Fara í efni

Skólanefnd

45. fundur 18. september 2001 kl. 16:00 - 18:30 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2001, þriðjudaginn 18. september kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
       Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.  Einnig mættu á fundinn  Sveinn Sigurbjörnsson tónlistarskólastjóri, Sigurður Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra og Ingólfur Arnarson fulltrúi foreldra grunnskólabarna. Linda Björnsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólanna og Guðrún Olga Baldvinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

  1. Kosning varaformanns skólanefndar.

Grunnskólamál:

  1. Afgreiðsla á umsókn um skólasókn.
  2. Starfsmannamál í grunnskólunum.
  3. Fjöldi nemenda í grunnskólunum.
  4. Bréf frá FSNV.
  5. Önnur mál.

Leikskólamál:

  1. Staða leikskólanna.
  2. Sólgarðar.
  3. Hofsvellir
  4. Önnur mál

Tónlisarskólamál:

  1. Stofnun foreldraráðs.
  2. Áheyrnarfulltrúar á skólanefndarfundum
  3. Staðan í starfsmannamálum.
  4. Húsnæðismála skólans.
  5. Samningamál tónlistarkennara.
  6. Prófadeild.
  7. Önnur mál.

Önnur mál:

  1. Texti vegna aðalskipulags Skagafjarðar
  2. Fundarboð á ráðstefnu 4. og 5. okt.
  3. Fastir fundartímar skólanefndar

AFGREIÐSLUR:

  1. Kosning varaformanns skólanefndar. Kom fram tillaga um Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur. Ekki komu fram aðrar tilnefningar og var Stefanía Hjördís réttkjörinn varaformaður. Formaður nefndarinnar þakkaði fráfarandi varaformanni góð störf í nefndinni og gott samstarf..

Grunnskólamál:

  2. Tekið fyrir erindi frá foreldrum þar sem farið er fram á leyfi til að vista nemanda í öðrum skóla en gerist að öllu jöfnu. Skólanefnd hafnar erindinu og felur skólamálastjóra að svara erindinu.

  3.Lagt fram erindi frá skólamálastjóra um endurskoðun á starfsmannahaldi skólanna.

Skólanefnd leggur til að ráðið verði í 50% starf í mötuneyti starfsmanna í Árskóla og vísar í því samhengi til gildandi kjarasamninga. Einnig leggur skólanefnd til að ráðið verði í 50% starf í mötuneyti nemenda vegna einsetningar skólans. Þá leggur skólanefnd til að ráðið verði í 50% starf skólaliða við Varmahlíðarskóla vegna erfiðra félagslegra aðstæðna.

Við endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar verði einnig tekið tillit til aukins álags á sérdeild Árskóla.

   4.Lagt fram tilkynningar yfirlit yfir fjölda nemenda í grunnskólum í Skagafirði..

   5.Tekið fyrir að nýju erindi frá FSNV. Tölvubúnaður FSNV verður vistaður í Grunnskólanum Hofsósi.. Komið hefur fram sú tillaga að framlag Skólaskrifstofu til kennslu við þróunarverkefnið á síðasta ári verði leiga sveitarfélagsins til FSNV fyrir notkun á tölvubúnaði FSNV. Skólanefnd leggur til við byggðaráð að framangreind tillaga verði samþykkt. Skólanefnd leggur áherslu á að allir nemendur “út að austan” fái notið aðstöðunnar til náms í upplýsingatækni.

   6. Önnur mál:
a)      Komið hefur fram ósk um skólaliða í skólabíl milli Steinsstaða og Varmahlíðar. Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.
b)      Þá kom fram hugmynd um að sveitarfélagið nýtti sér tilboð um starfsmannakort í sundlaugum sveitarfélagsins. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
c)      Skólastjóri Árskóla ræddi um hátíð þegar núverandi framkvæmdum lýkur við skólann, þar sem almenningi verði gefinn kostur á að skoða skólann.

 Leikskólamál:

   7. Staða leikskólanna. Skólamálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála á hverjum leikskóla fyrir sig.

   8. Sólgarðar. Töluverð aukning barna er í leikskólanum á Sólgörðum. Bæta þarf við 30% stöðu til að uppfylla ákvæði reglugerða. Skólanefnd leggur til að brugðist verði við því.

   9. Hofsvellir. Tekið fyrir erindi frá rekstraraðilum að Hofsvöllum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi. Skólamálastjóra falið að ganga frá málinu í samstarfi við rekstraraðila.

   10. Önnur mál: Engin önnur mál.

Tónlistarskólamál:

   11. Ákveðið hefur verið að stofna foreldrafélag við Tónlistarskólann sem eigi fulltrúa á fundum skólanefndar. Einnig var samþykkt að fulltrúar starfsmanna eigi áheyrnarfulltrúa á fundunum.

  12. Skólastjóri gerði grein fyrir kennarastöðu við skólann.  Þrír nýir kennarar hafa verið ráðnir við skólann í stað annarra sem hættu.

  13.Rætt um húsnæðismál skólans.

  14.Skólastjóri kynnti stöðuna í samningamálum tónlistarkennara við launanefnd sveitarfélaga. Stefnir í verkfall upp úr miðjum október. Skólanefnd lýsir yfir áhyggjum vegna seinagangs í samningamálum tónlistarkennara.

  15.Skólastjóri kynnti fyrir nefndinni hugmyndir um prófanefnd, sem tæki að sér samræmt mat á prófum í tónlistarskólum landsins. Hér er á ferðinni sambærileg útfærsla og samræmd próf eru í grunnskólum. Skólanefnd frestar því að taka afstöðu til málsins og felur skólamálastjóra að kanna hug annarra sveitarfélaga á landsbyggðinni til málsins.

   16. Önnur mál. Rætt um lýsingu við skólann. Skólamálastjóra falið að ræða við tæknideild um málið.

Önnur mál:

   17. Skólamálastjóri lagði fram breyttan texta vegna aðalskipulags Skagafjarðar. Samþykkt að afgreiða hann á næsta fundi.

   18. Fundarboð á ráðstefnu 4. og 5. október. Lagt fram til kynningar.

   19. Skólamálastjóri lagði fram tillögu um fasta fundartíma skólanefndar fram að áramótum. Skólanefnd samþykkir tillöguna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.30