Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 02. mars 2017 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Dagskrá

1.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir bréf frá 20. des 2016 frá Eignasjóði Skagafjarðar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þar sem farið er fam á styrk vegna endurnýjunar á lyftu fyrir fatlaða í neðri hluta forstofu Miðgarðs.
Stjórnin samþykkir að styrkja endurbætur á lyftu í Miðgarði um kr 700.000

b) Stjórnin styður kaup á nýju göngu/hlaupabretti í íþróttahúsið í Varmahlíð að fengnu samráði við umsjónarmann íþróttamannvirkja í Varmahlíð.

c) Tekið fyrir bréf frá Karlakórnum Heimi vegna Kanadaferðar á vormánuðum. Ákveðið að styrkja ferð kórsins um kr 500.000

d) Tekið fyrir bréf frá Skagfirska kammerkórnum þar sem leitað er stuðnings við starfsemi hans. Stjórnin samþykkir að styrkja kórinn um kr 100.000

e) Tekið fyrir bréf frá Reynistaðabræðrum hinum yngri vegna minnisvarða á Reynistað um Reynistaðabræður hina eldri. Stjórnin tekur vel í erindið, en biður um frekari upplýsingar m.a. kostnaðaráætlun.

2.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Upplýsinga og myndaskilti á Reykjarhól. Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun vegna hönnunar og myndatöku á „Panorama„ skiltum sem fyrirhugað er að koma upp efst á Reykjarhólnum þar sem upplýsingar um nöfn og myndir af fjallahringnum verða aðgengilegar. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

3.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni frá Sögufélagi og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga vegna málþings í tilefni 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns og 80 ára afmælis Sögufélagsins sem haldið verður í Miðgarði 7. maí 2017.
Sótt er um styrk að upphæð 200.000 kr. Formaður Þórdís Friðbjörnsdóttir og Ásdís Sigurjónsdóttir viku af fundi undir þessum lið.
Samþykkt að verða við erindinu.

4.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Stjórnin samþykkir að auglýsa til leigu frístundalóð við Reykjarhólsveg 20b með tilkynningu í Sjónhorninu á næstunni.
Lóðin er tilbúin til byggingar.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.