Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

6. fundur 12. júní 2018 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir
  • Arnór Gunnarsson
  • Gunnar Rögnvaldsson
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Skilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1903216Vakta málsnúmer

Skiltin sem setja á á útsýnisstaðinn á Reykjarhólnum eru komin úr framleiðslu og líta vel út. Búið er að kaupa undirstöður og hafist verður handa innan tíðar að setja þau niður á heitavatnstankinum á toppi hólsins.

2.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Stjórnin samþykkti að gefa Varmahlíðarskóla 8 Samhauser þráðlausa míkrófóna og stöðvar ásamt 2 auka hand-míkrófónum. Gjöfin mun nýtast vel við uppsetningu á leiksýningum og öðru sviðstengdu.

Stjórnin samþykkti að gefa hjartastuðtæki í Löngumýri þar sem fjöldi fólks dvelur árið um kring, sér í lagi eldri borgarar. Tækin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.

Búið er að laga heimkeyrslu að Reykjarhólsvegi 10. Sömuleiðis er búið að hreinsa lóð við Reykjarhólsveg 20b.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.