.  Skólanefnd felur skólamálastjóra og skólastjóra að leggja fram tillögu að nýrri gjaldskrá á næsta fundi.
n)  Erindi frá kennara við tónlistarskólann.  Skólanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu að sinni, en vísar til samþykktar frá 22. júní sl.
                                                                  Sveinn Sigurbjörnsson

Önnur mál:
o)  Kynnt fjárhagsáætlun 1999 fyrir Skólaskrifstofu.  Búið að bóka 9 mánuði af 12.
p)  Lögð fyrir skólanefnd drög að stefnumótun sveitarfélagsins í fræðslumálum.  Skólanefnd tekur drögin til frekari vinnslu á vinnufundi.
q)  Lögð fram erindisbréf skólanefndar, skólamálastjóra, skólastjóra grunnskóla og skólastjóra tónlistarskóla til kynningar.
r)   Lögð fram auglýsing.  Málþing um þroskahefta foreldra og börn þeirra. 

Fleira ekki gert, fundi slitið.