Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

4. fundur 27. mars 2018 kl. 15:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga frá 6. mars 2018 undirritað af Marteini Jónssyni þar sem KS sækir formlega um lóð sunnan kaupfélags með fastanúmer 233-7348 fyrir starfssemi félagsins í Varmahlíð.
Fram er lagður uppdráttur er sýnir fyrirhugaðar breytingar á lóð og bílastæðum í kringum KS Varmahlíð.
Stjórn samþykkir að Kaupfélag Skagfirðinga fí lóð með fastanúmer 233-7348 til afnota með þeim skilyrðum sem gilda um aðrar lóðir í eigu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð.
formanni falið að ganga frá samningum.

2.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni hefur borist frá Varmahlíðarskóla dagsett 23. mars 2018 þar sem sótt er um styrk vegna valáfanga í skólanum, Landbúnaðarval.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr 250.000
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.