Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

17. fundur 17. desember 2020 kl. 16:00 - 16:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Stefán Gísli Haraldsson aðalm.
  • Jón Daníel Jónsson
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Björg Baldursdóttir tók þátt í gegnum fjarfundabúnað,

1.Sala eigna og peningaleg staða

Málsnúmer 2012149Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um peningalega stöðu félagsins, þar sem tekjur og gjöld hafa einnig verið áætluð fyrir árið 2021. Áætlað er að eftir standi við uppgjör, eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur og tekjur innheimtar, 214.103.000 kr.

2.Uppgjör á Ferðasmiðjunni

Málsnúmer 2012150Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um lokauppgjör á Ferðasmiðjunni ehf. Þar er hlutur Menningarsetursins 21,4 % og gangi uppgjörið eftir má áætla að Menningarsetrið fái greitt fyrir sinn hlut 1.803.992 kr.

3.Ráðstöfun eigna

Málsnúmer 2012151Vakta málsnúmer

Lagt fram svohljóðandi gjafabréf:

Peningagjöf til uppbyggingar á skólamannvirkjum í Varmahlíð

Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1958. Skipulagsskrá hennar var samþykkt af dómsmálaráðherra og forseta Íslands árið 1965. Stofnendur voru áhugafólk um uppbyggingu á skóla og þjónustu í Varmahlíð. Forveri Menningarseturs Skagfirðinga var Varmahlíðarfélagið sem var stofnað árið 1936, og hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð. Til að sú uppbygging gæti orðið að veruleika keypti Varmahlíðarfélagið jarðirnar Reykjarhól og Varmahlíð af ríkissjóði árið 1941, en segja má að þær fjárfestingar hafi verið undirstaðan í allri uppbyggingu í Varmahlíð.
Með tímanum hafa hlutverk og áherslur hjá Menningarsetri Skagfirðinga breyst, sveitarfélögin hafa einnig stækkað og þjónustuhlutverk þeirra aukist í bæði skólamálum sem og á öðrum sviðum. Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga hefur því ákveðið að hætta starfsemi og afhenda sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningarsetursins sem eru eftir sölu eigna, 214.000.000, tvöhundruð og fjórtán milljónir. Í ljósi stofnskrár og með hliðsjón af sögu Menningarseturs Skagfirðinga fylgir gjöfinni sú kvöð að þessum fjármunum skal varið til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð.

Samþykkt á stjórnarfundi Menningarseturs Skagfirðinga 17. desember 2020


Einar E. Einarsson
Gunnsteinn Björnsson
Jón Daníel Jónsson
Stefán Gísli Haraldsson
Björg Baldursdóttir


Fundi slitið - kl. 16:40.