Fara í efni

Skólanefnd

35. fundur 04. júlí 2000 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 2000, þriðjudaginn 4. júlí kl. 1600 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.
Þá sátu einnig fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bryndís Óladóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Björn Björnsson skólastjóri og Sólrún Harðardóttir.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál:
a)      Umsóknir um leikskólastjórastöðu á Furukoti.
b)      Svar leikskólans Birkilundi.
c)      Uppsögn umsjónarmanns gæsluvallar Sólgörðum.

Grunnskólamál:
d)     Skólaakstur - útboð.
e)      Tillaga að svari til Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
f)       Starfsskýrslur grunnskólanna.
g)      Uppkast að bréfi til skólastjórafélags og Kennarasambands N.V.
h)      Erindi frá foreldrum nemenda í Árskóla.
i)        Starfslýsingar starfsfólks í grunnskólum.
j)        Staðfesting á ráðningu kennara við Grunnskólann Hofsósi.

Önnur mál:
k)      Kynnt námskeið.

AFGREIÐSLUR:
a)      Umsóknir um leikskólastjórastöðu á Furukoti. Tvær umsóknir bárust. Skólanefnd leggur til að Kristrún Ragnarsdóttir verði ráðin.
b)      Lagt fram svar leikskólastjóra Birkilundar vegna athugasemda við stöðuna á fjárhagsáætlun.
c)      Kynnt uppsögn umsjónarmanns gæsluvallar Sólgörðum, sem lætur af störfum 31. júlí. Auglýsa skal stöðuna sem fyrst.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla viku af fundi.
                                                                      Sigríður Stefánsdóttir
                                                                      Erna Rós Hafsteinsdóttir
                                                                      Bryndís Óladóttir
d)     Kynnt fundargerð sem gerð var við opnun tilboða í skólaakstur í Skagafirði.
e)      Kynnt uppkast að svari til Félagsþjónustu Reykjavíkur. Skólanefnd samþykkir að skólamálastjóri sendi bréfið með fylgigögnum til Félagsþjónustunnar.
f)       Starfsskýrslur grunnskólanna lagðar fram. Skólanefnd lýsti yfir ánægju sinni með skýrslurnar.
g)      Kynnt uppkast af bréfi til stjórna skólastjórafélags og Kennarasambands Norðurlands vestra. Skólamálastjóra falið að senda bréfið með áorðnum breytingum.
h)      Lagt fram bréf frá foreldrum 1. bekkja nemenda í Árskóla. Kynnt uppkast að svarbréfi. Skólanefnd felur Skólamálastjóra að svara bréfinu eins og kynnt var.
i)        Kynnt starfslýsing skólaliða í grunnskólum. Unnið er að starfslýsingum fyrir matráðskonur og annað starfsfólk í skólum.
j)        Staðfesting á ráðningu kennara við Grunnskólann Hofsósi. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti ráðninguna.
k)      Kynntar upplýsingar um tölvunámskeið á vegum Skólaskrifstofu Skagfirðinga. Skólanefndarmönnum er heimilt að sækja námskeiðin.

Fleira ekki gert, fundi lokið.