Fara í efni

Skólanefnd

34. fundur 11. maí 2000 kl. 16:00 Í Grunnskólanum Hofsósi

Ár 2000, fimmtudaginn 11. maí kl. 1600, kom Skólanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Grunnskólanum Hofsósi.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson,  Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og skólamálastjóri Rúnar Vífilsson. Þá sátu einnig fundinn Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri, Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri, Björn Björnsson, skólastjóri, Sólrún Harðardóttir, fulltrúi kennara. Áheyrnarfulltrúar leikskóla: Erna Rós Hafsteinsdóttir og Bryndís Óladóttir. Fundarritari: Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:
a)      Skólaakstur, útboð.
b)      Dómnefnd vegna útboða.
c)      Starfsskýrslur grunnskóla.
d)     Þjónustusamningar.
e)      Upphaf skóladags út "að austan".
f)       Húsnæðismál skólans á Hofsósi.

Leikskólamál:
g)      Erindi vegna leikskóla í Fljótum.
h)      Erindi vegna dagvistar í Lýtingsstaðahr.

Önnur mál:
i)        Ósk um launalaust leyfi.
j)        Hugmyndir um Forskóla í tónlistarnámi.

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:
a)      Fyrirkomulag útboðs skólaaksturs kynnt. Samþykkt að bjóða skólaaksturinn út eins og tilboðslýsing liggur fyrir.
b)      Skólanefnd leggur til að eftirtaldir verði í dómnefnd sem yfirfari tilboðin: Tæknifræðingur, skólamálastjóri og formaður skólanefndar.
c)      Starfsskýrslur grunnskóla. Lagðar fram hugmyndir að skýrslum skólastjóra þar sem þeir gera grein fyrir skólastarfinu. Skólanefnd ætlar að heimsækja hvern skóla í upphafi júní og fá þá skýrslurnar í hendur.
d)     Þjónustusamningar kynntir. Stefnt er að gerð samnings við Varmahlíðarskóla fyrir næsta fjárhagsár. Aðrir skólastjórar hafa lýst yfir áhuga á að fylgjast með gerð samningsins.
e)      Stefnt er að því að Grunnskólinn Hofsósi hefjist fyrr en Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli hefjist á svipuðum tíma. Hugmyndin er að nemendur skólanna ljúki námi á svipuðum tíma dagsins þannig að skólaakstur sé samræmdur.
f)       Farið í kynnisferð um húsnæði Grunnskólans Hofsósi.

Leikskólamál:
g)      Erindi vegna leikskólans Fljótum. Skólanefnd sér sér ekki fært að setja meiri peninga í leikskóla á þessu ári. Hinsvegar má auka opnunartíma á sumrin gegn því að dregið sé úr honum yfir veturinn. Skoðaðir möguleikar á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann. Lagt er til að framtíðarhúsnæði leikskólans verði í suðurenda grunnskólans.
h)      Erindi vegna dagvistar í Lýtingsstaðahreppi. Skólanefnd samþykkir að halda áfram að greiða vegna dagvistar Hofsvöllum.

Önnur mál:
i)        Ósk um launalaust leyfi. Hilmar Sverrisson fer fram á launalaust leyfi frá og með 1. ágúst 2000 til 31. júlí 2001. Skólanefnd samþykkir framkomna ósk.
j)        Lögð fram til kynningar hugmynd skólastjóra Árskóla og Tónlistarskóla Skagafjarðar um Forskóla í tónlistarnámi.

Fleira ekki gert, fundi slitið.