Fara í efni

Skólanefnd

33. fundur 15. mars 2000 kl. 21:00 - 22:25 Í Steinsstaðaskóla

Ár 2000, miðvikudaginn 15. mars hélt Skólanefnd Skagafjarðar fund í Steinsstaðaskóla kl. 2100.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir.
Auk þeirra var sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson mættur.

DAGSKRÁ:
1.  Framtíð Steinsstaðaskóla.

AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn voru mættir foreldrar barna í Steinsstaðaskóla. Foreldrar sem mættu voru 23.
Í upphafi gerði Herdís Á. Sæmundardóttir formaður skólanefndar grein fyrir því að nokkur umræða hefði verið um framtíð Steinsstaðaskóla og hefði m.a.s. komið til umræðu hvort rétt væri að leggja skólann niður.  Engar ákvarðanir hefðu verið teknar og skólanefnd vildi ræða þessi mál við foreldra og aðra sem málið merkir.
Skiptust fundarmenn á skoðunum varðandi framtíð Steinsstaðaskóla og voru umræður líflegar.

 Fundi slitið kl. 2225.