Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

44. fundur 04. janúar 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 44 – 04.01.2000.
______________________________________________________________________________
    Ár 2000, þriðjudaginn 4.janúar kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1200.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Einnig var á fundinum Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. 1. liður fundargerðar Umhverfis- og tækninefndar 22.des.1999.
AFGREIÐSLUR:
  1. 1. liður fundargerðar Umhverfis- og tækninefndar frá 22. desember 1999.
Til máls tók Gísli Gunnarsson og skýrði tilefni fundarins. Þá tók Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi til máls og fór yfir og skýrði samþykkt Umhverfis- og tækninefndar varðandi deiliskipulag á Hofsósi.
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 1. liður fundargerðar Umhverfis- og tækninefndar frá 22. desember 1999 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Dagskrá tæmd og fundi slitið kl. 12.30.
                                    Elsa Jónsdóttir, ritari